Vikan - 29.09.1988, Page 55
Stelpumar á góðri stund út í skógi.
„Meiri glæsileiki yfir keppnis-
haldinu hér en í Finnlandi“
Guðrún Margrét
TEXTI:
BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR
MYNDIR:
GUÐRÚN MARGRÉT o.fl.
Eins og sagt var £rá í 20.
tbl. Vikunnar fór Guðrún
Margrét Hannesdóttir til
Finnlands til að taka þátt í
Ungfrú Skandinavia keppn-
inni. Tveir fulltrúar vom
fyrir hvert land og með
Guðrúnu fór Guðbjörg
Gissurardóttir. Keppnina
vann stúlka frá Noregi,
Helle Hansen, sem Guðrún
segir að engri hinna
stúlknanna í keppninni
hafi fundist líkleg til að
sigra. í stuttu viðtali segir
Guðrún okkur hvemig
þetta allt gekk fyrir sig.
„Finnland er mjög fallegt
land og þar var tekið vel á
móti okkur. Við ferðuðumst í
viku áður en kepnnin fór ffarn
og skemmtum á kvöldin á
skemmtistöðum hótelanna
sem við gistum á, en yflrleitt
áttum við fjóra til fimm tíma á
hverjum degi sem við máttum
nota fyrir okkur; fara í sauna,
ljósaböð eða eitthvað annað."
— Hvernig skemmtuð þið?
„Við gistum alltaf á hótelum
sem eru öll í eigu sömu hót-
elkeðjunnar og á kvöldin
komum við fram á skemmti-
stað viðkomandi hótels. Við
komum þá allar saman inn í
segir frá keppninni um titilinn Ungfrú Skandinavía
Sundbolaatriðin mest áberandi á úrslitakvöldinu.
Norðurlandastúlkumar tíu. Guðrún og Guðbjörg í svörtu
kjólunum. Sú sem vann í miðjunni, en sú dökkhærða í
hvíta kjólnum var sú sem stúlkumar höfðu veðjað á.
einu og sumar sungu, en ég
dansaði. Við áttum síðan að
velja okkur karl úti í sal — helst
eldri mann, kannski dálítið
feitan og með gleraugu — síðan
fegnum við trönur og áttum að
teikna karlinn og hann okkur.
Síðar áttum við líka að dansa
við hann einn dans. Vinsælasta
stúlka kvöldsins var kosin og
Guðbjörg var einu sinni kosin.
Eftir skemmtiatriðin áttum við
að vera á staðnum alla vega til
miðnættis og dansa við þá sem
buðu okkur upp.“
- Oghvað gerðuðþiðsvo á
daginn?
„Við komum t.d. ffarn í stór-
markaði, fórum í kanóferð nið-
ur á og elduðum mat úti í
skógi, en áttum alltaf nokkra
tíma á dag fyrir okkur sjálfar."
Finnsku og sænsku
stelpunum hampað
mest
— Var komið vel fram við
ykkur?
,Já yfirleitt mjög vel. Við
vorum á mjög góðum hótelum
og fengum ofsalega góðan
mat... hættulega góðan. En það
var auðséð á öllu að það er
gert upp á milli stelpnanna.
Finnsku og sænsku stelpunum
var hampað mest. Það er mjög
mikið gert úr þessari keppni í
Finnlandi og finnsku stelpurn-
ar voru mikið í blaðaviðtölum
og svo birtust myndir af þeim
VIKAN 55
Ungfrú Skandinavía 1988.