Vikan


Vikan - 29.09.1988, Síða 56

Vikan - 29.09.1988, Síða 56
Guðbjörg og Guðrún ferð- uðust mikið og þá komu gallamir og skómir sem Henson gaf þeim í góðar þarflr. á forsíðunum — enda eru finnsku stúlkurnar alltaf í ein- hverju þriggja efstu sætanna. Einnig var mikið gert til að vekja athygli á þeim sænsku. Það var alltaf verið að ýta þeim fram og einu sinni kom einn mannanna sem fylgdi okkur eftir á ferðalaginu með rós til annarrar sænsku stúlkunnar á blaðamannafundi og sagði að það væri í tilefni þess að hún hefði unnið sig í sundi þá um morgunin — og auðvitað tóku allir ljósmyndararnir myndir af þessu, sem svo birtust í öllum biöðunum daginn eftir. Stelp- urnar frá Danmörku sögðu að þar vissi líklega enginn að þær væru að taka þátt í þessari keppni, áhuginn væri lítill eða enginn. En blaðamenn og ljósmyndarar geta ráðið miklu um það hvernig álit al- menningur íær á stúlkunum." - Hvemig var þá andinn hjá ykkur stelpunum? Hann var mjög góður yfir- leitt, það var bara ein stelpa sem skar sig út úr hópnum því hún var alltaf að trana sér fram. En það var mjög mikið gert fyrir finnsku stelpurnar. Þær voru í kjólum sem voru sér- hannaðir af fatahönnuðum og sérsaumaðir á þær. Við Guð- björg vorum í kjólunum sem við vorum í á Ungffú ísland keppninni. Móðir hennar Guð- bjargar saumaði hennar kjól og vinkona mín minn. Aftur á móti gaf Henson oklcur íþróttagalla, skó og töskur, sem kom sér mjög vel, því við vorum svo mikið á ferða- lögum.“ 56 VIKAN ,JVf ér fannst skemmtilegast í kanóferðinni," segir Guðrún Margrét. Guðbjörg Gissurardóttir var kosin „Miss Press 1989“. Sumar fengu mínútu aðrar sungu heilt lag — Keppniskvöldið sjálft, hvemig var það? Það var mjög skemmtilegt, sérstaklega eftir að keppnin var afstaðin og hægt að slappa af. Við komum mest fram á sundbolum t.d. þegar við gengum ein og ein fram fyrir dómarana vorum við í sund- bolunum og þurftum að snúa okkur í hringi fyrir framan þá. Síðkjólaatriðið var. mjög stutt, miðað við það sem það var á úrslitakvöldinu hér heima þar sem meiri glæsileiki var yfir öllu keppnishaldinu. Þjóðbún- ingaatriðið var tekið upp dag- inn áður og sýnt í sjónvarpi á keppniskvöldinu. Þar áttum við að tala í 1 Vi rnínútu, en textinn var ákveðinn fyrir okk- ur fýrirffam. Sama var með það sem við áttum að segja á keppniskvöldinu. Þar kom greinilega í ljós að okkur var mismunað, því tím- inn sem við fengum til að tala var svo misjafn. Guðbjörg var t.d. spurð hvað nafhið hennar þýddi, ég var spurð að því við hvað ég tengdi Finnland áður en ég kom. Svarið sem þeir vildu að ég gæfi var; að off þeg- ar ég hef verið að ferðast er- lendis og talað ensku hafi ég verið spurð að því hvort ég væri frá Finnlandi. Við Guð- björg og stelpurnar frá Dan- mörku töluðum ensku og okk- ur fannst sem það skipti litlu eða engu máli hvað við sögðum, því dómarinn sem dæmir fyrir íslands hönd er ffanskur, þannig að við vorum einu stúlkurnar sem hann skildi, því hinar töluðu ýmist á sænsku, finnsku eða norsku! Þær fengu mun lengri tíma til að tala um sig en við og önnur sænska stelpan söng heilt lag, enda var skrifað um hana dag- inn eftir sem „engil kvöldsins". — Hvaða stúlka vann? Hún heitir Helle Hansen og er ffá Noregi. Engin okkar stelpnanna átti von á því að sú stúlka ynni. Henni hafði verið spáð næstneðsta sæti í skoð- anakönnun í einu blaðinu og við vorum allar vissar um að ein finnsku stelpnanna ynni, sú eina í keppninni sem var dökkhærð, og meira að segja hafði birst af henni heilsíðu- mynd í einu blaðanna og fyrir- sögnin var „Ungfrú Skand- inavía". En eitt má segja að við Guðbjörg hefðum ffam yfir flestar hinar stelpurnar, en það var að við vorum áberandi best æfðar t.d. í göngulagi og hvernig við ættum að bera okkur.“ Vantar íslenskan dómara - Hvað fékk sú sem vann í verðlaun? „Hún fékk um 46.000 krónur, æðislega fallegan skósíðan pels, sem er virði um 200 til 300 þús. króna. Aflar fengum við sérhönnuð hálsmen, tvo sundboli — annan til að nota á keppniskvöldinu — við fengum töskur, Luméne snyrtivörur og heilmargar aðr- ar gjafir." — Var eitthvað sem ykkur fannst að mcetti betur fara? „Kannski einna helst að það vantaði íslenskan dómara. Það hefur mikið að segja, því dóm- ararnir frá hinum löndunum þekktu stelpurnar frá sínum löndum og meira að segja var norski dómarinn umboðsmað- ur stelpunnar sem vann þann- ig að hann fékk 30 prósent af verðlaunaupphæð hennar. Svo var það kona sem var með okkur allan tímann sem við vorum að ferðast; við vissum ekki fyrr en daginn fyrir keppnina að hún væri finnski dómarinn!" — Myndirðu fara í aðra svona keppni? ,Já, því þetta var mjög mikil og skemmtileg lífsreynsla. Núna veit maður miklu betur um hvað þetta snýst og myndi hegða sér öðruvísi næst — vera ákveðnari." — Hvað fannst þér skemmti- legast? „Mér fannst skemmtilegast í kanóferðinni. Hver stúlka fékk sinn bát og með henni fór maður sem stjórnaði ferðinni. Við fórum niður flúðir og urð- um allar rennandi blautar. Sjálft keppniskvöldið var líka mjög skemmtilegt." Guðrún Margrét verður I Edinborg Þegar þetta viðtal birtist er Guðrún um það bil að leggja af stað úr landi því hún er á leið til Edinborgar þar sem hún ætlar að fara að læra markaðs- ffæði. Vikan óskar Guðrúnu góðrar ferðar og góðs gengis.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.