Vikan


Vikan - 29.09.1988, Qupperneq 58

Vikan - 29.09.1988, Qupperneq 58
Krókódílar í Sólrún Þorsteinsdóttir lýsirferð sinni Það hafði lengi verið draumur minn að fara til S-Ameríku, en þegar mér varð á að nefna þetta við eina vinkonu mína, leit hún stóreygð á mig og sagði: „Þú ert geggjuð!“. Eftir það hafði ég vit á því að þegja um þetta. En svo fór þó á endanum að ég innritaði mig í mánaðarferð til Perú. Komin á hinn sögufræga stað Macchu Picchu. 58 VIKAN Það skal viðurkennt að ég var öll á nál- um á leiðinni út á Heathrow-flugvöll, rétt fyrir brottför flugvélarinnar til Lima. Þar var allur hópurinn samankominn. Við vor- um átta t allt, ég eini íslendingurinn, hitt allt Englendingar. Við stelpurnar vorum bara tvær, en Ieiðsögumaðurinn sem beið okkar í Lima var víst kvenkyns líka og vó það aðeins upp á móti kynjamismuninum. Mér leist vel á hópinn og sá fram á skemmtilega ferð í góðum félagsskap. í sætinu við hliðina á mér sat kona frá Perú, sem reyndist hin hjálplegasta og sagði mér margt um land og þjóð. Áður en leiðir okkar skildi á flugvellinum í Lima lét hún mig fá nafnspjaldið sitt og bað mig endilega að hringja í sig þegar ég kæmi til baka, því þá skyldi ég gista hjá henni. Mér fannst þetta hið rausnarlegasta boð, en tók það nú ekki mjög alvarlega. Allavega yrði nægur tími til að hugsa um það seinna. Þegar við stigum út úr flugvélinni tókum við andköf vegna hitans, en inni í flug- stöðvarbyggingunni var örlítið svalara. Ég lenti í lítilsháttar vandræðum í vegabréfa- skoðuninni. Náunginn sem stimplaði í vegabréfln var ekkert á því að viðurkenna tilvist einhvers lands sem hann hafði aldrei heyrt getið um fyrr. Á endanum stimplaði hann þó í vegabréfið mitt, mér til mikils léttis. Fyrir utan flugstöðvarbygg- inguna var fjöldi fólks sem barðist um at- hygli okkar og hrópaði hvert í kapp við annað. Það voru aðallega leigubílstjórar að bjóða okkur ódýrar ferðir í bæinn, ódýra gistingu ofl., en leiðsögumaðurinn sagði okkur að tveir leigubílar biðu okkar fyrir utan. Hélt að bíllinn myndi hrynja niður Bílarnir voru afar illa farnir og þó sér- staklega annar þeirra, sá sem mér var vísað í. Ég hélt að hann myndi hrynja niður á miðri leið, en þegar ég leit í kringum mig sá ég að margir bílanna voru verr farnir, en skröngluðust þó. Næst flugvellinum tóku við fátækra hverfi sem samanstóðu af rústum og pappa. Ástandið lagaðist smátt og smátt þegar nær dró miðbænum, en þar var hót- elið okkar. Þegar þangað kom langaði okk- ur einna helst að leggja okkur, því við vor- um þreytt og slæpt eftir 15 tíma ferð, en eítir að hafa farið í sturtu og skipt um föt, vorum við þó tilbúin í skoðunarferð. Við skoðuðum m.a. tvö stærstu torgin í Lima, sem eru Plaza San Martin og Plaza de Armas. Mikið er þarna um vopnaða lög- reglumenn og hermenn, en hvergi eins mikið og á Plaza de Armas, en við það er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.