Vikan


Vikan - 29.09.1988, Side 59

Vikan - 29.09.1988, Side 59
Glæfraleg brú í Moon Valley. Ekki var laust við að sumir fengju öran hjartslátt á leið sinni yflr því brúin var ansi hrörleg. ráðhúsið. Hermennirnir áttu það til að kalla eitthvað á eftir okkur sem við skild- um ekki. Það voru bara tveir í hópnum sem skildu spænsku. Þetta var nokkuð sem ég gat aldrei vanist þann tíma sem ég ferð- aðist í S-Ameríku. Daginn eftir var farið að skoða safn sem heitir Oro del Lima, en þar er rakin saga landsins með ýmsum munum, klæðum og beinagrindum. Safn þetta er hið áhuga- verðasta og þeir sem leggja leið sína til Lima ættu endilega að skoða þetta merki- lega safn. Um kvöldið var farið á Pena, en Pena er samnefnari fyrir skemmtistaði þar sem innfæddir spila þjóðlega músik og klæðast gjarnan hefðbundnum klæðnaði frá sínum héruðum. Einnig eru þar oft dansarar sem sýna marga algengustu dansana frá ýmsum héruðum. Öllu næturlífi lýkur snemma í Lima, því þar er útgöngubann frá klukkan 1 til 5 allar nætur. Uros-eyjar. Maðurinn firemst á myndinni er að binda saman reyr í bát. Spreningar algengar Á leiðinni heim heyrðum við gríðarlega sprengingu. Tveir úr hópnum þustu af stað, en urðu einskis varir. Leiðsögumað- urinn sagði okkur að sprengingar-væru töluvert algengar, en yfirleitt væru opin- berar byggingar sprengdar upp, svo og bankar. Það væri ætíð gert eftir lokun, svo dauðsföll væru fá. Morguninn eftir var haldið af stað með Séð yfir Macchu Picchu, þann dulúðuga stað, VIKAN 59

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.