Vikan - 29.09.1988, Page 62
miðnætti. Og hvort sem okkur líkað betur
eða verr, varð þvottur að bíða fram til
næsta dags, því búið var að skrúfa fyrir allt
heitt vatn. I nágrenni Cuzco eru margir
áhugaverðir og fallegir staðir. Við skoðuð-
um m.a. Inka-rústirnar í Chinchero, OII-
antayatambo, Pisaq, og svo að sjálfsögðu
Macchu Picchu. Þegar við komum þangað
var þoka yfir öllu og var stórkostlegt að
fylgjast með þegar þokunni létti smám
saman og við fengum yflrsýn yfir staðinn.
Þann tíma er við dvöldumst í Macchu
Picchu lagðist alltaf þoka yfir annað slagið
og gerði það staðinn enn mikilfenglegri og
dulúðugri.
Á leiðinni ffá Macchu Picchu til Cuzco
gafst okkur kostur á að heimsækja ind-
íánahjón sem búa uppi í fjöllunum. Þar
gistum við eina nótt við mjög svo ffurn-
stæð skilyrði. Þau lifa mestmegnis á græn-
meti sem þau rækta sjálf og matbúa á
hreint ffábæran hátt. Þarna var að sjálf-
sögðu ekkert raímagn, og var því kvöld-
maturinn snæddur við kertaljós. Eftir mat-
inn hjáfpuðust allir við uppþvottinn, en
Greinarhöfundur í Macchu Picchu.
62 VIKAN
hann fór ffam í smá lækjarsprænu rétt fyrir
utan húsið.
Síðan var varið að sofa. Þunn dýna var
lögð á moldargólfið og við fengum tvö
teppi til að breiða ofan á okkur. Það verð-
ur að viðurkennast að okkur var hræðilega
kalt þessa nótt, enda mjög illa klædd.
Hápunktur ferðarinnar
Þessi tími sem við dvöldum í Cuzco og
nágrenni, svo og staðurinn sem halda
skyldi til næst, Amazon, held ég að óhætt
sé að segja að hafi verið hápunktur ferðar-
innar.
Við flugum til Puerto Maldonado, sem
er smáþorp á bökkum Madre de Dios ánni.
Þorpið er nokkurs konar áfangastaður
gullgrafara, sem eru mikið á þessum
slóðum. Við héldum að við værum nokkuð
vön hitanum, en þarna var mjög þung og
þrúgandi hitasvækja sem hafði lamandi á-
hrif á mannskapinn.
Frá flugvellinum fórum við á opnum
pallbíl til þorpsins sjálfs. Vegurinn var
skrælþurr moldarvegur og urðum við og
farangurinn hreint rosalega skítug á þess-
ari stuttu ferð, sem tók rétt um 10 mínút-
ur.
Bátur beið okkar við bryggjuna og
skyldi hann flytja okkur til Tambo Lodge,
sem átti að vera heimkynni okkar næstu
daga. Þar eru sex kofar, sem reistir eru á
stólpum vegna ýmiss konar skriðkvikinda.
Það var rétt svo að við kæmum farangri
okkar fyrir í herbergjunum, sem í voru
þrjú rúm með moskítónetum. Þama voru
sturtur, en vatnið úr þeim kemur úr
Madre de Dios, og þótt að áin sé dökkbrún
vegna mengunar, var ótrúlegt hvað okkur
þótti við vera orðin hrein eftir slíkan
þvott. Það sem aðallega vafðist fyrir okkur,
var að brusta tennurnar upp úr þessari
drullu.
Krókódílar I baðvatninu
Töfrar ffumskógarins eru ólýsanlegir.
Þegar rökkva tók fóru aparnir á stjá. Við
heyrðum bara í þeim, en þeir komu aldrei
svo nálægt að við gætum séð þá. Ekki gát-
um við skilgreint helminginn af öllum
þeim hljóðum sem við heyrðum, en að
sofha út ffá þessari músík var alveg yndis-
legt.
Margar skoðunarferðir voru farnar um
nágrennið og í einni slíkri fundum við
ágætis hyl til að baða okkur í, ásamt inn-
fæddum á staðnum. Þangað fórum við
tvisvar eftir það gagngert til að baða
okkur.
Farið var til Valencia-vatnsins, þar sem
við gistum eina nótt. Ferðin þangað tók
um sex tíma og var hin áhugaverðasta;
bæði var þar fallegt og svo var þar mikið
dýralíf, sem skemmtilegt var að skoða.
Gististaður okkar við Valencia vatnið var
upphækkaður pallur með þaki. Þar hengd-
um við upp moskítónetin yfir dýnunum.
Reyndust þetta hin bestu rúm.
Um kvöldið rérum við meðffam
bökkunum og höfðum meðferðis vasaljós
sem við beindum að krókódílunum sem
þarna voru í hrönnum. Augun í þeim urðu
eins og sígarettuglóð’þegar vasaljósinu var
beint að þeim. Ekki var laust við að það
færi smá hrollur um þau sem höfðu baðað
sig í vatninu fyrr um daginn, enda fóru
bara tveir þeir hugrökkustu í bað þarna
morguninn eftir.