Vikan


Vikan - 29.09.1988, Side 63

Vikan - 29.09.1988, Side 63
Myndimar hér fyrir ofan sýna útimarkað í Chinchero. Á útimörkuðunum er hægt að gera mjög hagstæð kaup. Lítið þurfti að hafa fyrir morgunmatn- um. Við gátum teygt okkur í banana, en á borðinu var brauð, papaya og kókoshnet- ur. Allur farangur var síðan settur um borð í bátinn, því við ætluðum gangandi í gegn- um ffumskóginn, og átti báturinn að bíða okkar á fyrirfram ákveðnum stað. Leið- sögumaður okkar, Rodrigues, býr í frum- skóginum og treystum við honum því full- komlega. Villst I frumskóginum Ferðin átti að taka um klukkutíma, en tók þrjá tíma því við villtumst! Rodrigues varð að höggva okkur leið í gegn. Sumir urðu mjög skelkaðir og héldu að þeir komust aldrei aftur til mannabyggða. Per- sónulega fannst mér þessi ferð alveg stór- kostleg. Á einum staðnum var ekkert nema aur, en trjádrumbar lágu víða og reyndum við að halda okkur sem mest á þeim, til að blotna sem minnst. Við studd- um okkur við trén til að halda jafnvægi, en einu okkar var það á að styðja sig við mauratré, og þótt það væri bara f fáeinar sekúndur, þá voru maurarnir bókstaflega út um allt á honum. Eftir það óðum við bara beint út í drulluna og komum ekki nálægt trjánum. Loks komumst við á leiðarenda; þreytt, slæpt og ofealega þyrst, enda fórum við létt með að teyga úr tveimur kókoshnet- um hvert. Eftir þessa svaðilför okkar var vel við hæfl að fara og skoða leifarnar af báti Fitz- geraldos, þar sem hann strandaði í frum- skóginum. Það var með töluverðum trega sem við kvöddum Rodrigues og umsjónarmenn Tambo Lodge daginn eftir og hefúr vitn- eskjan um að þetta var endirinn á ffábærri ferð líka haft sitt að segja. Flestir fóru til London tveim dögum seinna, en tveir héldu áfram að ferðast. Ég hringdi í konuna sem ég kynntist í flugvélinni á leiðinni út og tók hún ekki annað í mál en að ég gisti hjá henni. Reyndist hún hin hjálplegasta við skipu- lagningu áffamhaldandi ferðalags míns um Suður-Ameríku. Án hennar hefði ég líklega aldrei lagt út í það ferðalag. Ég fór til Chile, Argentínu, Paraguay, Brasilíu, Ból- ivíu og aftur til Perú. Ekki var þetta við- stöðulaust ferðalag, því pennavinkona mín í Brasilíu gerði dvöl mína þar mun lengri og skemmtilegri en mig hafði órað fyrir. Þegar ég kom aftur til Lima var ástandið þar orðið ffekar slæmt. Miklu meira var um sprengingar og mótmælagöngur en áður. Fyrir þá sem hyggja á svona ferðalag er best að vera við öllu búinn, og ef mann- fjöldi er samankominn til að mótmæla ein- hverju, skal haft í huga að þarna virðist yflrleitt vera skotið fyrst, en spurt svo. Þetta er ekki sagt til að fæla fólk frá, heldur hef ég orðið vör við að sumt fólk gerir sér hreinlega ekki grein fyrir ástandi mála í sumum af þessum löndum. \ý t hinum hrikalega og stórfenglega Moon Valley. í gljúfrunum þar er mikið af snákum. í heimsókn hjá ættbálki einum sem býr við bakka Madre de Dios árinnar í Amazon. VIKAN 63

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.