Vikan


Vikan - 29.09.1988, Qupperneq 66

Vikan - 29.09.1988, Qupperneq 66
spyrja... VIKAN, Pósturinn, Háaleitisbraut 1. Pósthólf 5344,105 Reykjavík Mamma lagar bara til, pabbi vinnur og vinkonan er svo vinsœl Kæri Póstur, Ég er 17 ára stelpa sem á við vandamál að stríða. Það er eins og hvorugt foreldra minna skilji mína réttu skapgerð. Mamma er þannig persóna að það er ekki hægt að leita til hennar þurfi maður ráð. Það eina sem hún gerir allan daginn er að taka til og skamma börnin sín. Stundum þegar það hefúr gerst að ég ætla að fara eitthvað með vinum mínum og hef kannski misst af strætó og bið hana að keyra mig, þá er svarið sem ég fæ að ég skuli þá bara hætta við að fara, ég þurfi þess ekki, og að hún nenni ekki að keyra mig! Oft skammar hún mig líka, eins og ég hafl leikið mér að því að missa af strætó. Pabbi hefur alltaf svo mikið að gera í vinnunni að hann er aldrei heima. Bróðir minn sem er þremur árum yngri en ég, ber enga virðingu fyrir mér eða öðrum í fjölskyldunni, nema pabba, því hann er strangastur í fjölskyldunni og ræður öllu á heimilinu. Hann bróðir minn kallar mig mellu og hóru og blótar manni í sand og ösku. Hann tekur ekkert tillit til þess ef ég þarf að læra eða gera eitthvað og hefur þungarokkið stillt á hæsta inni hjá sér, all- an daginn. Ég á vinkonu sem öllum finnst æðisleg og alltaf þegar við erum saman með öðr- um krökkum þá er hún alltaf númer eitt. Allir tala við hana og ég stend úti í horni og læt mér leiðast. Hún er líka miklu opn- ari en ég. Mér finnst ég aldrei geta talað um mín vandamál því ég held að það verði bara hlegið að mér. Hún virðist aftur á móti vera alveg fullkomin og ekki eiga við nein vandamál að stríða. Mér líður svo hræðilega illa út af þessu öllu saman og vona að Pósturinn geti hjálpað mér. Sara. Póstinum finnst leitt að heyra hvað þér líður illa, Sara. Póstinum sýnist sem aðal vandamálið sé heima fyrir því þegar for- eldrar hafa engan tíma til að sinna bötn- um sínutn og finna ekki þegarþeim líður illa þá er mikið að. Aftur á móti eru alltaf tvœr hliðar á öllum tnálum og á meðan við höfum bara þítia hlið á ástandinu þá er eifitt að kotna með lausn. Pú segir að matntna þín eyði öllum deg- inum í að laga til og skamma ykkur böm- in - og netmi síðan ekki að ke)ra ykkur þangað sem þið þurfið að fara. Hvemig er það - hjálþið þið henni ekkert að laga til þannig að hún hefði kannski meiri tíma til að vera með og tala viðykkur? Kannski er hún þreytt á því að gera allt á heimilinu ein ogfinnst því engin ástceða til að bœta bílstjórastörfum ofan á öll hin. Efástandið er þannig þá getur þú alla vega bœtt þar úr og þegar þið mamtna þín emð búnar að gera það sem þarf, sestu þá niður með mömmu þinni og segðu henni að þér líði illa. Því það er alveg sama hvemig „þer- sónur" mömmur eru, þeim þykir öllum vænt urn bömin sín þó þœr sýni það kannski alltof sjaldan. Pósturinn er viss um að utn leið og þú ncerð góðu satnbandi við mömmu þína þá munu flest önnur vandamál batna. Hún cetti að geta komið á samkomulagi milli þín og bróður þíns - og þú verður auðvitað að kotna til tnóts við hann, kall- ar þú hann t.d. aldrei neinum Ijótum nöfnum? — vcentanlega talar mamma þín um þín mál við þabba þinn og ef þið legg- ið ykkur ÖLL fram þá cetti ástandið á heimilinu að verða betra. Vinkonu þinni líður vœntanlega betur heima en þér hefur gert og því er hún í góðu jafnvcegi. Þegar þér fer að líða vel heitna þá cettir þú líka að kornast í betra jafnvœgi og þá áttu án efa miklu betra með að blanda þér í samrceðumar ánþess að vera alltaf að bera þig satnan við vin- konu þína. Mundu að allir hafa eitthvað gott til að bera og þú kannski eitthvað allt annað en vinkona þína. Efekkert batnar hjá þér þá geturðu allt- af hring í Rauðakrosshúsið, í bama- og unglingasímann sími 62 22 60. Þar er alltaf einiwer við sem tilbúinn er til að tala við þig - og aðra — utn hvaða vandamál sem er. Best er að hringja á auglýstum símatímum sem em milli ki. 3 og 6 á mánudögum, tniðvikudögum og föstu- dögum, en ef þú þarft að hringja á öðmtn tímum þá er þér alltaf svarað. Aðdáendaklúbbur Pet Shop Boys Kæri póstur! Ég er mikill aðdáandi Pet Shop Boys og mig langar mikið til að vita hvort þeir eru með aðdáendaklúbb. Bestu þakkir, Pet Shop Boys aðdáandi Pet Shoþ Boys do EMl Records 20 Manchester Square London W.l England Útsölustaðir: Nœsta Apótek, helstu snyrtiuöruverslanir og betri snyrtistofur. Heildsölubirgðir. íslensk - Danska. S-91-79250 66 VIKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.