Vikan


Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 9

Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 9
og hef mikla samúð með þeim. Þær hafa átt fyrirmyndaríúll- trúa á þingi, sérstaklega er Guðrún Agnarsdóttir til prýði. Ég held að Kvennalistinn hljóti að vera tímanna tákn og tíma- bundið fyrirbæri. Þær vita innst inni að pólitískur mey- dómur er þeim nauðsynlegur til lífs, þær missa sérstöðu sína um leið og þær taka þátt í ríkis- stjóm. En þeim helst það varla Iengi uppi, ef ég get talað svona eins og karlremba." Við ræðum áffam um stjórn- gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku, en þeirri baráttu kynntist hún í Bretlandi. Við vorum þar fram í september á þessu ári og þar kynntist hún fólki sem stendur mótmæla- vakt allan sólarhringinn við sendiráð Suður-Afríku í London. Hún fór að kaupa af þeim bæklinga og fór síðan að taka þátt í starfmu. Við urðum áður en lauk að leyfa henni að standa næturvaktir, nýorðinni sautján ára.“ — Svo við höldum áfram Silja komin til starfa á Þjóðviljanum. Hér lítur hún yfir síðu, sem verið er að setja upp í prentsmiðjunni. „Kannski verður Þjóðviljinn jafn gott leikfang og tímarit Máls og menningar.“ mál samtímans og hvort eitthvað hafi áunnist. „Rót- tæklingar 7. áratugarins ætluð- ust til að fá of miklu framgengt strax, þessi hamagangur hlaut að enda með brotlendingu. Það er ekki hægt að ætlast til þess að heimurinn og alda- gamlar hefðir breytist á nokkr- um árum. Samt hefur margt breyst og ýmislegt áunnist, ég held að það komi betur í ljós með nýrri kynslóð." Baráttan ekki til einskis — Hafa dætur þínar sýnt áhuga á stjórnmálum? „Eldri dóttir mín, sem er 23ja ára, segist hafa fengið of stóran skammt af maóisma og rauðsokkahreyfingunni í æsku, en hún er þrátt fyrir allt mjög meðvituð. Sú yngri er aðeins sautján ára en er orðin virk í stjórnmálum, ég sé fortíðina speglast í henni. Hún er núna varaformaður í samtökum með stjórnmálin, hvers vegna gekkst þú í Aiþýðubandalagið? „Ég man að ég gekk í Al- þýðubandalagið til að styðja Guðrúnu Helgadóttur í próf- kjöri fyrir Alþingiskosningar 1979. Hún komst í fjórða sæti á lista í Reykjavík og þar með á þing í fyrsta skipti. En ég var þá búin að kjósa flokkinn lengi.“ — Hvernig finnst þér sem gamalli kvenréttindakonu hlutur kvenna í flokknum? „Það var mikið áfall nú í haust að engin kona úr Al- þýðubandalaginu skyldi kom- ast í ríkisstjórn. Miklu færri konur en karlar hafa komist til áhrifa í flokknum og þær hafa aldrei náð eins langt og þeir. Þrátt fyrir góð loforð eru karl- arnir í Alþýðubandalaginu ekki jafnréttissinnaðri en þetta, því miður. Ég veit ekki hvort þetta er algerlega þeim að kenna, við konur kunnum ekki eins vel að stefna að settu marki. Konur eru ekki fyrir að trana sér ffarn, þær láta fremur biðja sig en að þær bjóði sig ffarn sjálfar. Konur byrja líka oftast seinna í stjórnmálum, þær vilja eignast börn og geta ekki snú- ið sér að baráttunni af fullum krafti fýrr en þau eru vaxin úr grasi. Kynin eru ekki eins, við eignumst börnin og því verður ekki breytt. Sumar konur af minni kynslóð reyndu að leysa vandann með því að eignast ekki börn, aðrar vildu allt, starf, heimili og börn. En lífs- hamingjan vildi gleymast og mörg hjónabönd enduðu með skilnaði. Jafhréttisbaráttan er svo erfið, „Löng er þessi barátta..." sungum við einu sinni og það eru orð að sönnu. Þegar konur fengu kosningarétt 1915 hefur þeim eflaust fundist þær vera að vinna lokasigur, ekki aðeins áfangasigur. Núna hugsa marg- ar okkar sem svo: „Hvað höf- um við uppskorið effir tíu ára baráttu, allar vökunæturnar og fúndina?" En ég er sjúklega bjartsýn, þetta var ekki til einskis. Börnin okkar hafa allt aðra og meiri möguleika en við höfðum. Þau áttu svolítið skondna bernsku, en reynslan verður þeim vonandi bara til góðs þegar allt kemur til alls.“ Bókin olli fjaðrafoki Silja hefúr skrifað nokkrar bækur og þýtt enn fleiri. Hún gaf út kandídatsritgerð sína um þjóðfélagsmynd íslenskra barnabóka á árunum 1960— 1970, tveimur árum eftir að hún lauk prófi. „Það er leiðin- leg bók, ég var að telja konur með svuntur og annað þess- háttar eins og svo margir aðrir á Vesturlöndum á þessum tíma. En svo skrifaði ég bók sem ég kalla „bókina mína“, „ís- lenskar barnabækur 1780- 1979“. Hún var róttæk og ögr- andi og olli talsverðu fjaðra- foki. Séra Bolli Gústafsson í Laufási skrifaði langa grein í Lesbók Morgunblaðsins um hana og sagði meðal annars að ef þessi bók færi inn í skólana kynnu íslensk börn ekki leng- ur faðirvorið um aldamót! Ólafur Jónsson skrifaði gagn- rýni um bókina sem var svo löng að hún birtist í tveimur tölublöðum af Vísi. Megin inn- takið var um þann hrikalega og stórhættulega kommúnisma sem riði röftum í bókinni, en hann sagði þó að ég væri góð- ur lesandi og mat mitt á ein- stökum höfúndum og bókum væri rétt. Ég skrifaði viðtalsbók við Ingibjörgu Einarsdóttur leik- konu, fyrri konu Halldórs Laxness, sem kom út um síð- ustu jól. Það var gaman að vinna við hana. Nú um jólin kom út bók sem ég þýddi, „Hroki og hleypidómar" eftir Jane Austen. Ég fékk þennan afskaplega fallega ritdóm um hana í DV, það er einn sá vand- aðasti ritdómur sem ég hef les- ið um þýdda bók. Finnst gaman að vinna - Hvernig persóna er Silja Aðalsteinsdóttir? „Ég er mjög dugleg, mér finnst gaman að vinna, en værukær í ffítímum. Þegar ég var skömmuð sem barn var það fyrir leti, en ég hef verið svo heppin að vinna við það sem mér finnst skemmtilegt. Þegar ég á frí finnst mér gott að slaka á og lesa bækur. Mér finnst langmest gaman að lesa Ijóð og skáldsögur, en þó er ég nýlega farin að hafa gaman af ævisögum. Ætli smekkurinn sé ekki að breytast með aldrin- um.“ Eins og áður sagði var Silja ritstjóri Tímarits Máls og menningar, en við því starfi tók hún árið 1982. „Ég kom inn sem meðritstjóri Þorleifs Haukssonar. Síðan fór hann úr landi og skildi mig eftir með tímaritið. Þetta er skemmti- legasta starf sem ég hef unnið og fyrir mér verður Tímarit Máls og menningar alltaf merkilegasta tímarit í heimi. Það var skemmtilegt leikfang. Ég held að Þjóðviljinn verði seint eins góður vinnustaður og’ Mál og menning en kannski verður blaðið jafngott leik- fang.“ — Hvernig líst þér á að taka til starfa á Þjóðviljanum? „Mér finnst alltaf gaman að reyna eitthvað nýtt. Ég hef haft áhuga á landsmálum og stjórn- málum yfirleitt frá því ég var stelpa og þetta starf gefur ýms- um hliðum á mér tækifieri til að njóta sín sem hafa verið bældar í tíu ár, eða allt frá því ég hætti í Rauðsokkahreyfing- unni. Þegar ég var úti í Bret- landi í fyrra var ég í myndlist- arnámi og ákvað að að innrita mig í Myndlistaskólann þegar ég kæmi heim í haust og halda áffam listadundinu. Síðan kom þetta tilboð frá Þjóðviljanum og næstu mánuði mun ég í mesta lagi teikna krassmyndir við símann á meðan stjórn- málamennirnir anda niður á hálsinn á mér.“ □ 2.tbl. 1989 VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.