Vikan


Vikan - 26.01.1989, Qupperneq 12

Vikan - 26.01.1989, Qupperneq 12
Hljómsveitin Sidi Bel, Michael Solves á trommum, Katla söngkona og Freddy Solves á hljómborð. Mér finnst svart fólk yfirleitt besta tónlist- arfólkið og hrífet mjög af öllu sem það ger- ir — ég held einna heist að ég hafi tilheyrt svartri íjölskyldu í fyrra lífi, ef það hefur verið tfi, því ég hrífst svo innilega." Það kom dálítið á óvart þegar Katla sagði að hún hefði verið mjög stressuð í þættinum hjá Hemma Gunn. Það var alls ekki að sjá, auk þess sem þar var sagt að hún væri alvön sviðsljósunum. ,Jú, ég hef komið fram í sjónvarpsþáttum, en aldrei í beinni útsendingu fyrr. Við höfum komið fram í ýmsum þáttum á Spáni og erum auðvitað oft með hljómleika. í Barcelona var ég í 17 manna hljómsveit sem spilaði í „Sutton Music Hall“ þar í borg. Við vorum fjórir söngvararnir, tveir strákar og tvær stelpur — ég og önnur sem var miklu eldri en ég. Við skiptum með okkur verkum, einn strákurinn sá t.d. um að syngja „salsá'-tónlist — sem er suður-amerísk tónlist sem mér finnst mjög skemmtileg. Ég söng aftur á móti lög sem höfðuðu sér- staklega til ungs fólks. Fólk fékk þarna sitt kaup, en „Music Hall“ bindur mann svo og ég sá að ef ég ætti að geta gert eitthvað sem mig langaði til þá yrði ég að hafa mína eigin hljómsveit. Ég fékk tvo stráka sem höfðu verið að spila með mjög þekktum hljómsveitum á Spáni til að stofha með mér hljómsveit í janúar 1987, en þeir heita Michael Solves sem er á trommum og bróðir hans Freddy Solves hljómborðs- leikari, og við stoftiuðum hljómsveitina Sidi Bel. Við höfum verið að æfa, semja og haldið marga tónleika. Okkur hefur verið mjög vel tekið, enda fólkið þarna opið fyrir öllu nýju. Ný plata á leiðinni Við erum búin að taka upp plötu og hún er nú hjá nokkrum útgefendum úti. Það á eftir að ákveða hver muni gefa hana út. Ég vil helst að það verði einhver þeirra stóru. CBC kemur til greina og ég fór og talaði við þá. Þeir spurðu mig hvers konar tónlist okkur langaði til að spila. Ég sagði þeim að við vildum spila alvörutónlist og syngja alvörutexta, ekki eitthvert merkingarlaust þvaður. Þá sögðu þeir mér að það væri hættulegt fýrir tónlistarmenn sem vildu koma sér á framfæri að vera með slíkar væntingar, þetta væri ekki hægt. Á meðan við værum óþekkt yrðum við að spila selj- anleg lög — lög sem virka eins og konfekt- molar; góðir og síðan búnir. Mig langaði líka til að syngja á ensku því mér finnst enska eins konar „tungumál tónlistarinn- ar“, en Spánverjar tala yfirleitt mjög litla ensku og mér var sagt að það kæmi ekki til greina að við syngjum á ensku. Ég skil hvað þeir hjá útgáfúnni eiga við og ég hef verið að reyna að koma strákunum í skiln- ing um þetta, en þeir eru ekki ánægðir. Ég held þó að mér takist að tala þá til,“ segir hún og brosir dálítið dularfullu brosi. „Ef við aftur á móti förum til smærri út- gefenda þá fengjum við að ráða meiru um tónlistina sem við flytjum. Og stundum hef ég verið að hugsa til hvers að verða þekkt og vinna okkur inn mikla peninga. Okkur líður svo vel að spila svona saman. Við spilum á mörgum litlum stöðum þar sem okkur er vel tekið og erum í nánum tengslum við fólkið. Hlustum á og kynn- umst mörgum þekktum og frábærum tón- listarmönnum. Hvað viljum við meira? Lít- um til dæmis á Christinu Onassis, ríkustu konu heims! Ekki færðu peningarnir henni mikla hamingju. Á meðan ég hef tónlistina þá líður mér svo vel.“ Katla segir að íslensku hljómsveitirnar Mezzoforte og Sykurmolamir heyrist oft á spænsku útvarpsstöðvunum, sem hún seg- ist vera mjög glöð yfir. Þeir síðarnefndu héldu hljómleika í Barcelona á síðasta ári og auðvitað mætti Katla. „Það var mjög mikil og góð stemning og margt fólk mætt. Spánverjum finnst Björk mjög góð söng- kona og hljómsveitinni var ffábærlega vel tekið. Ég var svo stolt og ánægð að mig langaði helst að vera með íslenskan fána og veifa honum!“ Opal og Nóa Lítill hundur er á heimilinu þar sem við- talið fer ffam og hann gerir sér dælt við Kötlu. „Það verður gott að koma heim aftur,“ segir hún, „og hitta hundana mína tvo aftur. Veistu hvernig hundar það eru?“ Og þegar hún fær neitandi svar, þá dregur hún upp mynd af tveim hvítum, loðnum hundum með uppbrett eyru og hringaða rófu. „Þeir eru yndislegir og heita Opal og Nóa!“ Katla segir að þegar hún sé í fríi þá finnist sér mjög gott að fara í gönguferðir 1 2 VIKAN 2. TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.