Vikan


Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 16

Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 16
má eflaust bæöi finna jákvæöar og nei- kvæðar hliðar eins og í lífinu sjálfu. Meöal frændþjóðanna er kráarlíf líklega hvaö blómlegast í Danmörku og er þar hundruð ára hefð að baki. Það sem við köll- um krá eða knæpu kalla Danir ýmist værtshus, krá eða bodega. Danskur þjónn gaf þá skýringu að værtshus héti það ef gengið væri niður eina eða fleiri tröppur, bodega væri í hliðargötum og úthverfum og oft seldur matur þar líka, en dæmigerð krá væri við þjóðvegi landsins þar sem bæði væri hægt að fá mat og gistingu. Nýjasta viðbótin eru svo einskonar kaffihús í fransk- amerískum stíl, þar sem í boði er matur, öl og vín - en líka kaffi, sem sjaldnast fæst á hinum stöðunum. Vikan var í Kaupmanna- höfn skömmu fyrir jól og leit inn á nokkrar ólíkar krár eða ölstofur til að kanna bjór(ó)menninguna þar og venja sig við það sem koma skal hér... „...hér lægju nú allir dauðir undir borðum ef...“ HVIIDS VINSTUE, við Kongsins Nýjatorg nr. 19, er ekta vertshús og eitt það elsta og frægasta í Kaupmannahöfn, stofnað árið 1723. Staðurinn hefur litlum breytingum tek- ið frá uphafi og í einu af fimm herbergjum hans hangir teikning Örlygs Sigurðssonar af nokkrum íslenskum fastagestum í gegnum tíðina. Það eru m.a. Jón Sigurðsson, Jónas Hallgrímsson og Sverrir Kristjánsson sagn- fræðingur. Enn er Hviids Vinstue vinsæl Is- lendingakrá og er engan veginn óhætt að gaspra hátt um náungann við næsta borð. Hviids Vinstue er oftast þéttsetin, enda staðsett í hjarta borgarinnar. Fólk kemur þar við eftir vinnu eða verslunarferð í þænum og svo á kvöldin til að sýna sig og sjá aðra. Það sunnudagssíðdegi sem við Vikukonur vor- um þar var troðfullt út úr dyrum og þjónarnir með hvitu síðu svunturnar á hlaupum við að bera á borð jólabrugg bjórverksmiðjanna og ekki síður eigin jólaglögg, þá bestu í heimi. Uppskriftin er gamalt hernaðarleyndarmál að öðru leyti en því að notað er rauðvín, púrtvín, koníak og romm. Enginn sykur er notaður heldur eru rúsínur látnar liggja í vín- inu, ásamt kryddi í ákveðinn tíma og síðan fjarlægðar. Glöggin er svo borin fram með einni möndlu og ferskum rúsínum og er sannarlega krassandi góð - enda með 18% vínanda. Við komumst að raun um að fjöldi fólks kemur einungis í Hviids Vinstue í desember til að bragða þessa fágætu jóla- giögg. Tvær ungar stúlkur, Jette og Rikke, voru í sinni árlegu pílagrímsferð og voru á öðru glasi er við svifum á þær. Aðspurðar um vertshúsaferðir almennings sögðu þær að ákveðinn hópur fólks færi sjálfsagt daglega á sína föstu krá til að hitta kunningjana og fá sér ölglas, en almennt töldu þær að fólk færi svona í mesta lagi tvisvar til þrisvar í mánuði á þessa staði. Hinsvegar þóttust þær vissar um að flestir landar sínir drykkju a.m.k. einn bjór á dag. Þjónninn okkar, eldri maður sem unnið hefur þarna í mörg ár, sagðist sjálfur drekka sjö pilsnera á dag en ekki þorði hann að áætla hversu mikið aðrir drykkju, né hve oft þeir kæmu á vertshús. Hann benti bara á glaðvært fólkið í kringum okkur og sagði að yfirleitt væri staðurinn fullur af kátu fólki sem kæmi til að blanda geði við aðra yfir öl- eða vínglasi. Hann var yfir sig hlessa á bjórbanni á íslandi, „hér lægju nú allir dauðir undir borðum ef á borðunum væri eintómt brenni- vín I staðinn fyrir bjór og glögg." Er hér var 1 6 VIKAN 2. TBL 1989 Kirsten og Frank á Det Hvide Lam. Verslunarferð að baki og heima bíða bömin. Þjónninn á Hvíta lambinu situr á „kontórnum" þegar hann má vera að. Hér tekur hann upp tvo „græna“ með bros á vör. komið sögu kom Hjálpræðisherinn inn, tróð sér á milli borðanna og hóf að flytja jólalög við mikla hrifningu. Hvenær skyldi Hjálp- ræðisherinn hér marséra inn á Fógetann? „Þú verður glaður af öli en fullur af brennivíni“ DET HVIDE LAM, við Kultorvet er lítið vertshús frá 1807 og það næstelsta í Kaup- mannahöfn að sögn þjónsins á staðnum. Það hefur sama gamla yfirbragðið og Hviids Vinstue, brúna veggi sem upphaflega voru hvítir, en heldur minni virðuleikablæ. Á miðju gólfi er lítið billjarðborð sem enginn hafði áhuga á þessa stundina, uppúr hádegi á laugardegi, enda fremur fáir gestir inni. Fastagestir eru mest áberandi á Det Hvide Lam og lengi var haldið í gamla siði. Það eru t.d. aðeins tíu ár síðan konum var loks heim- ilaður aðgangur í helgidóminn. Ung hjón sátu við eitt borðið og sötruðu bjór. Þau heita Kirsten og Frank, voru að koma úr verslunarferð og langaði að setjast niður og fá sér einn bjór áður en þau færu heim til barnanna. Kirsten sagðist varla fara á ölkrá nema tvisvar í mánuði en Frank skreppur kannski einu sinni til tvisvar í viku. Þau drekka yfirleitt grænan Tuborg (veikasta tegundin) nema þegar jóla- eða páska- bruggið er í boði. Heima drekka þau oft bjórglas með mat eða yfir sjónvarpinu. - Ef enginn væri bjórinn? Sú spurning hafði nú ekki hvarflað að þeim. „Maður yrði örugg- lega blindfullur eftir kvöldstund á vertshúsi ef maður neyddist til að drekka bara sterka drykki," sagði Kirsten. „Enginn bjór! Það er skrýtin hundalógikk hjá ykkur,“ bætti Frank við gapandi af undrun. Næst settumst við hjá nokkrum miðaldra karlkyns fastagestum. Þeir reyndust vel spaugsamir og kváðu staðinn vera „kontór þar sem þeir kæmu saman til að skiptast á lygasögum" og „styðja hvern annan á hinum erfiðu tímum". „Hér hef ég til dærnis," sagði húmoristi einn með pókerfés, „lesið allt um afurðir Mjólkursamsölunnar (Mjolkursamsal- ans produkter) og þegar mig hefur gripið ó- segjanleg löngun í jógúrt, hefur þessum vin- um mínum tekist að forða mér frá þeirri freistni." Hann bætti við að auk lygasagn- anna færi drjúgur tími í að tala illa um eigin- konurnar yfir bjórglasi og svo væru þeir Ijúfir eins og lömb er heim kæmi. „En ef við hefð- um bara Molkursamsalans produkter hér þá

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.