Vikan


Vikan - 26.01.1989, Qupperneq 23

Vikan - 26.01.1989, Qupperneq 23
Glaðvaer og skrautlegur bama- hópur á leikskólanum við Síðusel á Akureyri. Bömin læra söngva vikuna fyrir öskudag og £ara síðan syngjandi í einum hóp í miðbæinn þar sem kötturinn er sleginn úr tunnunni. hvar þau eru að ganga. Öskudagur er lengi í minnum hafður í hugum þeirra yngstu," sagði Halla Steingrímsdóttir um ærslin á öskudaginn á Akureyri. Hún er forstöðu- maður bamaheimilisins Síðusels og fer með tugi barna í litríkum búningum þar sem hasarinn er mestur. í miðbæinn. Ærsladagurinn var dagur iðrunar „Krakkar á Akureyri taka virkan þátt í öskudeginum fram undir fermingu og það er alltaf mikill metingur um hverjir hala mest inn af gjöfúm. Þau taka sig saman og mynda oft stóra hópa sem vaða um allan bæ á milli fyrirtækja og sníkja góðgæti með því að syngja nokkur lög. Fólk hefur þá birgt sig upp af sætindum eða gefur peninga. Á barnaheimilunum málum við börnin, en foreldrar hafa yfirleitt klætt þau í einhverja búninga heima. Við kennum þeim að syngja tvö eða þrjú lög nokkrum dögum áður, m.a. Allir hlæja á öskudaginn. Síðan fer öll hersingin niður í sælgætis- verksmiðjuna Lindu og fær þar gott í poka. Eftir að hafa fylgst með í miðbænum, gengið og sungið höldum við eins konar grímuball eftir hádegi á barnaheimilun- um,“ sagði Halla. Fyrr á öldum var öskudagur dagur iðr- unar, ekki gleði. Kaþólskir prestar tóku leifar af pálmum sem voru vígðir á pálma- sunnudag og brenndu þá til ösku. Síðan gerðu þeir krossmark með öskunni á enni þeirra sem sóttu kirkju á öskudag til iðrun- ar og yfirbóta synda þeirra. Þetta lagðist síðan af í flestum löndum eftir siðabreyt- inguna á sextándu öld. Smám saman breyttist öskudagurinn í dag ærsla í beinu framhaldi af kjötkveðjuhátíðunum sem við þekkjum erlendis ffá. Hérlendis standa bolludagurinn og sprengidagurinn fyrir því sama. En askan sem prestarnir út- deildu hefúr lifað á annan hátt. í formi öskupoka. Austurlensk böm? Ekki aldeilis heldur íburðarmiklir ösku- dagsgallar, sem mikil vinna hafði verið lögð í. Stundum hittast norð- lenskar konur kvöld eftir kvöld til að sauma saman búningana og skapa stemmningu fyrir öskudeginum. Sú sætasta. Þessi indíána- hnáta var forviða yfir öllu tilstandinu í kringum öskudag- inn en ánægð með sælgætispokann. 2. tbl. 1989 VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.