Vikan


Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 25

Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 25
Þrír keppendanna í fyrra máta föt í verslun JMJ á Akureyri fyrir keppnisdaginn og bregða á leik með starfsmönnum þar. Þeir Stefán Pétursson, Hlynur Jónsson og Einar Karlsson eru hér mældir í bak og fyrir. UÓSM.: GUNNLAUGUR RöGNVALDSSON Leit haffin að Herra ísland 1989 Sam-útgáfan tekur þátt í keppnishaldinu „Það er til fullt af myndarlegum kari- mönnum hérlendis, við vorum bara prófsteinn á svona fegurðarsam- keppni. Ég er viss um að keppnin á eftir að verða miklu umfangsmeiri,“ sagði Reykvíkingurinn Amór Diego eftir að hafa hlotið nafnbótina Herra ísland í samnefndri keppni í fyrra. Hann hafði á réttu að standa því keppn- in í ár verður enn veglegri og lokakeppnin mun fara fram á Hótel fslandi í apríl. Sam- útgáfan, með tímaritin Samúel og Vikuna í fararbroddi, mun aðstoða við skipulag hennar og kynna keppendur, en nokkrir vaskir Akureyringar bera hita og þunga af skipulaginu eins og í fyrra. „Við vorum virkilega ánægðir með mót- tökurnar í fyrra. Það voru fáir jákvæðir gagnvart keppninni í byrjun, en það rætt- ist úr öllu og áhuginn sem skapaðist sýnir að svona keppni á rétt á sér ekki síður en fegurðarsamkeppni kvenna. Við búumst við miklum áhuga í ár,“ sagði Sveinn Rafhsson, sem er einn skipuleggjenda keppninnar. Það var mikil stemmning í kringum keppnina í fyrra í skemmtistaðnum Zebra á Akureyri og húsfylfir af áhorfendum og komust ferri að en vildu. Því verður keppnin nú haldin á Hótel íslandi og ekk- ert til sparað. Góð verðlaun verða í boði fyrir sigurvegarann, sem verða kynnt nán- ar síðar. Þegar er farið að taka við ábend- ingum varðandi keppendur. Þeir sem hafa áhuga á að keppa eða vita um vænlega keppendur geta haft samband við Svein hjá Stjörnusól á Akureyri í síma 96-25856. Herra ísland 1988 Amór Diego og Anna Margrét Jónsdóttir sem var Ungfrú ísland þegar Amór var valinn. 2. tbl. 1989 VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.