Vikan


Vikan - 26.01.1989, Side 29

Vikan - 26.01.1989, Side 29
Moska í Bagdad. Hvolfþakið og spíran eru þakin gulli. Það var skotið upp flugeldum. Þá var verið að fagna því að írakar höfðu sigrað í ein- hverri sjóorrustu. Því var líka fagnað í sjónvarpinu í marga daga þegar konumar voru að aflienda heimanmundinn sinn. Við giftingu verður eiginmaðurinn að gefa brúði sinni gull fyrir 2000 íraska dínara. Dínarinn var þá um 150 krónur. Þetta á að verða trygging fyrir þær ef eitthvað kemur fyrir þær í hjónabandinu. Konumar urðu að lána þetta guil til að styðja stríðsreksturinn. Ég man ekki hvað söfhuðust mörg tonn af gulli til að fjár- magna stríðið. En konumar fengu aliar kvittun ásamt loforði um að þetta myndi endurgreitt síðar.- Þarna komu líka karlar með stresstösk- umar sína og lögðu til peninga. Við mynd- um iíklega hafa skrifað ávísun en þeir komu með gull eða reiðufé því þeir nota ekki ávísanir eins og við gemm. írak er karlmannasamfélag — Hvernig er að vera kona í múhameðs- trúarlandi? - Við fúndum ekki svo mikið fyrir því að það væri erfitt. Þó er þetta karlmannasam- félag. Við vomm þó að mörgu leyti frjáls- ari í Nígeríu heldur en í írak. Við fúndum fyrir því hve lítið er hægt að gera. Þegar farið er út á götu í evrópskum föt- um þá vekur það athygli, ekki síst karl- mannanna. Þeir flauta og reyna jafnvei að snerta ef þeir komast nógu nærri. Bryndís dóttir mín fór líka út á götu í þeirra bún- ingi ásamt vinkonu sinni og það var mikill munur. Þá kom fram hvernig írakar em gagnvart konum. Henni fannst þeir mdda- legir og jafnvel dónalegir. Kannski hafa þeir sumir hverjir lesið eða séð það í kvikmyndum að vestrænar konur séu frjálslegri í fasi og klæðaburði en austrænar konur og hafa því gert sér þær hugmyndir að ýmislegt sé leyfilegt. Sérstaklega varð Bryndís fyrir því þegar farið var út að versla að ungir hermenn fylgdu á eftir og vildu jafnvel aðeins snerta ef mögulegt var. En þeir hörfuðu ef við snemm okkur snögglega við og höstuðum á skarann. Maður áttaði sig ekki ftrax á því að þeir væm raunverulega að elta okkur. íraskir karlmenn hafa kannski gert sér þær hugmyndir um hvítar konur að allt sé leyfilegt. Þeir elta þær á götum og bíða heima við hliðið og reyna að kíkja ef farið er í sólbað. Heimsókn í mosku — Hvað er að segja um trúarbrögðin og ferð ykkar í mosku sem er algjörlega for- boðið kristnum? — Hugmyndin vaknaði hjá einum íraka sem vann hjá manninum mínum en hann vildi endilega að við fengjum að kynnast sem flestu um írak. Hann fékk kufla hjá frænkum og öðmm skyldmennum og lét okkur klæðast þessum fötum. Hann Iagði áherslu á að við yrðum að hafa mjög vel fyrir andlitinu svo aðeins sæist rétt í aug- un. Ásta Rós var yngst og bara barn svo það var allt í lagi með hana en hárið varð að hylja vel. Það má ekki sjást. Mér skilst að í hugum þeirra sé hárið óhreint. Þegar inn í moskuna kom þá kom þar á móti okkur maður með körfú og benti okkur á að fara úr skónum. Kannski hefur þessi kunningi okkar greitt fyrir að við fengjum að fara þarna inn. En inn fómm við og það var fúrðuleg reynsla. Konumar virtust margar hverjar koma þarna á morgnana með bömin sín og sitja lengi dags. Þarna fara ffarn bænastundir meðal annars. Þarna kemur fólk á öllum tímum. Það er stöðug umferð. Moskan skiptist þegar komið er inn í anddyrið. Þá er þetta eins og stór hringur utan um tvo minni hringi. Þetta em eins og þrjú stig. f ysta hringnum getur fólk borðað og spjall- að saman en í þeim næsta em flestir að lesa Kóraninn. En í þeim innsta þar er Allah. Þar er eins konar altari með rimlum fyrir, líkist mest búri. Þar við sitja konur öðm megin og karlar hinum megin. Þar talar fólk við Guð sinn. Það sér enginn inn í þetta búr eða inn fyrir þessa rimla svo Allah er vafalaust ímyndaður. Þetta er allt mjög skrýtið. Fólk ákallar sinn guð, hendir inn peningum, kallar og grætur með mikl- um tilþrifum. Þarna er beðist fyrir. Að þessu loknu fer fólk inn í sali eða tvö stór herbergi og biðst enn fýrir. Daglegt líf er mjög nátengt trúnni og trúarlífi. Annars finnst manni stundum fylgja þessum sí- felldu bænum nokkur hræsni og að hugur fylgi ekki alltaf máli. Annars fór Bryndís tvisvar í mosku með vinkonu sinni og klæddist þá þessum 2. tbi. 1989 VIKAN 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.