Vikan


Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 31

Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 31
Asta Rós, Magnús og Pamela. frakar Ifta niður á Egypta — Já, það er kúnstugt að heyra hvemig írakar líta niður á Egypta vegna þess að þeim þykir að þeir séu ekki heiðarlegir. Það komu margir Egyptar til fraks á meðan á styrjöldinni stóð því það vantaði svo mikið vinnuafl. Egyptamir unnu líka störf sem írakamir vildu ekki sjálfir vinna. Egyptarnir fóm því til íraks til að fá vinnu og afla peninga sem þeir fengu ekki heima. En nú er þetta breytt aftur. írak er í sámm eftir stríðið og Egyptamir hafa ver- ið sendir til baka. írakar vom alltaf á varð- bergi ef þeir vissu að það var Egypti sem afgreiddi þá við verslun og gættu þess að fá rétt til baka. Og þetta er nokkur sann- leikur. Egypti reynir oftast að plata þig. Þetta er raunverulegt. Við urðum vör við þetta síðar í Egyptalandi. Það var ódýrt að versla í Egyptalandi en fátæktin er mikil. Egyptamir reyna að selja ferðamönnum allt á tvöföldu verði en em gætnari gagn- vart þeim sem búa í Iandinu og þekkja eðlilegt verðlag. Ársdvöl í Egyptalandi — Loks dveljið þið í Egyptalandi. Hvað vom þið lengi þar? — Ég var þar í eitt ár. Við bjuggum í Kairó. — Hvernig lýsirðu Egyptalandi ef þú berð saman við þau lönd sem þú dvaldir í áður? — Það er ffjálsara andrúmsloft og miklu meira að sjá. Fátæktin er þó geysilega mik- il og áberandi eins og í Nígeríu. Það var heillandi að ferðast um Egyptaland og koma á staði eins og að pýramídunum. Það er viss mögnuð tilfinning að koma upp að þeim og sjá þá. Maður gerir sér ekki grein fyrir hvað þeir em mikilfenglegir og mikil mannvirki fyrr en maður kemur upp að þeim. Maður skilur ekki hvernig þessi mannvirki hafa verið gerð. Það er líka eftirminnileg heimsókn okk- ar í þjóðminjasafhið. Múmíurnar vom at- hyglisverðar. Þetta er geysistórt safn og mjög margt fróðlegt að sjá. Egyptaland er byggt upp af túrisma. Mér skilst að meirihluti af tekjum þjóðarinnar komi frá ferðamönnum. Evrópsk áhrif em ekki mjög áberandi finnst mér. Annars skildist manni að flestu hefði hnignað nokkuð síðasta áratuginn. Fátæktin aukist og flestu farið aftur. Við ferðuðumst nokkuð víða um Egyptaland og fómm meðal annars til hafnarborgarinnar Alexandriu. Þar er betra loftslag og þar getur maður farið á baðströnd og haft það geysilega gott. Mér líkaði mjög vel við þá Egypta sem ég kynntist. Ef ég á að lýsa mismun á and- rúmsloftinu í Egyptalandi og írak þá fannst mér að maður yrði meira var við trúar- brögðin í Egyptalandi svo skrýtið sem það er. Þeir halda til dæmis heilagan tungl- mánuð eða Ramadan eins og í öllum þess- um arabalöndum. Maður varð bara meira var við þetta í Egyptalandi. Á þessu tíma- bili borða þeir ekkert frá sólarupprás tU sólarlags í heilan mánuuð. — Hvenær er tunglmánuður eða Ram- adan? — Það er mismunandi. Hann færist til frá ári tU árs eftir tunglgangi. Ég kann ekki frekari skýringu á því. Það má nefha að umferðin í Egyptalandi er alveg hræðUeg eins og í hinum löndun- um sem ég hef lýst. Einu skiptin sem lítil umferð var það var á kvöldin þegar Ram- adan stóð yfir. Þá var aflétt banninu við að borða. Maður fann hvað fólk var áberandi stressað þennan Ramadanmánuð því það mátti ekki neyta neins. Það mátti ekki borða né drekka vatn, og ekki reykja. Stórfljótið Níl rennur í gegnum Kairó og setur mikinn svip á borgarlífið. Það er geysileg lífcreynsla að sigla á NU á eftirlík- ingu af papýrusbát, hvort sem er að degi eða kvöldi. Maður upplifir ákveðna stemmningu og rennir huganum tU fortíð- arinnar. Þó andrúmsloftið hafi að vissu leyti ver- ið frjálsara í Egyptalandi þá kynntist ég fólkinu í írak miklu betur. Mér fannst ír- akar einhvem veginn opnari og mér finnst að ég hafi kynnst innviðum fólksins betur í írak ef svo má að orði komast. - Hvemig var með skólagöngu dætr- anna? — Yngri dóttir okkar, Ásta Rós, hefði átt að fara í 6. bekk heima á þeim tíma sem við vomm í Kairó. Hún sótti amerískan einkaskóla sem í vom um 1600 nemendur af 54 þjóðemum. í þessum skóla var aUt tU aUs. Þetta var mjög góður skóli og hún hafði mjög gott af. Heima er best — Þegar þú lítur tU baka eftir þessa þriggja landa sýn þá er þetta kannski reynsla sem þú hefðir ekki viljað fara á mis við. Hvað vUtu segja að lokum þegar þú berð þessar þjóðir saman við okkar sam- félag þar sem allir virðast heldur óánægðir og segjast lepja dauðann úr skel og hafa ekki mannsæmandi laun? — Ég held að þessi ferðalög mín hafi ver- ið mjög þroskandi. Ég kann miklu betur að meta það sem ég á og það sem ég bý við en áður. Við eigum stórkostlegt land. Að hugsa sér tU dæmis að geta dmkkið vatnið beint úr krananum. Við höfum áreiðanlega besta vatn í heimi. Við getum opnað gluggann og fengið ferskt loft inn án þess að allt fyllist af flugum og öðmm skordýr- um. Við getum ekið aðeins örfáa kilómetra út fyrir bæinn og verið þar ein með sjálf- um okkur. Mér finnst þegar ég lít tU baka að í rauninni gætum við haft það svo gott. Við vanmetum það sem við höfum og það sem við búum við. Barlómurinn á ekki við þegar við lítum tU þessa fólks í löndum eins og írak sem er stríðshrjáð, og Nígeríu og Egyptalands. Fátæktin er svo hræðileg. Maður horfir á berfætt börnin borða úr ruslagámunum, mæðumar slást tU að fá einn hrísgrjónapakka. í þessum löndum er öllu stolið steini léttara til að reyna að bjarga sér. Þegar þetta er haft í huga þá er það eiginlega til skammar hvemig við hugsum og eyðum. □ 2. Ibl. 1989 VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.