Vikan


Vikan - 26.01.1989, Síða 33

Vikan - 26.01.1989, Síða 33
gjaldþrota en þá kom gamall kunningi okkar í heimsókn, aumkaði sig yflr pabba og keypti af honum formúluna að svaladrykknum fyrir slikk... Þið vitið ábyggilega hvernig það endaði." Neðan- sjávar- reiðhjól og aðrir gagnlegir hlutir Á árunum 1962 til 1977 fékk Bretinn Arthur Paul Pedrick einkaleyfi fyrir 162 uppfinningum. Engin þeirra hefur ennþá verið sett á mark- að til almenningsnota. Meðal uppfinninga hans voru neðan- sjávarreiðhjól, gleraugu til að sjá einstaklega vel með í rign- ingu og útbúnaður til að geta ekið biffeið með því að sitja í aftursætinu. Uppfinningar hans voru yfirleitt nokkuð flóknar en meðal þeirra flóknustu var fjarstýrður golfbolti sem hægt var að stýra á flugi. Einhverra hluta vegna hafa golfleikarar ekki ennþá séð ástæðu til að taka svoleiðis bolta í notkun. En úr því að minnst er á uppfinningar þá eru tölvur orðnar svo fúllkomnar nú á tímum að þær geta gert margt betur en dauðlegir menn. Þær geta til dæmis gert enn stór- kostlegri glappaskot ef svo ber undir. Þegar tölvurnar sjá um launa- greiðsluna Franskri konu sem vann í vefhaðarverksmiðju, og hafði innan við þrjátíu þúsund krón- ur í mánaðarlaun, brá heldur en ekki í brún þegar hún fékk vikulaunin sín greidd einn góðan veðurdag. Hún bjóst við að fá rúmlega sjö þúsund krón- ur en í staðinn fékk hún sjötíu og tvær milljónir áttahundruð fjörutíu og sjö þúsund fimm- hundruð og nítján krónur og sextíu aura. Ávísunin hafði verið skrifúð út af tölvu og mistökin voru auðvitað leið- rétt við fýrsta tækiferi. En það var öllu verra með enska bóka- vörðinn sem fannst látinn úr hjartaáfalli í ganginum sínum. Hann hélt á bréfi í höndunum: Það var frá skattstjóranum og í því stóð að hann skuldaði rúm- lega þrjá milljarða (meira en þrjú þúsund milljónir) í skatta. Aumingja maðurinn hafði ekki nema rúmlega fjögur hundruð þúsund krónur í árslaun og skuldaði ekkert í skatta. Þetta voru bara duttlungar einhverr- ar tölvunnar. Árið 1975 var sett upp ný tölva á bæjarskrifstofunni í bænum Avon á Englandi. Hún átti að reikna út og greiða laun. Hún var nokkuð stórtæk í fyrstu og greiddi gangaverði barnaskólans átján þúsund krónur á tímann í staðinn fyrir hundrað og áttatíu krónur. Þá fékk hún líklega bakþanka og borgaði starfsstúlkum mötu- neytis bæjarins ekki krónu í sjö vikur. En áður en langt um leið var tölvan komin í gott skap aftur og borgaði nú ein- um af öskukörlum bæjarins næstum því heila milljón í vikulaun. Öskukarlinn endur- sendi ávísunina en fékk þá bara aðra ávísun, með sömu upphæð, viku seinna. Og nú fór heldur betur að slá útí fyrir henni. Hún borgaði konu lögreglustjórans væn árslaun í hverjum mánuði, forstjórar ýmissa bæjarfyrir- tækja fengu minna í laun en sendlamir þeirra. Sumum var gert að greiða meiri skatta í hverri viku en þeir þénuðu á heilu ári og svo mætti lengi telja. Ekki hafði þessi hugmynda- ríka tölva verið lengi við lýði þegar almennur borgarafúnd- ur var haldinn út af hegðun hennar. Þar kom í ljós að að- eins átta af starfsmönnum bæjarins höfðu fengið launin sín greidd rétt. Þeir fóru allir í verkfall en viðskipti fólksins við tölvuna enduðu auðvitað með því að hún var endanlega tekin úr sambandi. □ Hróbjartur Lúðvíksson skrifar: Stigið á stokk um áramót Jólasveinavertíðin var víst ekki svo af- leit að þessu sinni þrátt íyrir allan bar- lóminn fyrir jólin. Að minnsta kosti láta ekki allir kaupmennirnir fyrir sunnan illa yfir sér. Meira að segja hér (yrir norðan fór jóla- sveinahaldið vel fram. Ég sakna þess þó að ekki skuli vera meiri kyrrð og ró í kringum hátíðarhaldið eins og í gamla daga í staðinn fyr- ir allan eriliim og stússið. Ég reyndi þó að halda still- fngu minni og sýndi afaleg tilþrif og fór með tvö af barnabömunum í kirkju á aðfangadagskvöld. En þau voru óróleg og ég held ég geti fúllyrt að jólaguðspjallið hafi farið fyrir ofan garð og neðan. Þau vissu að jólapakk- arnir biðu heima. Krakka- greyin virtust bara undrandi á þvi hvers vegna þau þyrftu að sitja svona lengi í kirkj- unni. Litli snáðinn spurði hvíslandi af hverju prestur- inn væri svona klæddur, af hverju hann væri ekki I jóla- sveinabúningi. Það er kann- ski engin furða þótt börnin spyrji. Og nú eru áramótin einnig að baki. Áramótin eru mörg- um tímamót heitstrenginga og góðra fyrirheita. Þá er stigið á stokk og þess strengt heit að bæta ráð sitt og hætta að reykja, hætta að drekka og jafnvel er því heitið að hætta að taka í nefið. Mér hefur allt- af verið heldur hlýtt til þess- ara örfáu ósiða sem ég hefi verið haldinn um ævina þó mér hafi stundum orðið hált á sumum þeirra. Ég reyndi að hætta að reykja um áramótin í fýrra en Bogga mín bað mig um að byrja aftur því henni fannst ég verða heldur geð- vondur. Ég fann þó ekkert fyrir því sjálfur en Bogga fúll- yrti þetta. En um þessi áramót á mín- útunni tólf steig ég á stokk og strengdi heit og ég er á ný hættur að reykja. Ég sló virðúlega úr pípunni minni og setti hana upp á hillu. Ég hót því einnig að taka lýsi á hverjum morgni héðan í frá. En það kemur ekki til mála að óg hætti alveg að taka í nefið. Mér þykir vænt um þann ósið. Annars held ég að það yrði ekki gott fyrir ríkissjóð ef of margir stíga á stokk 1 einu og hætta sín- nm helstu ósiðum . . . En mikið logandi langar mig öðru hvoru til að fá mér í pípu. í hvert skipti sem mig langar til að reykja fæ ég mór brjóstsykur sem ég keypti í kaupfélaginu. Ég er líklega búinn með tvö kíló frá ára- mótum enda er ég ekki frá því að ég hafi fitnað nokkuð. Það er því óhætt að segja að margt sé mannanna bölið. Annars held ég það yrði ekki gott fyrir ríkissjóð ef of margir stíga á stokk í einu og hætta sínum helstu ósiðum. Hvernig færi með fjárlögin ef ríkissjóður missti af tekjum sínum af brennivíni og tób- aki að verulegu leyti. Þá yrði að auka erlendu lánin enn á ný. Þegar allt kemur til alls eru ósiðirnir ekki alvondir. Ég vona allavega að mín ára- mótaheit verði ekki til að raska um of tekjuöflun ríkis- sjóðs á nýbyrjuðu ári. Ég er nefhilega þjóðhollur maður og óska ríkisstjórninni alls hins besta þrátt fyrir allt, sem og okkar voluðu hrepps- nefnd. Það eru margir sem spá illa fyrir þjóðarskútunni um þessi áramót en ég held hún fljóti eins og ætíð þó á móti blási um stundarsakir. Von- andi mun Guð og gæfan líta til með okkur enn um sinn. 2ibU989 VIKAN 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.