Vikan


Vikan - 26.01.1989, Side 35

Vikan - 26.01.1989, Side 35
Þreyfa og vonleysi eru að buga alltof marga. En getum við unnið gegn streitunni með breytingu á daglegum háttum eða breytingu hugarfars? Hvað er að og hvar skal byrja? Á hugleiðsla erindi við okkur? Hér á eftir fer viðtal Vikunnar við Kristján Fr. Guðmundsson, sem hefur stundað skipulega hugrcekt í tvo áratugi eftir að hafa notið leíðsagnar séra Hákonar Loftssonarog Sigvalda Hjálmarssonar. TEXTI: JÓN KR. GUNNARSSON UÓSM.: PÁLL KJARTANSSON Betra líf er ofarlega í hugum margra, enda leíkur streitan og hraðinn marga grátt. Samkeppnin í lífsgæða- kapphlaupinu er óhugnanleg og þeir sem ekki þola hraðann og streituna verða undir. Lífshamingjan virðist í öfugu hlutfalli við möguleg lífsgæði og auðlegð. — Hvað er að? Margir leita nýrra leiða og vilja gjarnan breyta um lífsmáta í von um að öðlast hugarró og hvíld. Þreyta og vonleysi eru að buga alltof marga. En getum við unnið gegn streitunni, með breytingu á dagleg- um háttum eða breytingu hugarfars? Ótt- inn og streitan búa kannski að óþörfu hið innra með okkur og kannski getum við læknað óttann með okkur sjálfum,en hvað er að og hvar skal byrja? Á hugleiðsla er- indi við okkur? Hvað segir Kristján Fr. Guðmundsson? Hvað er hugleiðsla? — Við skulum byrja á því sem kallað er hugrækt. Hún hefst með því að ná valdi á athyglinni, sem er aðalatriðið. Athyglin nær til allra hluta og til alls umhverfls. Á meðan þú hefúr ekki vald á athyglinni fara hugurinn og ímyndunaraflið með þig vítt og breitt. Þetta er kallað hugarreik. Við sjáum þetta kannski best í daglega lífinu, eins og í umferðinni þar sem menn eru alltaf að rekast á vegna þess að þeir hafa ekki hugann við það sem þeir eru að gera. Eigi árangur að nást þá er vald yfir athygl- inni fyrsta skrefið og undirstaða þess, sem er hugrækt og síðan hugleiðsla. Aðferðirnar við þetta eru margar og hafa verið tíðkaðar um allan heim bæði meðal kristinna og annarra trúarhópa. Bænin hjá kristnum mönnum er kannski það sem flestir þekkja hér og hún er, ef rétt er með hana farið, leið inn á þessar andlegu brautir, sem er auðvitað braut eigin hugar og vitundar. Þangað er ferð- inni heitið. Undirstaða þess að komast þangað klakklaust byggist á athyglinni. Þeir sem lesið hafa bækur um þessi efhi hafa margir rangtúlkað það sem þar, stendur. Bækurnar eru oftast skrifaðar af mönnum sem hafa sjálfir gengið leiðina og náð þeim árangri að hafa vald yfir sjálfúm sér og komist í snertingu við það sem býr hið innra með hverjum og einum. Mennirnir lofa þetta sem guðlega vitund eða eðli Guðs, ef við getum orðað það sem eitthvað slíkt. Orðin eru oft til að torvelda skilninginn, vegna þess að á bakvið hvert orð okkar býr ákveðin hugsun sem aðrir vita ekki um og þess vegna rugla þessar bækur stundum fólk. Verslunarpólitík í andlegum málum — Á hugrækt eða hugleiðsla þá eitthvað skylt við trúariðkun? — Það má segja að í trúarbrögðunum, eða hjá þeim sem túlka trúarbrögðin, sem eru prestamir, hefúr náttúrlega verið far- ið lengst í hugleiðslu. Þá á ég við presta allra trúarbragða. Þó að flestir þeirra sem iðka til dæmis jóga aðhyllist austræn trúar- brögð, eins og hindúisma og búddisma, þá er hægt að iðka jóga af einlægni og ná góð- um árangri án tillits til trúarbragða. Hug- leiðsla er einmitt sú aðferð að geta ein- beitt sér að ákveðnum atriðum hið innra með sér og hentar best til að komast inn á hin æðri svið. Það er að segja þau svið sem eru innst inni í eigin vitund. Þá verða menn að hafa náð valdi yfir athyglinni, en hugræktin er undanfari hugleiðslunnar. Erfiðast hér á Vesturlöndum er að menn hafa viljað taka allt stökkið í einu og helst komast á leiðarenda strax, sem er engan veginn hægt. Þetta er, eins og Kínverjar segja, löng leið sem hefet með einu skrefi. Maðurinn tekur aldrei nema eitt skref í einu og þarf að hafa vald yfir hverju fót- máli. Á þann hátt geta menn komist langt, jafnvel eins langt og þeir sem við höfúm Iesið um að hafi komist lengst. Þetta eru menn sem þóttu vitrir og miklir andans menn, bæði austan hafs og vestan. Á Vesturlöndum hefur verið of mikið af þessari verslunarpólitík í andlegum málum, ef ég má orða það þannig. Og þá er það eðli Vesturlandabúans að hlaupa sem hraðast og ná takmarkinu sem fyrst án þess að hafa þolinmæði til þess að íhuga skrefin jafúóðum og þau eru stigin. Þetta er það sem hefur spillt fýrir leiðinni, að- ferðinni, og oft á tíðum ruglað þátttakend- ur mjög í ríminu. Hugleiðsla veitir hugarró — Hvað öðlumst við með hugrækt eða hugleiðslu? Eftir hverju erum við þá að sækjast? — Við erum alltaf að leita. Maðurinn er alltaf að spyrja spurninga um umhverfi sitt og ekki síst um sjálfan sig. Aukin þekking á manninum sjálfum veitir hugarró. Hér áður fýrr, þegar maðurinn var í nánum tengslum við náttúruna, þá öðlaðist hann þessa vitneskju með athyglinni og með því að fylgjast með náttúrufari, hegðun dýra og öðru slíku. Út frá þessum grundvelli byggðust trúarbrögðin. Maðurinn vissi miklu meira um umhverfi sitt og um sjálf- an sig, þekkti viðbrögð sín og komst að því að innra með honum var hægt að komast í miklu nánara samband við náttúruna og það sem stjórnar öllu lífi. Hvað menn köll- uðu það er ekki aðalatriðið. Guð er hinn sami hvort sem hann er kallaður Allah eða eitthvað annað, en það ruglar marga, enda er guðdómurinn nafnlaus. Nú er þannig komið að maðurinn er kominn úr tengslum við náttúruna. Sjó- menn og bændur, sérstaklega áður fyrr, fýlgdust með veðurfari, veiðihorfúm og öðru slíku og fóru sínar eigin leiðir eftir þeim leiðbeiningum sem þeim bjó í brjósti. En nú hlusta menn bara á útvarpið og látajón Jónsson spá fyrir sig um veðrið. Ef við getum og viljum þekkja betur bæði okkur sjálf og náttúruna sem við erum hluti af, því við erum eitt af dýrum merk- urinnar, þá eru til þess nokkrar aðferðir til að komast inn í eigin vitund og um leið það sem kallað er guðsríki á jörð. Ég held að Jesús hafi meint að það sé sú vitund er býr með manninum. Við erum að vísu ekki guðir en örlítið brot af þeim guðdómi sem öllu stjórnar. Fyrsta skrefið er leið athygl- innar og síðan áffarn eftir þeirri leið sem 2. tbl. 1989 VIKAN 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.