Vikan


Vikan - 26.01.1989, Síða 36

Vikan - 26.01.1989, Síða 36
valin kann að vera. Hvað við öðlumst við þetta er fyrst og íremst meira og betra vald yfir tilfinningum, ímyndunarafli og geði okkar. Hugleiðsla og góð heilsa Þegar menn hafa þolinmæði til að kom- ast lengra og hafa áhuga á verkefhinu þá er það eins og önnur verkefhi sem vinnast vel eftir því sem menn ná meiri tökum á því. Með því fæst meira jafhvægi, kannski meiri þekking á sjálfum sér og umhverf- inu, og þannig meiri stjórn á þeim þáttum sem hafa áhrif á okkur og við getum haft stjórn á. Það er enginn vafi á því að þeir sem hafa stundað til dæmis jóga, sem er þá ekki bara líkamlegt heldur einnig andlegt jóga, hafa um leið náð mjög góðum tökum á eigin heilsu, bæði andlegri og líkamlegri. Aftur á móti eru ýmsar hættur á þessum leiðum, til dæmis að menn fari að taka ýmsar skynjanir, sem kunna að birtast, sem aðalatriði. Þær eru í flestum tilfellum aukaatriði sem best er að láta eiga sig. Dul- heyrn og dulskyggni ýmiss konar er ekki það sem verið er að leita eftir. Það er svo hætt við að slíkar skynjanir segi aldrei allt, heldur afmyndi svolítið með aðstoð hug- ans og ímyndunaraflsins. En þegar menn fara lengra og lengra inn á þessar brautir, af áhuga og þolinmæði, þá geta þeir kannski farið að komast í sam- band við þá vitund sem er á bakvið allt og náð þá réttri skynjun á umhverfi sínu, en ekki brenglaðri mynd af eigin huga. Hugleiðsla gegn streitu — Er hægt að læra hugrækt af öðrum og hvernig er hægt að þjálfa hana núna á þess- um álagstímum? Er þetta kannski leit að friði í vissum skilningi? — Já, ffiði og þessu jafnvægi sem á og þarf að ríkja í hinu ytra og innra, sem næst ákaflega vel með hugrækt, en menn verða bara að sýna þolinmæði. Ég hef ekki trú á að hægt sé að fara á eitt helgarnámskeið og verða alvitur og algóður á eftir. Slíkt er blekking. Hitt er annað mál að það er hægt að fá leiðbeiningar og ýmsir hafa verið með þær á einstökum námskeiðum sem taka nokkurn tíma. Leiðbeinendurnir eru menn sem hafa stundað þetta árum og ára- tugum saman og þekkja allar aðstæður. Það sem ég, og kannski fleiri, var kannski heppnastur með var að kynnast Sigvalda heitnum Hjálmarssyni sem lengi starfaði á vegum Guðspekifélagsins. Hann fór nokkr- ar ferðir til Indlands og náði þar í jóga- aðferðir sem ekki hafa verið kenndar af öðrum á Vesturlöndum. Þetta er áreiðan- lega eitt það æðsta, ef við getum kallað það svo, í allri jógaiðkun. Þetta kenndi hann hér og jafnframt kenndi hann lengi hugrækt. Nú hafa nokkrir, sem hafa verið áhuga- samir og dálítið iðnir við að tileinka sér það sem Sigvaldi hafði ffam að færa, kennt þetta og leiðbeint. Sjálfir hafa þeir prófað allt þetta, því segja má að þetta sé tilraun með manninn. Við erum að gera tilraun með okkur sjálf, við erum að þreifa eftir hvað felst hið innra. Þannig hafa menn náð árangri. Það eru ýmsir af þeim sem lærðu 36 VIKAN 2. TBL. 1989 hjá Sigvalda sem hafa tekið að sér að koma þessum ffæðum áffam til almennings, þeirra sem áhuga hafa og þiggja vilja. Langur ferill í hugrækt — Er langt síðan þinn ferill hófst og þú fékkst áhugann á hugleiðslu og hugrækt? — Já, það má segja það. Það er svo skrýt- ið með þetta að það er eins og þetta byrji oft á barnsaldri, þó fólk taki kannski ekki almennilega eftir því. Hæfileikinn til að stunda þessa andlegu iðju býr með öllum og það er enginn öðrum betur skapaður til að ná árangri umffam annan. Það er þolin- mæðin og áhuginn sem vinna verkið. Ég var líka svo heppinn að sem ungur maður kynntist ég séra Hákoni Loftssyni, sem var prestur hjá kaþólsku kirkjunni. Það er mikil viska fólgin í því að geta hlustað á kyrrðina sem er á bak viið hugsanir og hugmyndir. Hann kunni margt fýrir sér í þessum leið- um og hann leiðbeindi mér og vakti upp áhuga sem kannski var fyrir. Svo var það um svipað leyti sem ég kynntist Sigvalda Hjálmarssyni. Þessir tveir menn voru þeir sem mest hafa hjálpað mér og leiðbeint á þessum leiðum og þá sérstaklega Sigvaldi. Þetta byrjaði af forvitni um andleg mál fýrir 40 eða 50 árum, en skipulega hug- rækt hef ég ekki stundað svo lengi, en það má segja svona síðustu 20 árin. Hugrækt hentar öllum — Á hugrækt og hugleiðsla sérstakt erindi við okkur íslendinga? Getum við með henni skapað okkur betra líf? — Já, það er ekki nokkur vafi á því. Eins og ég sagði í upphafi þá getum við séð þetta bara á ringulreiðinni í umferðinni, sem skapast mjög mikið af skorti á athygli og hversu mikil streitan er. Þeir eru kannski ekki með athyglina deyfða, hún er bara allt annars staðar. Hugurinn stekkur grein af grein. Bara þetta atriði er kannski gleggsta dæmið um stressið í þjóðfélaginu. Þetta má laga og ná góðum árangri, bara með einföldum og réttum hugræktaræf- ingum. Þeim fylgja þá gjarnan slökunar- æfingar, sem mikið eru notaðar og hafa skilað góðum árangri hjá mörgum. Þetta er hægt ef menn ætla sér og vilja forðast þær hættur sem fólgnar eru í stressi, ekki bara i umferðinni heldur innra með hverj- um og einum. Besta aðferðin er að reyna að hugsa þegar við þurfum þess með og hafa svo hugann hljóðan á milli. Það er mikil viska fólgin í því að geta hlustað á kyrrðina sem er á bak við hugsanir og hug- myndir. Við þykjumst oft vera að hugsa mikið, en af því að athyglin er ekki nógu skörp þá verða þetta ekki nægilega ígrund- aðar hugsanir heldur eins konar hugar- flökt sem flæmir menn ffam og til baka. Þegar við erum að tala við einhvern einstakling um ákveðið mál þá er hann í samtalinu jafnvel kominn út og suður af því að hann hefur ekki athyglina við það sem verið er að tala um. Hugurinn reikar stjórnlaust. Það eru fyrstu skrefin að ná valdi yfir þessu, valdi yfir huganum. Þá skapar það ffið og ró og losar um þá spennu sem hugrænt myndast í vöðvum líkamans vegna þess að líkaminn og hinn innri maður, hvað sem þú vilt kalla hann, sál eða vitund, er allt ein heild. Alveg eins og allt lífið á jörðinni er ein heild. Til að ná sambandi við þetta allt saman, sem er ákaf- lega einfalt þegar búið er að uppgötva það og komast í samband við þessa vitund sem á bakvið býr, þá virðist þetta allt einfalt sem okkur þótti torsótt og hulið á bakvið einhverjar blæjur þegar við byrjuðum. Með þessu geta íslendingar og aðrir Vest- urlandamenn sem þjást af stressi og hraða nútímans náð meira jafnvægi sjálfum sér og öðrum til góðs. Með því að ná þessu valdi yfir huganum — og geta verið sem oftast það sem kallað er „hljóður hugur“ — verður þú betur var við þinn innri mann. Þá getur þú haft meiri áhrif á líf þitt en áður og að sjálf- sögðu til góðs fýrir þig og aðra. Það sem er gott fyrir aðra er gott fyrir þig. Að hjálpa öðrum er spuming um einlægni, vilja og að gleyma sjálfum sér í kærleika til ann- arra. Ef til vill ert það ekki þú sem hjálpar heldur ert þú notaður af almættinu. Sjálfstamning og samskiptin við aðra — Getum við kallað það sjálfstamningu sem er svo mikilvægt í samskiptum við annað fólk? Hvernig getur þetta farið saman? — Já, þetta er tamning út af fyrir sig. Þú setur þér kannski ekki ákveðnar reglur eins og þú sért að temja hest. Fremur það að þegar þú hefur náð valdi yfir huganum og getur hlustað á kyrrðina sem að baki býr, þá kemur þetta sem má kalla að þú hafir tamið sjálfan þig og öðlast þann frið sem allir þrá og leita eftir innst inni, þó þeir kannski geri sér ekki alltaf grein fyrir því. í sambandi við samneyti við aðra þá verður þú ósjálffátt umburðarlyndari og þolinmóðari gagnvart brestum annarra al- veg eins og þú hefur yfirstigið og öðlast skilning á þínum eigin brestum. Þetta er áreiðanlega sú leið sem er næst því tak- marki sem við getum kallað frið. Árangurinn fer fyrst og fremst eftir ein- staklingum og því hvort menn sýna sjálf- um sér fulla hreinskilni, taka á málunum þegar þau koma upp og reyna að skilja þau og öðlast þannig valdi yfir sjálfum þér. Þannig öðlast þeir um leið meiri skilning á náunganum og samskiptin ganga betur. Maður sem sjálfur hefur öðlast ró hefur ósjálfrátt góð áhrif á aðra. Órólegur og æstur maður verkar á sama hátt illa á aðra og torveldar góð samskipti. Menn fara með meiri gát í gegnum um- ferð daglegs lífs hvort sem þeir eru fót- gangandi eða akandi. □

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.