Vikan


Vikan - 26.01.1989, Qupperneq 37

Vikan - 26.01.1989, Qupperneq 37
Sigrún Harðardóttir skrifar fró Sussex í Englandi: Af umferðarmenningu Á hraðbrautum Englands gilda ekki stórsvigsreglur okkar íslendinga. MYNDIR: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON Mitt fyrsta verk í Sussex var að flnna gangfæra bifreið sem ég gæti hugsanlega fengið not af til þess að bera mig um skóg- inn í skólann dag hvern. Að því loknu beið mín athyglisverð þraut, að aka vinstra megin á vegum úti. Ég settist upp í bílinn — farþegamegin. Ekkert stýri. Ég leit flóttalega í kringum mig og mjakaði mér yflr á hægra sætið og undir stýrið þar. Til allrar hamingju voru kúpling, bremsa og bensíngjöf í réttri röð undir fótunum á mér. Ég fylltist bjartsýni og setti í gang. Hægri höndin skaust til hliðar til þess að setja í gír og lenti fast á bílhurðinni. Eítir smá þreifingar sá ég að ekki dugði annað en að nota vinstri hönd á gírstöngina. Þetta voru aðeins byrjunarörðugleikar, og eftir smáæfingu sá ég að á meðan ég myndi eftir því að nota vinstri höndina myndu gírskiptingar ekki angra mig að ráði. Ég ók af stað niður stíginn sem liggur frá húsinu þar sem ég bý á golfvellinum, og sem leið lá niður í þorpið Forest Row. Fyrstu dagana mátti sjá konu aka um götur þorpa og bæja í grenndinni tautandi: „Vinstra megin, vinstra megin,“ og farþega sem stundi: „Ekki svona nálægt hérna megin," og sem var svo feginn þegar við námum staðar, að hann setti handbrems- una á fyrir mig. Hún var jú „réttum" meg- in við hann. Eftir nokkra daga var vinstri umferð orðin eðlileg og sjálfsögð, að undantekn- um hringtorgum. Mér flnnst nú skorta um- ferðarmenningu í hringtorgum Englands, ég get nú ekki annað sagt. Þegar maður ætlar í sakleysi sínu að aka inn í hringiðuna sólarsælis, kemst maður að því að enginn regla gildir um að halda sig í innri eða ytri hring. Menn bara sveifla sér eftir vild á milli og þá er að hrökkva eða stökkva og bjargi sér hver sem best hann getur. Ég er ekkert sérstaklega hress með þennan frumskógaranda á hringtorgum, þar sem fólk verður oft á tíðum að fara fleiri en einn hring til þess að komast út aftur. Ég hef aftur á móti ekki lenti í því, og kemur íslendingurinn í mér þar til. Ég hef aðeins séð óþolinmæði í umferð- inni þarna á einum stað, það er á hrað- brautunum. Því þar gildir ekki stórsvigs- reglan okkar íslendinga, heldur ekur mað- ur hægar á vinstri akrein og hratt á þeirri hægri, og vei þeim sem vogar sér að velja vitlaust. Englendingar virðast aka á hrað- brautum hraðar en kurteisin annálaða nær að halda í við þá. Hinir prúðbúnustu aðilar leggjast á flautuna og nota ákaflega evr- ópskar móðgandi handahreyfingar ef hæg- geng bifreið verður á vegi þeirra á hröðu reininni. Að öðru leyti eru Englendingar hinir kurteisustu í umferðinni. Ekki gengi þetta öðruvísi. Lagt er allsstaðar sem mögulegt og ómögulegt er að leggja, og algengt að umferðin þurfi að skiptast á að fara ffamhjá slíkum tálntunum. Þetta er auðvit- að afskaplega þægilegt ef mann bráðvantar að skreppa í einhverja búð, en hundleiðin- legt ef maður á leið þar framhjá. Þeir sem gefa eftir og leyfa bifreið sem kemur á móti að komast fá vink og bros á móti. Vanti brosið þá reikna ég með að þar fari Þjóðverji. Ef brosið er innilegt er Brasi- líubúi undir stýri. Það þarf æfingu til þess að ná siðvenjum nákvæmlega. Svo er undravert hvað Englendingar kunna að bakka. Þeir bakka af minnsta til- efni. Og það undarlega er að enginn stelur bílastæðinu meðan þeir renna framhjá því til þess að bakka inn í það. Mér er líka hætt að bregða við að sjá bifreið á fúllri ferð afturábak eftir löngum innkeyrslum, og jalhvel fleiri en eina. Ég stend þarna full andaktar yfir þessari merkilegu hæfni. Þar sem ég er í skóla skiptast á skógur, þorp og ræktað land. Vegirnir eru bugð- óttir og hæðóttir og maður hefur ekki hug- mynd um hvert maður stefhir, því trén byrgja manni sýn á alla vegu. Ég hef oft villst um nætur í Sussex effir skemmtilega kvöldstund á ókunnum stað. Skiltin gefa aðeins til kynna helstu borgir, og erfitt er að átta sig á því úr hvaða átt maður kemur og í hvaða átt frá borgunum áfangastaður manns er. Áfram ek ég gegnum þokuslæð- ur og niðamyrkur um þrönga vegina og kem iðulega að kunnuglegu skilti og hrópa upp: „Nú veit ég hvar við erum!“ Það er blessað aðvörunarskiltið með beljunni á. Það er verst að maður þarf allsstaðar að vara sig á kúm í sveitinni, og sjaldnast reynist vera um „mína“ kú að ræða. En það er ævintýri ævintýranna að giska á vega- mótum og kannast svo loksins við sig ein- hversstaðar við kunnuglegan pöbb. Þá tek ég stefhuna sigri hrósandi út í myrkrið og kemst ævinlega heim að lokum. Vinstra megin. □ Eftir nokkra daga var greinarhöfundur farinn að venjast vinstri umferðinni... 2. TBL. 1989 VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.