Vikan


Vikan - 26.01.1989, Síða 38

Vikan - 26.01.1989, Síða 38
ÆVAR R, KVARAN Hér birtist síðari hluti greinar Ævars um ósjálfráða skrift, en fyrri greinin birtist í Vikunni 27. október og var þar m.a, sagt frá Francisco Candido Xavier, eða Chico Xavier eins og hann er venjulega kallaður. Sá er spiritiskur miðill, sem er sérfrœðingur í ósjálfráðri skrift eða psychography eins og Brasilíumenn vilja heldur kalla það. Osjálfrád / Ibók Nils O. Jacobsons Er líf eftir dauðann?, sem Almenna bókafélagið gaf út árið 1972 í þýðingu séra Jóns Auðuns og Elsu G. Vilmundardóttur er ósjálfráðri skrift lýst með þessum hætti: „Maður situr þægilega, heldur á penna og hefúr blað fýrir ffaman sig. Eftir nokkr- ar árangurslausar tilraunir fer höndin að hreyfast „sjálfkrafa". Fyrst kemur ólæsilegt krot, síðan orð og ljósar meiningar, þótt skrifarinn horfi ekki á blaðið, og hugsi um allt annað. Þegar síðan er farið að lesa úr því sem skrifast hefur — og til þess þarf þolinmæði, því allt er skrifað í einni strik- lotu, engin orðaskil, engin greinarmerki — koma í ljós orðsendingar, ýmist frá látnum ættingjum eða öðrum öndum, þekktum eða óþekktum. Orðsendingarnar flytja huggun og gefa ráð, stundum gamansamt mál, stundum alvarlegar áminningar. Mál og stíll getur verið allsendis ólíkt skrifar- anum, og fýrir koma orð úr tungumálum, sem hann kann ekkert í. Sá sem tjáir sig stýra hendi skrifarans býr stundum yfir þekkingu á bókmenntum og listum langt ffam yfir það, sem er á valdi skrifarans.“ Ég hygg að þessi lýsing sé nokkuð rétt um ósjálffáða skriff yfirleitt. Hér er að vísu gert ráð fyrir, að skrifarinn setjist niður í þeim tilgangi, að ná sambandi við annan heim. En í flestum tilfellum gerist þetta án nokkurs fýrirfram tilgangs skrifarans. Mað- ur heldur til dæmis á penna og ætlar að fara að skrifa bréf eða eitthvað annað, en finnur þá allt í einu, að hann missir stjórn á hendi sinni og tekur að skrifa allt annað en hann ætlaði sér. Oft skrifar höndin líka með miklu meiri hraða en skrifaranum er eiginlegt eða fært ella. Þannig mun þetta til dæmis hafa verið, þegar 17 ára gamall skólapiltur í 2. bekk Menntaskólans í Reykjavík árið 1906 tók að skrifa ævintýri og sögur ósjálfrátt. Pilt- urinn hafði ekki hugmynd um það sem hann var að skrifa fyrr en hann eða aðrir höfðu lesið það. Þó las hann stundum jafn- óðum og blýanturinn skrifaði. Þetta kom yfir hann á fjórum dögum, dagana 18., 19., 25. og 26. mars 1906, og skrifaði hann samtals fimm sögur. I eitt skipti var gerð sú tilraun að binda fyrir augu hans, þegar hann varð fyrir þess- um dulrænu áhrifum, en það virtist engu máli skipta. Hann skrifaði engu að síður jafnviðstöðulaust, glöggt og línurétt. Sögur þær sem pilturinn skrifaði ósjálf- rátt voru undirskrifaðar. Þannig voru nöfn H.C. Andersen og J. Hallgrímsson undir fyrstu sögunni. Það virðist bera að skilja svo, að ævintýrið sé eftir Andersen, en í þýðingu Jónasar. Næsta sagan var einnig undirskrifuð með nafhi Andersens, en hún birtist bæði á dönsku og í íslenskri þýð- ingu, og undir var skrifað: J. Hallgrímsson þýddi 28/3 1906. Það má efalaust deila endalaust um það, hvaðan þessar bókmenntaperlur eru komnar. Hvort sögurnar hafi átt rætur í djúpvitund þessa 17 ára gamla pilts, sem skrifaði þær, eða séu í rauninni verk þeirra, sem nefhdir eru með undirskrift sem höfundar. Hitt duldist engum sem sæmilega voru skynbærir á ævintýraskáld- skap, að þær hafa mjög merkilegt skáld- skapargildi. Þá er einnig athyglisvert á hve skömm- um tíma ævintýrin voru skrifuð. Hið fýrsta á tveim og hálfri klukkustund og hið síðara á sjö mínútum. Þessar sögur eða ævintýri, sem til höfðu orðið með svo dularfullum hætti las ég í útvarpið, að mig minnir 1973 og birti þau síðan í tímariti Sálarrannsókn- arfélags íslands, Morgni, en ég var ritstjóri þess. Pilturinn sem skrifaði sögurnar ósjálf- rátt var Guðmundur Jónsson frá Bakka í Arnarfirði. Hann varð síðar þjóðkunnur sem rithöfundur og skáld undir nafninu Guðmundur Kamban . Mér eldri menn hafa tjáð mér að Guð- mundur Kamban hafi haft mjög niikla meðfædda miðilshæfileika, en verið mjög heilsutæpur í æsku. En það er um miðils- hæfileika að segja, að þeir geta verið mjög hættulegir heilsutæpu fólki og verkað ákaf- lega truflandi á líf þess. Þess vegna er stundum lokað fyrir þá með sérstökum að- gerðum á miðilsfundi. Og skilst mér, að það hafi einmitt verið gert af þessum ástæðum við Guðmund Kamban. Árið 1975 dvaldist ég á fornu landsetri í Essex á Englandi. Þetta var eitt af þessum stórhýsum sem lengi hafa verið híbýli auð- stétta og aðals Stóra-Bretlands með röðum málverka forfeðranna í feiknastórum römmum um alla veggi. Bygging þessi, sem vafalaust yrði kölluð höll á íslandi, býr yfir sérstöku andrúmslofti liðins tíma, horfinna kynslóða. Kirkjugarðurinn á land- areigninni er geysistór og í honum hvíla bein þeirra héraðshöfðingja, sem þarna hafa búið og ráðið málum sveitaralþýð- unnar í héraðinu, sem býr yfir undursam- legri nátturufegurð. Síðasti einstaklingurinn sem átti þetta landsetur og bjó þar var Arthur Findley, auðugur maður af fornri og frægri skoskri ætt. Findley var einna afkastamestur og virtastur þeirra breskra rithöfúnda sem skrifað hafa um spiritisma, og hefur meira að segja skrifað mannkynssögu í tveim þykkum bindum frá sjónarhorni hinnar spiritisku lífsskoðunar. Ekki er mér kunn- ugt um að á íslensku hafi verið þýdd nema 38 VIKAN 2. TBL. 1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.