Vikan


Vikan - 26.01.1989, Síða 45

Vikan - 26.01.1989, Síða 45
Sem börn voru systumar Andrea (t.h.) og Barbara eins og spegilmynd hvorrar annarar. Þetta er ljósmyndin sem amma þeirra varðveitti svo vel og átti stærst- an þátt í að Andrea leitaði að systur sinni ámm saman. mín væri niðurkomin. Þó að það virðist undarlegt höfðu hann og fyrri kona hans, sem nú var látin, aldrei sagt systur minni að hún væri ættleidd eða að hún ætti tví- burasystur. Hann lofaði að gera það þegar honum „fyndist rétti tíminn til þess.“ Það liðu nærri tvö ár og John Hampel gerði ekkert. Þetta var óskaplegt andlegt álag. Á meðan héldu Thomas Gulotta og aðstoðarmenn hans áfram að skrifa John Hampel og reyndu að fá hann til þess að lofa okkur systrunum að hittast. Og ég skrifaði og reyndi að sannfæra hann um að samband hans og systur minnar myndi ekki bíða hnekki af því að við hittumst. Ég grátbað hann að láta æðstu ósk mína rætast. Um þetta leyti tók ég kaþólska trú og varð mjög virk í safhaðarstarfinu. Ég baðst oft fyrir og bað guð að hjálpa mér að leysa þetta vandamál. Saga Barböru: Ég óskaði þess alltaf að eiga systkini þegar ég var að alast upp. Ég hafði mikið ímyndunarafl, kannski vegna þess hve ég var mikið ein. Ég man eftir því að hafa gortað af því við kunningja að ég væri ætt- leidd. Þegar mamma og pabbi fféttu þetta, tóku þau af mér loforð um að minnast aldrei á ættleiðingu framar. Með aldrinum fór mig að dreyma undar- lega drauma. Ég sá sjálfa mig á fjallstoppi, eina og yfirgefna. Ég held að innst inni hafi ég verið að leita að einhverjum, einhvers staðar. Mér fannst ég aldrei vera fúllkomin manneskja, en ég veit ekki hvers vegna. Þetta hafði áhrif á einkalífið. Ég giftist 18 ára og skildi skömmu seinna. Ég giftist aft- ur þegar ég var tvítug. Árið 1977 fluttum við til Salt Lake City, þar sem mormóna- fjölskylda gætti dóttur minnar á meðan ég og maðurinn minn vorum í vinnunni. Stuttu eftir flutninginn skildum við og þá fór mig að langa til að hefja nýtt líf. Ég ák\'að að ffytjast til vesturhluta Kanada. Ég giftist aftur árið 1979. Því miður er ég ekki í hjónabandi lengur en ég á tvö yndisleg börn, átta ára stúlku og fjögurra ára dreng. Þessi misheppnuðu hjónabönd gerðu mig mjög óhamingjusama. Ótal spurning- ar sóttu á mig og ég átti engin svör við þeim. Það virtist mér ómögulegt að tengj- ast öðrum til ffambúðar. En snemma sumars árið 1984 breytti símtal ffá föður mínum lífi mínu. í fyrstu var ég áhyggjufúll. Ég taldi að hann hefði hringt í mig út af slæmri heilsu sinni. „Grunaði þig einhvern tíma að þú værir ættleidd?", sagði hann. Það leið næstum yfir mig og ég byrjaði að gráta. Viðbrögð mín komu föður mínum í uppnám svo hann rétti konu sinni símtólið. (Faðir minn giffist aftur eftir lát móður minnar.) Hún reyndi að sefa mig. Að lokum lagði hún til að ég Iegði á og leyfði þeim að hringja aftur effir hálffíma. Það gerðu þau. Þá sagði faðir minn mér að ég ætti tvíbura- systur sem héti Andrea og að hún væri að leita að mér. Ég varð svo æst og upprifin að ég gat varla haldið samtalinu áfram. Þegar allir höfðu róast dálítið sagði faðir minn að hann fyndi til mikils léttis. í öll þessi ár, sagði hann, hefði hann virt ósk móður minnar á dánarbeðinu um að halda ættleiðingunni leyndri. Mörgum dögum síðar fékk ég bréf þau sem farið höfðu á milli föður míns, bæjar- skrifstofúnnar í Hempstead og systur minnar. Ljósmynd af okkur sem börnum, sem fylgdi einu bréfanna, snerti mig djúpt. Ég var ekki í nokkrum vafa um að við vær- um tvíburar. Þegar ég hélt á myndinni og bréfinu þar sem símanúmer hennar í Stutt- gart stóð, leið mér dásamlega. Ég gat varla beðið eftir að hringja í hana. En ég velti fyrir mér hvort við myndum skilja hvor aðra. Jafnvel þó að þýska hafi verið móð- urmál foreldra minna höfðu þau bæði tal- að ágæta ensku. Ég skildi því meira í þýsku en ég gat talað. Samt sem áður gat ég ekki beðið stundinni lengur með að tala við systur mína. Hönd mín skalf þegar ég valdi númerið. Þegar hringt hafði þrisvar, fjórum sinnum svaraði karlmaður. Ég sagði á þýsku: „Þetta er Barbara. Má ég tala við systuf mína?“ Þetta var eins og draumur. Síðan heyrði ég konu segja: „Halló, þetta er systir þín, And- rea, og ég hef beðið effir því að heyra í þér.“ Þegar ég heyrði hana segja „systir" á þýsku tók hjarta mitt kipp. Andrea var álíka góð í ensku eins og ég í þýsku, en það skipti ekki máli. Við skildum hvor aðra fúllkomlega. Við hlógum mikið og mösuð- um um allt og ekkert. Þegar ég loksins var tilbúin að leggja á, sagði Andrea: ,Jæja, góða nótt, litla systir." Við sögðum báðar: „Ég elska þig.“ Síðan var þögn. Ég lagði á og starði út í loftið. Ég fann gleðitár á andlitinu. Hvorug okkar hafði efúi á að heimsækja hina, en Thomas Gulotta sá um að flug- félagið Luffhansa bauð Andreu til New York og að Air Canada bauð mér þangað frá Vancouver. Ég kom til New York sunnudaginn 17. júní 1984, og var hjá Gulottafjölskyldunni um nóttina. Flugvél Andreu var væntanleg um hádegi næsta dag. Þegar við komum á flugvöllinn daginn effir var biðsalurinn troðfúllur af ffétta- mönnum og sjónvarpsvélum. Allt var svo óraunverulegt. Margir hafa spurt mig hvernig mér hafi liðið þegar ég sá systur mína fyrst. Þetta var andlit sem ég var vön að sjá, þetta var mitt andlit og ég hugsaði með mér, nú þetta er ég. Mér leið undarlega. Nokkrar sekúdnur liðu áður en við þutum í fang hvorrar annarar og föðmuðumst og kysstumst. Við urðum að svara spurning- um fréttamanna, en um síðir tókst okkur að skjótast upp á hótelherbergi. Þegar við Andrea að lokum vorum einar var næstum eins og við hefðum alltaf verið saman. Okkur leið svo vel. Þegar við fór- um að bera saman lífshlaup okkar upp- götvuðum við að fimm ára gamlar hefðum við báðar fengið hálskirtlabólgu sama daginn! Börn okkar voru næstum því á sama aldri, en Andrea á tvær dætur en ég affur á móti dóttur og son. Ég hef ör á efri vörinni effir bílslys og hún hefur ör á neðri vörinni effir slys. En Andrea er miklu meiri samkvæmismanneskja en ég, það stafar ef til vill af mismunandi uppeldi. Ég varð að gera henni skiljanlegt að ég væri ekki eins opin og hún. Síðan ræddum við um hvaða áhrif margra ára aðskilnaður gæti hafa haft á okkur. Andrea þjáðist vegna þess að hún vissi að ég var til en ef til vill fyndi hún mig aldrei. Ég hafði ein- faldlega fúndið fyrir líkamlegum og and- legum tómleika. Þegar við fundumst virt- ust brotin falla saman. Við hétum því að gráta ekki á skilnaðar- stundinni. í stað þess hlökkuðum við til að hittast affur eftir nokkra mánuði þegar við færum með fjölskyldum okkar til Minne- sotaháskóla, til þess að taka þátt í rann- sókn á eineggja tvíburum sem alist hafa upp aðskildir. Við teljum báðar að okkur hafi verið ætlað að hittast. Við trúum því að þetta hafi verið vilji guðs. 2. tbl. 1989 VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.