Vikan


Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 6

Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 6
Þá vildi þad til ad ég þoldi ekki þennan núver- andi mann minn TEXTI: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: PÁLL KJARTANSSON, O.FL. - Ævi listakonu getur verið ærið viðburðarík, eins og fram kemur í viðtalinu við Sigrúnu Jónsdóttur í Gallerí Kirkjumunum, en hún hefur nýlokið við að gera hátíðarhökul fyr- ir Siglufjarðarkirkju og hefur gert marga fagra gripi í gegnum tíðina, en kirkjulist er henni þó kærust. Hún varð einstæð móðir með þrjú börn aðeins 21 árs, hefur gifst þrisvar sinnum en helgar líf sitt listinni. „Hvað má ég gefa þér?“ sagði hún við fjögurra ára son minn um leið og hún sá hann. Við áttum stefhumót við Sigrúnu um hálfsexleytið og þar sem enginn var heima til að passa Egil, þá varð hann að koma með mömmu sinni í viðtalið. Sigrúnu hafði ég hitt daginn áður þegar hún sýndi mér hökulinn fagra fyrir Siglufjarðarkirkju, en barnið hafði hún aldrei séð. „Spiladós!" Svaraði sá stutti án þess að hika. „Nei, heyrðu Egill minn,“ sagði ég ávítandi. „Hér er engin spiladós". í því kom Sigrún með innpakkaðan jólapakka og rétti strák. Hann byrjaði strax að rífa hann upp, og viti menn! í pakkanum var eins konar spiladós, því innan úr honum kom barnahljóðfæri. Bakhliðin á hátíðarhökli Siglufjarðarkirkju. Tónútsetning úr laginu fallega „Kirkju- hvoll“ eftir séra Bjarna Þorsteinsson. Vegurinn upp Siglufjarðarskarð sem hverfur síðan út í himinblámann. Fyrir miðju er táknmerki ætlað bæði Guði og frelsaranum. Hökulhnn er handofinn úr ull og silki, fóðraður með silki og ísaumaður gull- og silf- urþráðum. Ég starði agndofa á þau og sagði svo við Sigrúnu að það væri eins og barnið hefði lesið hugsanir hennar. Hún brosti bara hin rólegasta og sagði að það gerðist oft. Söguhetja dagsins Erindið við Sigrúnu var að hún segði dálítið frá höklinum sem hafði verið til sýnis daginn áður í Kirkjumunum í Kirkju- stræti og jafhframt að hún segði dálítið frá sjálffi sér. Það hefur verið nokkuð hljótt um Sigrúnu undanfarið, en þannig hefur það ekki alltaf verið. Hún var mikið á milli tannanna á fólki hér á árum áður. „Ég var eiginlega söguhetja dagsins. Mér fannst, eins og flestum, gaman að hlusta á skemmtilegar sögur sem gengu um bæinn og uppgötvaði svo að þessar sögur voru um mig! Ættingjar mínir og aðrir urðu yfir sig hneykslaðir á mér þegar ég skildi við fýrsta manninn minn, þá aðeins 21 árs og búin að eiga þrjú börn!“ Nú vekja skilnaðir litla athygli og sjald- an hneykslun eins og þeir gerðu þegar Sigrún var ung. Fjölskylda hennar og mannsins hennar fýrrverandi sáu ekkert gott við það sem hún gerði, en hún hélt sínu striki og dreif sig þar að auki í Kennaraskólann. Hvernig gekk þetta hjá henni að vera einstæð með þrjú lítil böm og í skóla, það var jú hvorki dagheimili né námslán að fá? „Maður gat aldrei einbeitt sér að neinu ákveðnu. Börnin skipuleggja tímann, eins og þú veist. Ég hafði stelpur sem pössuðu. Þær fengu lítið kaup en fengu í staðinn frítt fáeði og húsnæði og svo ókeypis á námskeiðin hjá mér.“ Námskeiðin? ,Já ég var með námskeið í öllu mögu- legu, útsaum, vefhaði, teikningu, keramik. Áður en ég fór í Kennaraskólann hafði ég verið í Myndlista- og handíðaskólanum hér hjá Kurt Schier. En eftir Kennaraskól- ann fór ég á námskeið til Svíþjóðar, eins og margir kennarar gerðu, til að ná mér í rétt- indi til að kenna í framhaldsskólum. Þar lenti ég svo í enn frekara listnámi. Heima í myndlistaskólanum hafði mér verið sagt að ég væri nokkuð góð, en þarna úti var ég send beint út í skóg að teikna laufblöð! Þar fékk ég mikla reynslu í gmndvallaratriðun- um sem allt byggist á. Þegar strákarnir mínir vom seinna að lesa undir læknis- fræðina þá undruðust þeir hvað ég kunni mikið í „anatomie", en það var vegna þess að þetta þurfti ég að læra í listnáminu. Vonbrigði með margt Leikar fóra síðan svo að Sigrún fluttist aftur heim frá Svíþjóð, eftir 10 ára dvöl þar, giftist síðan í annað sinn og eignaðist tvö böm í viðbót. En hvernig var að flytja heim aftur fýrir 20—30 áram, eftir jafn langa útivist? „Varðandi vinnu mína þá nálgaðist það að vera martröð, en það sem gerði útslag- ið vora börnin mín. Ég á fimm börn: Ólaf Þóri sem er læknir í Svíþjóð með tvær sér- greinar, Svövu sem er kennari og með há- skólapróf frá íslandi, Stokkhólmi og París, Sigurð sem er læknir við Landspítalann í Reykjavík auk þess sem hann kennir við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.