Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 12
skýrt.“ — Eitthvað á þessa leið var skoðun
eins viðmælanda okkar, sem ekki hafði
bein persónuleg kynni af Guðrúnu Helga-
dóttur, en hefiir fylgst með henni um langt
árabil, starfs síns vegna. Þessum viðmael-
anda fannst stundum að Guðrún Helga-
dóttir, rithöfundur, fráskilin fjögurra barna
móðir, fyrrum rektorsritari, fyrrum upp-
lýsingafulitrúi, fyrrum borgarfulltrúi, nú-
verandi alþingismaður og forseti Samein-
aðs Alþings, „væri allstaðar," eins og hann
komst að orði.
Verið að frumsýna verk
eftir hana í Þjóðleikhúsinu
Það eru orð að sönnu, að Guðrún kem-
ur víða við. Um síðustu helgi var verið að
frumsýna í Þjóðleikhúsinu leikverk hennar
Óvitana og niður við Austurvöll í Alþingis-
húsinu, sem sumir vilja líka kalla leikhús
þjóðarinnar, er Guðrún Helgadóttir í óða
önn við að halda uppi virðingu þingsins og
hún ver heiður þess með kjafti og klóm.
Skömmu fýrir jól beitti hún sér til dæmis
fýrir því að Alþingi segði upp bílastæða-
samningi við Reykjavíkurborg. Uppsögn
þess samnings kom í kjölfar þess að ráð-
herrar og forsetar þingsins fengu ekki
iengur að leggja fyrir framan þinghúsið.
Guðrún Helgadóttir í gervi forseta Sam-
einaðs Alþingis brást hin versta við,
skammaði yfirvöld borgarinnar og sagði
upp samningi um stöðumæla sem borgin
hafði á lóð í eigu Alþingis.
Guðrún Helgadóttir var komin í pólitísk
umbrot snemma á ferli sínum í stjórnmál-
um. Hún steig í fyrsta skipti ffarn á sviðið
fyrir borgarstjórnarkosningar árið 1966.
Þá var hún í fjórða eða fimmta sæti á lista
Aiþýðubandalagsins. Guðrún vakti þá
strax athygli, þótti hress í tali og það ein-
kenni hennar að tala þannig til fólks að
það teldi sig skilja hana, kom strax í ljós.
Við skulum nú staldra við í stjórnmála-
sögu Guðrúnar Helgadóttur og heyra álit
ónefnds Alþýðubandalagsmanns, sem
hvorki getur talist til andstæðinga eða
samherja hennar innan flokksins.
Er stórpólitískt númer
I eigin sjálfsmynd
Hann segir: „Pólitísk sjálfsmynd Guð-
rúnar er sú að hún sé stórpólitískt númer.
Um það eru hins vegar ekki allir sammála,
sem reyndar kom best í ljós við ráðherra-
val flokksins í haust. Þá varð sú skoðun
ofan á í þingflokki Alþýðubandalagsins, að
Guðrún yrði ekki ráðherra. Nú má svo
sem hafa á því nokkrar skoðanir, hvað hafi
valdið þessari ákvörðun meirihluta þing-
flokksins, sem síðan formaður flokksins
Ólafur Ragnar beygði sig undir. Skoðanir
eru heldur ekki samhljóða um það hver
raunveruleg afstaða formannsins var til
ráðherradóms Guðrúnar," segir heimildar-
maður okkar úr röðum Alþýðubanda-
lagsmanna.
Allt of mikil pólitísk áhætta
að setja hana í ráðherrastól
„Ég tel reyndar," segir heimildarmaður-
inn, „að það hafl verið skoðun meirihluta
þingflokksins og jafnvel líka Ólafs Ragnars,
formanns Alþýðubandalagsins, að ráð-
herradómur til Guðrúnar Helgadóttur
hefði verið of mikil pólitísk áhætta til þess
að réttlætanlegt væri að taka hana. Aðrir
hafa reyndar á þessu aðrar skoðanir," segir
heimildarmaðurinn. „Sjálf heldur Guðrún
því fram að þarna hafi hún goldið kynferð-
is síns. Aðrir segja, að Ólafur Ragnar hafi
orðið að taka landsbyggðarmann inn í
ríkisstjórnina eftir að vera búinn að setja
sjálfan sig og Svavar Gestsson, báða af
höfuðborgarsvæðinu, inn í ríkisstjórn. Ég
tel þetta hvort tveggja fyrirslátt, í það
minnsta hvað varðar það ef valið hefur
staðið á milli Guðrúnar Helgadóttur og
annarra þingmanna í ráðherrasæti. Það var
einfaldlega talinn of mikil pólitísk áhætta,
að setja undir hana ráðherrasæti," segir
þessi heimildarmaður okkar.
„Auk þess,“ heldur okkar maður áffam,
„þá kom Guðrún heldur ekki til greina
sem ráðherra að þessu sinni vegna þess, að
eins og margir vita þá átti Ólafur Ragnar
ekki marga stuðningsmenn í hópi þing-
manna Alþýðubandalagsins, þegar hann
bauð sig ffarn til formanns flokksins. Guð-
rún var hins vegar harður stuðningsmaður
Ólafs Ragnars og því kom hún líka af þess-
ari ástæðu ekki til greina sem ráðherra í
það minnsta að þessu sinni."
Allir taka afstöðu til hennar
— með eða á móti
Er Guðrún Helgadóttir allsstaðar? Varla,
þó svo pólitískum áhugamanni þeim sem
við vitnuðum áður í, hafi fúndist það.
Guðrún er hins vegar slík, að flestir taka af-
stöðu til hennar, með henni eða á móti.
Afstaðan til Guðrúnar innan eigin stjórn-
málaflokks, Alþýðubandalagsins er til
dæmis ótrúlega tvískipt. í Alþýðubanda-
laginu virðast menn að vísu skiptast í fjöl-
margar fýlkingar, sem ekki er ætlunin að
fara út í hér en þar skiptast menn meðal
annars í fýlgismenn Guðrúnar Helgadóttur
eða andstæðinga hennar. í þessum efnum
taka flokkssystkini hennar gjarnan mjög
ákveðna afstöðu — óvenju ákveðna. Menn
eru jafhvel gallharðir andstæðingar Guð-
rúnar annars vegar og þá aðdáendur, —
pólitískir aðdáendur — hennar hins vegar.
Áður en við vitnum í fylgismenn og
andstæðinga Guðrúnar Helgadóttur í
hennar eigin flokki.er rétt að athuga þá
fullyrðingu,að ráðherradómur til handa
henni hefði verið of mikil stjórnmálaleg
áhætta fyrir Alþýðubandalagið til þess að
hana mætti taka.
Við vitnum enn í ónefndan heimildar-
mann innan Alþýðubandalagsins en reynd-
ar eru bæði samherjar og andstæðingar
Guðrúnar sammála mörgu því, sem hann
segir.
Verjandi heiðurs „karla-
klúbbsins“ við Austurvöll
„Guðrún Helgadóttir er í þeirri undar-
legu aðstöðu um þessar mundir, sam-
kvæmt eigin vali og ótilneydd, að verja
helsta og elsta „karlaklúbb" landsins, Al-
þingi. Án þess að hafa sjálf viðurkennt
leikreglurnar. - Leikreglurnar, sem gilda í
þessum „karlaklúbbi", sem konur eru
reyndar gengnar í eins og aðra karla-
klúbba.
Guðrún talar ekki til kjósenda eins og
aðrir alþingismenn. Hún lætur auk þess
ýmislegt flakka í orðum, sem fer í taugarn-
ar á öðrum alþingismönnum. Hér fyrir
ffaman var minnst á orð Guðrúnar um
dagpeninga þingmanna. Svoleiðis talsmáti
er engan vegin í samræmi við óskráðar
reglur „karlaklúbbsins" við Austurvöll. Það
þykja heldur ekki góðir siðir, samkvæmt
reglum klúbbsins, að segja að margir þing-
menn séu svo dauðhræddir við kjósendur
sína, að þeir þori aldrei að opna munninn
um eigin starfsaðstöðu. Þetta síðastnefnda
sagði Guðrún í viðtali í Þjóðviljanum
nýverið.
Vinsælli meðal almennra
flokksmanna en ráðamanna
Vegna þessa er ekki hægt að segja að
innrás Guðrúnar Helgadóttur í karlaklúbb-
inn við Austurvöll hafi tekist nema að
hálfu. Hún hefur að vísu tryggt sér inn-
göngu á eigin vinsældum, sem ekki ná inn-
fyrir valdaraðir eigin flokks. Þar er hins
vegar tekin ákvörðun um það hvort menn
verði ráðherrar eða ekki. Á meðan Guðrún
Helgadóttir er ekki búin að ná árangri í
vinsældakeppninni innan valdahópsins,
þess hóps sem velur ráðherra Alþýðu-
bandalagsins, þá verður hún ekki ráðherra.
Litlar vonir eru sagðar til þess, að Guð-
rún Helgadóttir láti af ýmsu því sem ráða-
menn í karlaklúbbnum við Austurvöll telja
vera slæma hegðan. Þrátt fyrir þá stað-
reynd að hún sé af flestum talin vera
kjörkuð, greind, metnaðargjörn, ffek og
hinn mesti jafhréttissinni þá hefur Guðrún
Helgadóttir einn djöful að draga og það er
skapið. Hún er það skapstór og jafhffamt
fljótfær, þegar hún reiðist, að litlar vonir
eru taldar til þess að upphlaup, öðru
hvoru, vegna einhvers, sem hún lætur út
úr sér, verði annað en framtíðarböl Al-
þýðubandalagsins á meðan Guðrún er þar
í þingsæti.
Upphlaup hennar fara í
þær fínustu hjá ráðamönnum
í flokknum
Þessi upphlaup Guðrúnar hafa að vísu
hingað til ekki skaðað hana meðal kjós-
enda hennar. Upphlaup hennar hafa jafn-
vel styrkt hana meðal almennra kjósenda
Alþýðubandalagsins. Þessi upphlaup hafa
hins vegar ávallt farið mjög í fínu taugarn-
ar á mörgum samþingmönnum hennar og
1 2 VIKAN 3. TBL. 1989