Vikan


Vikan - 09.02.1989, Síða 26

Vikan - 09.02.1989, Síða 26
NAM ERLENDIS TEXTI OG LJÓSM Jóhanna Diðriksdóttir, ferðamálafræði, París, Frakklandi. Fædd 6. apríl 1960. Stúdent firá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Jóhanna hefur lokið einu námsári af tveimur í ferðamálafræði við „Ecole Super- ieur de Tourisme" í París. Hún starfaði við leiðsögumennsku síðastliðið sumar fyrir Ferðaskrifstofu Austurlands. Skólinn er einkaskóli og hefúr verið starfræktur í 25 ár. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf og góð málakunnátta og þá sérstaklega góð frönskukunnátta. Skólagjöld á ári eru 30.000 franskir frankar. Námið í skólanum er skipulagt á þaxm hátt að á fyrra ári er nám almennt og allir nemar læra sömu fög, það er að segja frönsku, ensku, þýsku og spænsku, landafræði, hagfræði, þá sér- staklega ferðamálahagfræði, listasögu, mannkynssögu, þjóðháttafræði, ferðaskrif- stofútækni og rekstur, bókferslu, markaðs- setningu og inngang að franskri lögfræði og þá sérstaklega viðkomandi ferðamál- um. Á seinna ári velja nemar sér námsbraut, og valið snýst um þrjár deildir, en þær eru: ferðaskrifstofúskipulag og vinna, svæða- skipulagning fyrir ferðamenn og farar- stjóra- og skoðunarferðalagskipulag en þá deild valdi Jóhanna. í þessari deild er lögð sérstaklega mikil áhersla á listasögu, tungumál, sögu og landafræði. Fyrirlestrar eru alla daga vik- unnar og er skyldumæting á þá. Skólaárinu er skipt í þrjár annir og eru próf í lok hverrar annar. Verkefúavinna er ekki mikil í skólanum en nemendur eru látnir hanna ferðamannabæklinga nokkrum sinnum á ári. Starfsþjálfun er hluti af náminu og er ætlast til að nemendur öðlist hana yfir sumartímann í lágmark 2 mánuði. Skólinn útvegar nemum vinnu ef þess þarf en sú vinna er þá ólaunuð. Jóhanna fer leiðsögustarfið á íslandi metið sem starfsþjálfún en annars segir hún fólk vinna við mjög mismunandi störf, svo sem upplýsingaþjónustu á flugvöllum, ferðaskrifstofústörf, leiðsögn, umsjón á ferðamannastöðum o.fl. Eftir tveggja ára nám útskrifast nemendur með ríkispróf en þá geta nemendur úr ferðaskrifstofúskipu- lagsdeildinni bætt við sig einu ári í námi. Ferðir eru skipulagðar af skólanum yfir veturinn til ýmissa staða, en yfirleitt aðeins yfir helgi og eru þær ferðir algjörlega kostaðar af nemendunum sjálfúm. Innganga í skólann er frekar auð- veld vegna þess að skólinn er einkaskóli en það er mjög erfitt að ljúka prófi þar sem þau eru stöðluð fýrir allt Frakkland og þeir sem ná prófúm útskrifast með ríkis- diplom. Ástæðan fyrir því að prófin eru höfð svona erfið er sú að ríkið vill reyna að halda uppi miklum gæðum í ferðamála- þjónustu landsins. Jóhanna nefndi það að þar sem skólinn væri einkaskóli, væri gróði hans oft látinn sitja í fyrirrúmi fyrir velferð nemenda. Vinnuaðstaða er mjög slæm, mikil þrengsli og ekkert bókasafii. Kennarar skólans eru hinsvegar mjög góðir sem er aðalkostur skólans og gerir það að verkum að skólinn er talinn einn af betri ferðamálaskólum Parísar. Jóhanna segir erfitt að lifa í París sem ís- lenskur námsmaður á námslánum frá Lána- sjóði íslenskra námsmanna, þar sem þau séu mjög lág þrátt fýrir mikla dýrtíð í þessari höfuðborg Frakklands. Erlendir námsmenn eiga við margskonar vandamál að stríða í Frakklandi, til dæmis er land- vistarleyfis krafist í mörgum skólum og til þess að fá það frá lögreglunni eða útlend- ingaeftirlitinu þarf heilan bunka af hinum ýmsu pappírum, svo sem fæðingarvottorð, rafmagnsreikning leigusala, leigukvittanir, bréf frá lánasjóði o.fl. og alla pappíra þarf að láta þýða af skjalaþýðanda yfir á frönsku. Síðan er farið á útlendingaeftir- litsskrifstofúna, sem er aðeins ein í allri París fyrir erlent skólafólk, og þess vegna er nauðsynlegt að fara í biðröð kl. 5 að morgni til að reyna að fá afgreiðslu sinna mála á einum degi, en það vill þó svo ótrúlega til að þessi skrifstofa er opin alla virka daga vikunnar. Fyrir utan þessi mismunandi og marg- víslegu vandamál í Frakklandi vildi Jó- hanna láta það koma fram, að skólinn sem hún nemur við er mjög staðbundinn í kennslu og miðast við Frakkland, sem olli henni töluverðum vonbrigðum, þar sem hún bjóst við meiri alþjóðlegri fræðslu. Þeir nemendur sem útskrifast úr ferða- skrifstofudeildinni eru mjög vel búnir undir hinn almenna ferðamálavinnu- markað, einnig telur Jóhanna sig munu standa ágætlega að vígi með þá kunnáttu er hún mun öðlast úr fararstjóra- og ferða- skipulagsdeild, sérstaklega vegna þeirrar kunnáttu sem hún hefúr fengið hér á ís- landi sem leiðsögumaður. Jóhanna sagði að lokum að þeir sem hefðu starfað við ferðamál á íslandi að einhverju leyti og numið við ferðamálaskólann „Ecole Super- ieur de Tourisme" væru ágætlega búnir undir hinn almenna ferðamálavinnumark- að. 26 VIKAN 3. TBL.1989 I

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.