Vikan


Vikan - 09.02.1989, Qupperneq 29

Vikan - 09.02.1989, Qupperneq 29
DULSPEKI Aðalheiður er Ijón, fædd 8. ágúst 1921. Guðsteinn er í vogarmerkinu, hann er feddur 10. október 1918. „Vogin hæfir eiginlega öllum merkjum en ljónið er skapmcira," segir hann sposkur. Aðalheið- ur bætir við að Ijónið sé þolinmótt og óá- reitið. „En ef það reiðist þá eirir það engum. Enda má svo brýna deigt járn að bíti.“ Það var einmitt á afmælisdegi Guðsteins sem fundum þeirra Aðalheiðar bar íyrst saman. „Það var þannig að ég ákvað að fara sem ráðskona í sveit með drengina mína tvo af fyrra hjónabandi. Vinafólk mitt, Árni Böðvarsson íslenskufræðingur og Ágústa Árnadóttir kona hans, mælti eindregið með því að ég feri austur að bænum Köldukinn í Holtum en þar byggi bóndi sem héti Guðsteinn. Það varð úr að ég hélt austur með drengina mína. Þegar við kom- um að bænum varð mér litið upp í einn gluggann og sá þá hvar Guðsteinn og snúningspiltur á bænum voru í glugganum að gá til mannaferða. Ég vissi að Guðsteinn átti afmæli þennan dag svo ég dreif mig í að baka pönnukökur. Það var mitt fyrsta verk,“ segir Aðalheiður. Þau segja að það hafi ekki verið ást við fyrstu sýn þegar þau hittust en bæði hafi strax fundið að þau höfðu svipaðir skoðan- ir á málum og umfram allt hafi þau átt mjög gott með að ræða saman. „Við urð- um því fljótlega hrifin af hvort öðru. Og raunar teljum við trúlofúnardag okkar vera átján dögum eftir að ég kom austur eða 28. október 1963." En hvað var það sem Guðsteinn tók fýrst eftir í fari kvenskörungsins Aðalheið- ar Bjarnfreðsdóttur? „Það var hversu skemmtileg hún var í viðræðum. Og eins að hún hafði létt skap.“ „Gleymdu því ekki að þér þóttu pönnu- kökurnar mínar nú líka ágætar," skýtur Aðalheiður hlæjandi inn í samræðurnar. Guðsteinn hafði aldrei kvænst þegar hann hitti Aðalheiði. Hann var orðinn 45 ára og eins og hann orðar það sjálfúr: „Ég hafði afskrifað allt sem hét hjónaband." Þau telja bæði að það sé gott fyrir fólk að kynnast á þeim aldri sem þau kynntust á. „Fólk á þessum aldri býr yfir ákveðnum lífsþroska sem yngra fólkið hefúr ekki. Þetta er lífeþroski sem kemur sér vel og styrkir samböndin eigi fólk á annað borð saman." Það var á fimmtugsafmæli Guðsteins, 10. október 1968, að þau Aðalheiður gengu í sínu fínasta pússi inn í Mosfells- kirkju til að láta gefa sig saman. Hann 50 ára, hún 47 ára. Prestur var vinur þeirra, séra Bjarni Sigurðsson. En hvers vegna gifting eftir fimm ára sambúð og hringarn- ir komnir upp nokkru áður? „Það var Guðsteinn sem fékk þessa flugu í höfuðið. Hann vildi sameina fimm- tugsafmælið og hjónavígsluna." Þau Aðalheiður og Guðsteinn bjuggu í Köldukinn í tólf ár er þau fluttu til Reykja- víkur. Þau seldu um tvo þriðju af jörðinni en skildu um 200 hektara spildu eftir þar sem þau hafa reist sér sumarbústað og plantað sex þúsund trjáplöntum. Það er aldrei of seint að sjást. □ Frh. af bls. 17 ingarmönnum, kannski frá Vestfjörðum. Ég tóna hana alltaf viðstöðulaust þegar ég lendi í svipuðu andrúmslofti. Ég var hálf- smeykur í fyrstu þar sem það tók mig nokkurn tíma að átta mig á þessu, og var ég í einn og hálfan tíma að hindra ásókn þeirra. Nú tekur þetta mig ekki nema eina til tvær mínútur. En ég tek það fram að þetta er ekki beint mitt sérsvið. Þegar ég kom svo út undir Elliðahamar fékk ég einhvers konar opinberum. Ég fann að krafturinn hjá mér jókst um allan helm- ing og ég opnaðist allur. Þá gat ég talað við- stöðulaust við verndara mína í huganum og þeir útskýrðu fýrir mér hvernig ég get varið mig gegn ásækni og byggt mig upp. Þeir útskýra hvers vegna ég sjái oft slæmar verur, eins og blóðsugur, hjá fólki sem leitar til mín með vandamál sín. Þeir segja að í raun sé þetta hugur minn sem varpi meinsemdum fólksins á svona myndrænan hátt því þá eigi ég auðveldara með að magna mig upp og efla til baráttu þar sem ég er eldhugi. Þetta er sambærilegt við sjálfeefjunaraðferð tii heilunar sem kennd er við Simeton. Þá eru krabbameinssjúkl- ingar látnir ímynda sér hvítu blóðkornin sem óvígan her sem ráðist á aðskotafrum- urnar og brytji þær niður! Daginn fýrir Snæfellsásmótið hafði ég næt- urdvöl við rætur Snæfelsjökuls. Ég fékk þá skrítna tilfinningu sem ég hugsaði ekkert út í frekar, um að ég ætti að tína upp á- kveðnar jurtategundir, þar á meðal blóð- berg og bláberjalyng sem er notað m.a. sem grasate. En í annan poka tíndi ég jurtir sem ég kannaðist ekki við. Ég reyndi að stilla mig inn á að fá skýringu á því hvað ég ætti að gera við þær. Ég finn mikinn kraft og uppstreymi ffá Snæfellsjöklinum og hélt ég að þetta gæti tengst honum og fengi ég einhverja sérstaka hæfileika við neyslu þessara jurta. Ég fékk skilaboð um að ég ætti að sjóða þær í marga tíma og blanda síðan við feiti sem ég var með. Þá fóru að renna á mig tvær grímur því mig fór að gruna að þetta væri einhvers konar ofekynjunarblanda. Mér tókst ekki að fá á tilfinninguna að þetta væru verndarar mínir, heldur væri þarna eitthvað annað gruggugt á seyði. Ég fleygi þá jurtunum frá mér og finn ég þá geðrænan stormsveip þyrlast í kringum mig af alls konar kyndug- um verum sem ögra mér og hæða og segja að ég eigi eftir að sjá eftir því að hafa ekki farið að ráðum þeirra. í gamni má segja að verið væri að freista mín í lok um það bil 40 daga veru minnar í óbyggðum. En ég hallast þó helst að því að þetta hafi verið galdratrúarmenn aftan úr grárri forneskju. Fyrir mig er það afturför að fást við svona lagað þó að sumir fái eitthvað út úr því. Eftir þetta róaðist ég og bjó bara til te úr blóðberginu og bláberjalynginu. Mér finnst að ég hafi styrkst mikið eftir að hafa sigrast á þessari áraun. Ég fann að verndar- arnir voru að undirbúa mig undir að stunda andlegar lækningar á Snæfellsás- mótinu, þó ég vissi fyrirfram ekki hvað ég átti að gera þar. Svo kom að því að ég flutti minn fyrirlestur á mótinu og fékk þá ég mína eldskírn. Þá kom yfir mig meiri heil- unarandi en ég hef áður fundið. Ég man þó lítið eftir því, þar sem ég var í dái mest all- an tímann. Þarna voru um hundrað manns og hafa margir þeirra tjáð mér hrifningu sína. Eftir þetta viðburðaríka sumar hef ég náð ákveðinni staðfestu og grunni í lífi mínu og fullorðnast mikið.“ — Hvar ertu núna staddur í lífsbarátt- unni? ,Já, ég er búinn að ljúka námi í nuddi hjá danskri konu að nafni Lone Svargo hér á landi. Einnig kemur ýmislegt að notum sem ég hef Iært í sálvaxtarnámskeiðum hjá Þrídrangi og víðar og hef ég leitast við að samræma það við yfirskilvitlega hæfileika mína. Ég tek fólk í slökunarnudd og öndunaræfingar og beiti innsæi til að Iosa um spennu- og tilfinningahöft í líkaman- um. í þeim tilvikum hefur fortíðarskyggni oft komið að góðum notum til að grafast fýrir um orsakir meina þess. f sumum til- vikum hef ég jafnvel séð aftur í fýrri jarð- vistarlíf ef þörf hefúr verið á því. Ég get þó aðeins beitt fortíðarskyggni við fólk sem er opið, móttækilegt og hefúr einlæga þrá til að bæta líf sitt. Ég hef í bígerð að halda námskeið í næmniþjálfún, þ.e. hvemig hægt er að þroska næmni og dulræna hæfileika sem raunar allir hafa en vita bara ekki af því. Mér finnst almennt að íslendingar séu undir miklu andlegu og tilfinningalegu álagi og kæmi það ekki til, ef við værum ekki kraftmikil og athafnasöm þjóð. En við þurfúm að varast að ofgera okkur til bæði sálar og líkama og gefa meiri gaum að innri manni og rækta garðinn," sagði svo hinn ungi og geðþekki garðyrkjumaður úr Borgarfirði að lokum. □ 3. TBL. 1989 VIKAN 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.