Vikan


Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 35

Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 35
bæjarstjórnarkjörs í Reykjavík. Þær náðu allar kjöri. Með lögum um bæjar- og sveitastjórnir 1926 var rutt í burtu síðustu leifum kynjamisréttis er snerti kosninga- rétt og kjörgengi. Það var svo fyrst árið 1915 að íslenskar konur og hjú fengu kosningarrétt til al- þingis sem þó var miðaður við 40 ára aldur, og aldursmörkin lækkuð niður um eitt ár næstu fimmtán árin. Konur fögnuðu því mjög og reykvískar konur ákváðu að fagna þessu og sýna þakk- læti sitt með hátíð 7. júlí þegar Alþingi kæmi saman. Og var það gert. Þessi mikli kvennabaráttuáhugi lognaðist fljótlega útaf. Ástæðan var ef til vill sú að nefhdina skipuðu eiginkonur og sytur helstu emb- ættis- og fyrirmanna landsins. Þær konur sem minnst þurftu fyrir lífinu að hafa. Enda fannst Skúla Thoroddsen of snemmt að bera ffarn þakklæti. Með nýrri stjórnar- skrá árið 1920 var aldurstakmarkið ffá 1915 fellt í burt og var lögfest fullt og skil- yrðislaust jafhræði með konum og körlum um kosningarétt og kjörgengi. Árið 1916 var kona í ffamboði til alþing- is, en hún komst ekki á þing. Aðeins rúm- lega 10% kvenna, er á kjörskrá voru, greiddu atkvæði í landskjörinu en rúm 30% í kjördæmakosningunum. Árið 1922 er Ingibjörg Hákonardóttir Bjarnason kos- in á alþingi af sérstökum kvennalista og fékk hann 22.4% atkvæða. Kjörsókn kvenna var þá orðin 32.2%. Samkvæmt upplýsingum úr Hagskýrslum Islands var kosningaþátttaka kvenna 87.1% í alþing- iskosningum árið 1983. Kemur góð guðs gjöf til síns brúks í lögum um stofhun Háskóla 1909 segir: „Hver sá, kona sem karl, er lokið hefur stúdentspróG við hinn almenna mennta- skóla eða annan lærðan skóla honum jafh- gildan, á rétt á að vera skrásettur háskóla borgari..M) Tveimur árum seinna eru sett lög á al- þingi um rétt kvenna til embættisnáms, námsstyrks og embætta og hljóða svo: „1. grein. Konur eiga sama rétt eins og karlar til að njóta kennslu og Ijúka fullnað- arprófí í öllum menntastofnunum landsins. — 2. grein. Konur eiga sama rétt eins og karlar til hlutdeildar í styrktarfé því, sem veitt er af opinberum sjóðum námsmönnum við æðri og óæðri mennta- stofnanir landsins. - 3- gr. Til allra emb- ætta hafa konur sama rétt og karlar, enda hafa þær og í öllum greinum, er að emb- ættisrekstri lúta, sömu skyldur og karl- ar.“ 19) Urðu miklar umræður á alþingi um þessa löggjöf. Jón Þorkelsson alþingismað- ur taldi að bannað væri frá elstu öld- um kristninnar, að konur hefður nokkuð predikarastarf á hendi, og vitnaði til Páls postula: „Sem byði, að konur sky'ldu halda sér saman í kirkjunni og steinþegja ísöfnuðin- um. Taldi hann nú, að ef þetta frumvarp yrði samþykkt sem lög, þá þýddi það, að lúterska kirkjan gæti ekki lengur verið þjóðkirkja hér, og ef lögin næðu staðfest- ingu konungs, þá væri þar með staðfest stjómarskrárbrot. “20) Bríet hefur, hneyslunarfúll, eftir Jóni þau ummæli: „að þótt konur væru góð guðs gjöf til síns brúks, þá væru þær ekki færar í emb- ætti, sem karlmönnum væru sérstaklega ætiuð." 21) Með jafhréttislögunum frá 1911 hafði aðgangur kvenna að menntastofhunum landsins aukist, og réttur til hvers konar iðnnáms, þó jafhrétti væri síður en svo í augsýn. En meistarakerfið var til skamms tíma næstum óyfirstíganleg hindrun fýrir konur. Meistarar voru tregir á að fá konur í stétt sína. Um aldamótin fóru nokkrar konur í prentnám, en ekki varð það fyrr en 1959 að kona lauk fullgildu prófi úr prentiðn. Þó konur hafi lengst af saumað öll föt, er það einkennilegt að langt er komið ffam á 20. öld, þegar kona fer hér fýrst fullgilt meistarapróf sem klæðskeri. Hárgreiðsla sem áður fýrr var talin til þjónustu, en telst nú til iðngreinar, var svo til eingöngu í kvenna höndum. Fram kemur að árið 1969-1970 voru 71 af 75 konum í Iðn- skólanum í hárgreiðslu. Árið 1985 voru 29 nemar í iðninni, þar af 2 karlmenn. ■ Það var svo fyrst árið 1915 að íslenskar konur og hjú fengu kosningarétt til Alþingis sem þó var miðaður við 40 ára aldur, og aldursmörkin lœkkuð niður um eitt ár nœstu fimmtán árin. ■ Nýju lögin eru mörkuð af fyrri reynslu. Það er síðan á valdi kvenna að þau nái tilœtluðum árangri. Fáar konur munu hafa stundað verslun- ar- og skrifstofustörf fýrir aldamótin 1900. „Skrifstofustörf voru lengi karlastörf. Þó er vitað að Jarþrúður Jónsdóttir Péturs- sonar háyfírdómara hafí unnið á skrifstofu Alþingis fyrir 1890 og Marta Pétursdóttir Guðjohnsen hafí unnið ólaunuð skrifstofu- störf á þessum árum er hún hjálpaði manni sínum Indriða Einarssyni, m.a. við endurskoðun landsreikninga en „Hún var hárviss reikningsmaður, sem ávallt reikn- aði rétt,“ skrifaði hann um hana. Með til- komu ritvélanna sem krefjast fíngrafími og þolinmæði óx eftirspurn eftir konum til skrifstofustarfa. “22) Árið 1961 voru Iög um launajöfnuð kvenna og karla samþykkt ffá alþingi. 1. málsgrein laganna hljóðar svo: „1. gr. Á árunum 1962 -1967skulu laun kvenna hækka til jafhs við laun karla fyrir sömu störf í eftirfarandi starfsgreinum: al- mennrí verkakvenn a vinnu, verksmiðju- vinnu og verzlunar- ogskrifstofuvinnu.‘2i) Árið 1983 ríkti töluverður launamunur kynja í ofangreindum störfum, en þó mest í skrifstofustörfúm. Karlar höfðu 32% hærra meðaltímakaup en konur og 30% hærra í dagvinnu innan höfuðborgar- svæðisins en mismunur mun meiri utan þess. Löng þróun leiddi til þess að lög voru sett árið 1976 um jafhrétti kvenna og karla. Ný jafnréttislög voru síðan sett árið 1985 um jafha stöðu og jafhan rétt kvenna og karla. Til að jafhréttislög nái tilgangi sínum, skiptir ekki síður máli vilji stjórn- valda og almennings til að fýlgja þeim. Nýju lögin eru mörkuð af fyrri reynslu. Það er síðan á valdi kvenna að þau nái til- ætluðum árangri. Kaffibolli til að halda í þeim lífinu og 25 aurar í laun Hagur kvenna í byrjun tuttugustu aldar- innar, í fiskvinnu og þjónustustörfum, var afar bágborinn. Því var það nauðsyn að stofna til félagssamtaka til að gæta hags- muna verkakvenna. Þann 25. október 1914 var Verka- kvennafélagið Framsókn stofnað. Hefur félagið barist þrotlausri baráttu fýrir brauði og mannréttindum lægstlaunuðu starfsstéttar þjóðarinnar, óhvikult fylgi við hugsjónir vinnustéttanna, frelsi jafhrétti og bræðralag. „Fyrstu lögin segja skýrt til um tilgang félagsins: 1) Að styðja og efía hagsmuni og at- vinnu félagskvenna. 2) Að koma betra skipulagi á alla dag- launavinnu þeirra. 3) Að takmarka vinnu á öllum helgidög- um. 4) Að efla menningu og samhug félags- ins.‘*4) Kaupgjaldsmálin voru efst á lista, og var fýrsti kaupgjaldslistinn gerður árið 1914: „1. gr. Almennur vinnudagur innan verkakvennafélagsins Framsóknar er frá kl. 6 að morgni til kl. 6 að kvöldi. Haldi félags- konur áfram vinnu eftir kl. 6, skal það talin eftirvinna. 2.gr. Almennt verkakonukaup sé 25 aur- ar, um tímann hlunnindalaust, en 20 aurar, þar sem skaffað er soðning og matreiðsla. Eftirvinna frá kl. 6-10 borgist með 30 aur- um um tímann, en nætur- og helgidaga- vinna með 35 aurum um tímann. Kaup þetta miðast við 16—60 ára aldur.“ 25) Þrátt fyrir langan vinnudag og lág laun, komu upp mótmæli, óttuðust ýmsar konur að þær fengju ekki vinnu ef þær gerðu kröfur um betri kjör. í fýrstu kaupgjalds- baráttunni voru laun kvenna þó aðeins um 71.4% af launum karla. Það þurfti að stappa í þær stálinu og losa þær undan hræðslunni við húsbændurna sem í fyrstu hótuðu vinnumissi ef þær feru ffam á hærra kaup. En skelfing at- vinnuleysisins vofði stöðugt yfir. Aðbúnaður verkakvenna á þessum árum var mjög slæmur, og vinnudagur oft afar langur. Konur sem unnu í „vaskinu" máttu una við að koma að körunum á morgnana, í allt að 15 stiga lfosti og byrja á því að brjóta sig í gegn um ísinn 1-1.5 sm þykkan áður en vaskið gæti hafist. Til að halda í þeim lífinu, var þeim ferður kaflfisopi ann- an hvern klukkutíma. 3. TBL. 1989 VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.