Vikan


Vikan - 09.02.1989, Page 36

Vikan - 09.02.1989, Page 36
Hreinlætisaðstaða var engin, önnur en fjaran. Aðbúnaður á vinnustað var alfarið einkamál vinnuveitandans. Kröfur um fæðingarorlof með launum komu fyrst 1944 — fékkst 1970 Sömu laun fyrir sömu vinnu hefur alltaf verið baráttumál Framsóknar. Hápunktur þeirra baráttu var þegar lögin um launa- jöfhuð kvenna og karla voru samykkt á Alþingi 27. mars 1961. Mikill hluti fiskvinnslunnar nú er í höndum kvenna líkt og ullariðnaðurinn áður var. Fyrir 1975 hlutu tiltölulega fáar konur menntun til að sinna aðalatvinnu- vegi þjóðarinnar en hefur þó aukist síðasta áratuginn. „Fjöldi brautskráðra fískiðnaðarmanna og fískiðnaðartækna írá Fiskvinnsluskólan- um á árunum 1975, 1980 og 1985. Fiskiðnaðarmenn Ár Konur Karlar Alls 1975 1 10 11 1980 9 4 12 1985 4 5 9 Fiskiðnaðartæknar Ár Konur Karlar Alls 1975 — 13 13 1980 1 9 10 1985 1 1 2“26) Konur eru flestar í þjónustugreinunum eða 37,4% af ársverkum kvenna og 52.9% mannaflans. í opinberri þjónustu eru kon- ur flestar í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Eftir að ísland varð lýðveldi árið 1944 fara konur að sækja dálítið meira inn í stéttir þar sem áður voru karlar eingöngu. Einnig fara þær að takast á hendur störf sem áður voru lítt eða óþekkt hérlendis. Ef tekin eru til ný kvennastörf eða kon- ur í gamalgrónum karlastörfum, mun auð- velt að nefha meira en 400 starfsheiti ís- lenskra kvenna nú á 9. tug 20. aldarinnar. Árið 1944 gerir Landsfundur Kvenrétt- indafélags íslands kröfur um 3j mánaða fæðingarorlof með launum fýrir allar kon- ur í atvinnulífinu. í reglugerð um orlof og veikindaforföll starfsmanna ríkisins 87/ 1954 11. grein: „Vegna barnsburðar skal kona eiga rétt á að vera fjarverandi með fullum launum í samtals 90 daga. Séu lengri frátafír nauð- synlegar að dómi lækna, skal meta þær eft- ir ákvæðum um veikindadaga. “27) Margrét Sigurðardóttir flutti á Alþingi frumvarp til laga um 90 daga feðingaror- lof fýrir konur sem taka laun fyrir vinnu sína, en án árangurs. Það er fýrst eftir verkfall árið 1970 að tekst að fá feðingar- styrk frá atvinnurekendum, sem svaraði dagvinnulaunum einnar viku. Seinna var annarri viku bætt við, og 1975 var feð- ingarstyrkurinn dagvinnukaup í þrjár vikur. Árið 1980 voru sett lög um að allar kon- ur ættu rétt á feðingarorlofi í þrjá mánuði í hlutfalli við atvinnuþátttöku, og það greitt úr lífeyrisdeild Tryggingastofnunar. Ekki urðu miklar breytingar á jafnréttis- málum kvenna hér á landi fram á sjöunda áratuginn. Áhuginn hafði sofnað fast, eftir 36 VIKAN 3.TBL.1989 að konur fengu kosningarétt. Það var ekki fýrr en eftir 1970 að endurvakning jafn- réttis- og kvenffelsishugmynda varð í kjölfar stúdentaóeirðanna í lok sjöunda áratugarins. í nóvember 1967 á allsherjarþingi S.Þ. var samþykkt yfirlýsing um afnám alls mis- réttis gagnvart konum, og orðum beint til stjómvalda allra landa. 1972 ákváðu S.Þ. að árið 1975 yrði alþjóðlegt kvennaár. Kvennaárinu vom valin einkunnarorðin: Jafhrétti — þróun — friður. Árið 1974 sameinast nokkur hagsmuna- félög kvenna og mynda samstarfsnefnd um kvennaárið. Ríkisstjómin skipaði sérstaka nefhd í tilefhi kvennaárs er skyldi kanna stöðu til náms, í atvinnulífi og launakjör þeirra. Formaður nefndarinnar var Guð- rún Erlendsdóttir. Þegar nefndin lauk störfum 1977 var Jafnréttisráð stofhað. Var Guðrún einnig fýrsti formaður þess. Kvennafrídagurinn 24. október var stærsti viðburður kvennaársins. Talið er að um 90% íslenskra kvenna hafi lagt nið- ur störf og sýnt ffam á að þjóðfélagið er óstarfhæft án þeirra. Svo vel heppnuð að- gerð gerði hvorttveggja að sanna mikil- vægi vinnuframlags þeirra og efla þann styrk sem í samstöðunni felst. Konur að hasla sér völl á öllum vígstöðvum karlaveldisins Konur vom svo að segja ósýnilegar í stjóm landsins við upphaf kvennaáratugar. Þær vom þá innan við 4% sveitarstjórn- armanna og aðeins 5% alþingismanna. Þessi staða hefur tekið breytingum til batnaðar, þó enn eigi konur langt í land að ná því marki að stjóma landi sínu í sann- gjörnu hlutfalli við fjölda. Kvennaframboðin árið 1982 komu fram vegna mikillar óánægju kvenna með hversu áhrifalitlar þær höfðu verið í stjómun og mótun samfélagsins. Hlutur þeirra jókst í tæp 13% sveitarstjórnar- manna og í 15% alþingismanna. í mars 1988 sýndi skoðanakönnun að Kvennalistinn væri með mest fýlgi allra flokka! Fékklistinn 19,2% afheildinni sem er um 6,9% aukning fylgis. Hefir þetta vak- ið mikla athygli víða um heim og konur í öðmm löndum leita sífellt meira hingað til lands um fýrirmyndir og ráðleggingar. Konur hafa tekið við fleiri ábyrgðarstöð- um í þjóðfélaginu. Árið 1985 voru þó allir ráðuneytisstjórar karlar, ein kona gegndi þá stöðu skrifstofustjóra í menntamála- ráðuneytinu. Engin kona var bankastjóri, sýslumaður né bæjarstjóri. Þá taldist enn tiltölulega sjaldgæft að konur veittu stofn- unum eða fyrirtækjum forstöðu, eða tæp 5%. Á síðastliðnum ámm hefur konum fjölg- að til muna í æðri embættum. Sem dæmi má nefna aðstoðarmenn ráðherra, banka- stjóra, borgardómara, deildarstjóra í ráðu- neytum o.fl., ásamt þeirri staðreynd að kona skipar æðsta embætti landsins. Fyrsta konan sem kosin var lýðfrjálsri kosningu í forsetaembætti. Kjör Vigdísar Finnbogadóttur árið 1980 í embætti forseta íslands er án efa merkasti viðburður undanfarins áratugar, og talið eitt merkið um afrakstur kvennaársins og hugarfarsbreytingar á kvennaáratug. Við kjör Vigdísar Finnbogadóttur til forseta íslands er svo sannarlegar brotið stórt blað í kvennasögu. Kjör hennar vakti heimsathygli og beinast augu fólks enn meira að þeirri staðreynd að konur em að hasla sér völl á öllum vígstöðvum „gamla karlaveldisins". Því betri sem félagsleg og efnahagsleg staða og menntun kvenna er, þeim mun auðveldara er fýrir þær að velja. Líf kvenna þarf ekki endilega að vera í klafa heldur geta þær brotist út úr viðjunum og sjálfar haft áhrif á vinnumarkaðinn í framtíðinni. Til þess að hægt sé að breyta kynskipt- ingunni á vinnumarkaðnum er nauðsyn- legt að einhver kerfi, einhverjir karlar og einhverjar konur gefi hvert öðm meira olnbogarými, bæði heima og á vinnustað. Á hvorugum staðnum verður gott að vera ef hnignun og vanr æksla kemur til. Grein þessi var unnin af höfundum sem heimildarritgerð sem þær nefha „Ágrip af atvinnusögu íslenskra kvenna". Tilvitnanaskrá: I) Vinna kvenna á Islandi: bls. 19. 21 Vinna kvenna á Islandi: bls. 27. 31 Vinna kvenna á íslandi: bls. 32. 4) Vinna kvenna á (slandi: bls. 63. 5) Fyrirlestur í M.R. 61 Vinna kvenna á íslandi: bls. 50. 7) Vinna kvenna á íslandi: bls. 52. 8) Merkir íslendingar: bls. 56. 9) Ártöl og áfangar: bls. 1. 10) Konur og kosningar: bls. 29. II) Vinna kvenna á íslandi: bls. 419. 12) 99 ár: bls. 76. 131 99 ár: bls. 76. 14) Vinna kvenna á Islandi: bls. 434. 15) Straumar og stefnur: bls. 181. 16) Vinna kvenna á Islandi: bls. 417. 17) Ártöl og áfangar: bls. 12. 18) Ártöl og áfangar: bls. 3. 191 Ártöl og áfangar: bls. 3. 201 Konur og kosningar: bls. 96. 21) Konur og kosningar: bls. 97. 221 Almanak Veru: 1987, október. 231 99 ár: bls. 170. 24) 99 ár: bls. 70. 251 99 ár: bls. 72. 261 Konur hvað nú? bls. 62. 27) Ártöl og áfangar: bls. 15. Heimildaskrá: Afmælisrit (tímarit). Verkakvennafélagið Fram- sókn 50 ára 1914-1964, ritstjóri: Guðjón B. Bald- vinsson. Almanak Veru 1987, október. Anna Sigurðardóttir: Vinna kvenna á íslandi. Reykjavík, Kvennasögusafn Islands, 1985. Anna Sigurðardóttir: Artöl og áfangar i sögu ís- lenskra kvenna frá 1746-1975. (fjölrit). Brjótum múrana (fréttabréf). Útg. Brjótum múr- ana BRYT, Akureyri, desember 1987. Dagblaðið Vísir. 67. tbl., mánudagur 21. mars 1988. Elínborg Sturludóttir: Fyrirlestur um kvenrétt- Indabaráttu á íslandi í M.R. Reykjavík, febrúar 1988. Gísli Jónsson: Konur og kosningar. Reykjavik, bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1977. Gylfi Gröndal: 99 ár Jóhanna Egilsdóttir. Reykja- vík, Setberg, 1980. Heimir Pálsson: Straumar og stefnur f íslensk- um bókmenntum frá 1950. Reykjavík, Iðunn, 1987. Jón Guðnason: Merkir íslendingar. VI b., Reykja- vík, Bókfellsútgáfan hf., 1967. Konur hvað nú? útg. 85 nefndin, samstarfsnefnd í lok kvennaáratugar S.Þ. og Jafnréttisráð, Reykja- vík 1985.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.