Vikan


Vikan - 09.02.1989, Side 47

Vikan - 09.02.1989, Side 47
Ber góðan hug til sjúkra og gamalla — en vill ekkert eiga undir henni sjálfur Guðmundur sagðist vita og vera viss um, að Guðrún Helgadóttir bæri góðan hug til sjúkra og gamals fólks, sem ætti í erfiðleikum. „í þeirri afstöðu sinni er hún heilsteypt," sagði hann. „Ég verð því mið- ur hins vegar að viðurkenna það, að þó svo ég vilji veg Sjálfstæðismanna í stjórn- málum sem minnstan, þá vildi ég ffemur eiga mitt undir Þorvaldi Garðari Kristjáns- syni sjálfstæðisþingmanni og forvera Guðrúnar í starfi þingforseta, heldur en Guðrúnu. Sannast sagna þá vil ég ekki eiga neitt undir Guðrúnu Helgadóttur," sagði Guðmundur J. Guðmundsson að lokum. Fór fyrst að styðja Guðrúnu í Gervasoni-málinu Margrét S. Björnsdóttir, félagsffæðingur og endurmenntunarstjóri Háskóla íslands er sú úr hópi stuðningsmanna Guðrúnar Helgadóttur, sem við vitnum hér í undir nafhi. „Ég kynntist Guðrúnu fyrir einum tólf árum en það var fyrst í svo kölluðu Gerva- soni-máli, sem ég fór beint að styðja hana,“ segir Margrét. „Þá komst ég að raun um hvað Guðrún var hugrökk í stjórnmálum og umfram allt góð manneskja. í þessu Gervasoni-máli komst hún upp á kant við flesta ráðamenn í flokknum og átti tölu- vert undir högg að sækja,“ segir Margrét. „Guðrún gaf þá yfirlýsingar um það að hún væri hætt að styðja ríkisstjórnina ef Gerva- soni yrði vísað úr landi. Ráðherrar Alþýðu- bandalagsinbs urðu æfir,“ segir Margrét. Því má skjóta hér inn í, að Gevasoni var ungur ffanskur maður, sem barst hingað til lands Iandflótta undan herskyldu í Frakklandi. íslensk yfirvöld voru um það bil að senda hann til Frakklands í gegnum Danmörku, þegar mikil mótmæli hófúst hér á landi. Meðal annars stóðu verkalýðs- félögin fyrir útifúndi á Lækjartorgi í Reykjavík þar sem þess var krafist, að hætt yrði við að senda Gervasoni úr landi á meðan allt benti til þess að hann lenti beint í frönsku herfangelsi. Hótaði að hætta stuðningi við stjórn Gunnars Thor í þessum fundi stóðu þau saman sem ræðumenn Guðrún Helgadóttir og Guð- mundur J. Guðmundsson ásamt fleirum. Guðrún gaf þar út yfirlýsingu um það að ef Gervasoni yrði sendur úr landi, þá væri stuðningi hennar við ríkisstjórnina lokið. Þetta var grafalvarlegt mál, því ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen, sem þá sat, hafði að- eins eins atkvæðis meirihluta og mátti ekki við því að missa Guðrúnu úr sínum töðum. Stuðningsmenn Guðrúnar og þar með talin Margrét S. Björnsdóttir telja ffam- göngu hennar í Gervasoni-málinu henni til mikils sóma. Guðmundur J. Guðmundsson og fleiri andstæðingar hennar telja hins vegar að Gevasoní málið sé gott dæmi um upphlaup Guðrúnar út af engu. Meira að segja segja sumir andstæðingarnir, að Guðrún hafi gefið út yfirlýsingarnar í mál- inu gegn betri vitund og vitandi það að verið var að leysa málið á bak við tjöldin og í samráði forsætisráðherra íslands Gunnars Thoroddsen og Ankers Jörgen- sen, þáverandi forsætisráðherra Danmerk- ur. En hvað um það, ffamganga Guðrúnar Helgadóttur í Gervasoni-málinu vakti mikla athygli. Töluverður einfari í pólitík Og áfram með það sem Margrét S. Björnsdóttir endurmenntunarstjóri Há- skólans hefur um Guðrúnu að segja. „Guðrún Helgadóttir er töluverður ein- fari í pólitík innan Alþýðubandalagsins, þó ótrúlegt megi virðast. Hennar helsta ein- kenni er heiðarleikinn. Þessi heiðarleiki, sem til dæmis gerir það að verkum, að hún talar hreint út um hlutina eins og um dag- peninga alþingismanna erlendis, svo við minnumst á það nýjasta." Margrét S. Björnsdóttir var ómyrk í máli.þegar hún ræddi um afstöðu and- stæðinga Guðrúnar innan Alþýðubanda- lagsins. Gamla liðið í flokknum hatar hana „Þetta gamla lið í flokknum hatar hana eins og pestina. Það hatar hana vegna þess hve vinsæl hún er meðal almennra kjós- enda flokksins. Guðrún Helgadóttir er sú eina af þingmönnum Alþýðubandalagsins, sem fólk trúir að sé að segja satt. Guðrún er nefnilega heiðarleg og þetta finnur venjulegt fólk og þess vegna styður það hana. Hún hefur auðvitað gert ýmis póli- tísk mistök en líka brillerað á því sviði á milli. Þrífst illa í fjandsamlegu umhverfi Það háir Guðrúnu mjög, að hún þrífst illa í fjandsamlegu umhverfi. Þannig um- hverfi má hún búa við í flokksstarfi Alþýð- ubandalagsins meira og minna og þetta háir henni eins og ég sagði. Vegna þess að hún er einfari í pólitík eins og áður var búið að segja þá missir hún stundum jarð- samband í þessu fjandsamlega umhverfi og þá verða henni helst á mistök." Margrét S. Björnsdóttir sagðist að lok- um vilja leggja áherslu á það hverjir helstu kostir Guðrúnar Helgadóttur væru. „Hún er heiðarleg, hugrökk og mjög góð mann- eskja. Þetta hefúr hinn almenni kjósandi fúndið og þess vegna hefur Guðrún verið svo vinsæl sem raun ber vitni,“ sagði Margrét S. Björnsdóttir að lokum. □ lannifer Ames á ftFVIKNUM Rauðskinna Sími: 651099 Hann lýsti í kring með sínu vasaljósi. Þama voru fót- spor allt um kring og virt- ust ný. Ein spor frá veggnum að Ijósinu en síðan mörk í kringum það og loks tvenn spor milli vasa- Ijóssins og kvíslarinnar, sem þama var skammt frá. Hugh rakti sporin. Þau enduðú í mikilli upp- rótaðri leðju á kvíslarbakkanum. Hann lýsti niður í kvíslina og stirðnaði upp. Leigh liðþjálfi lá upp í loft á botninum á kvíslinni. Hann var dauður. Höfuðkúpan hafði verið moluð öðm megin af þungu höggi. BÓKAÚTGÁFAN RAUDSKINNA 3. TBL. 1989 VIKAN 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.