Vikan


Vikan - 09.02.1989, Page 48

Vikan - 09.02.1989, Page 48
Dóttir hennar hafði slasast og hún þurfti að flýta sér henni til hjólpar. Hún rœsti bílinn en um leið og hún beygði honum út ó götuna só hún manninn sem sat í aftursœtinu Samtal frá Venning. Gerið svo vel! Hinar fáu sekúndur, sem liðu, með- an stöðin var að gefa samband, voru nær því óþolandi. Hún kreisti símtólið með skjálfandi hendi og dró and- ann stutt og óreglulega. Eitthvað alvarlegt hlaut að hafa gerst, - eitthvað viðkomandi Önnu. — Halló! - Loksins. Hún þekkti rödd Markúsar bónda. — Gott kvöld, frú Dóra. Mér þykir það mjög leiðinlegt, en... þér verðið að koma hingað upp eftir undir eins. Litla dóttir yðar hefúr orðið fyrir slysi. — Nautið slapp út fyrir hálftíma, einmitt þegar Anna var að koma heim ffá hlutaveítu í samkomuhús- inu, og réðst á hana Þér verðið að koma undireins, frú Dóra. Henni líður mjög illa, og hún kallar stöðugt á yður. 48 VIKAN 3. TBL. 1989 Frú Dóra hélt niðri í sér andanum og hlustaði. Eitt enn, ffú Dóra. Takið lækni með yður. Gamli héraðslæknirinn er að vísu á leiðinni hingað, en hann þarf að fara í sjúkravitjun á eftir, svo að hann getur ekki verið hjá Önnu. Flýtið yður nú! — Ég kem, snökti hún. — Ég verð komin eftir hálftíma. Hún skellti á og hringdi þegar aftur. Hálfri mínútu síðar hafði hún náð sam- bandi við heimilislækni sinn, Martein. — Sjálfsagt, ffú Dóra. Ég skal koma með yður. Ég verð tilbúinn eftir augnablik. Ver- ið sælar. Hún greip töskuna sína og bíllyklana, smeygði sér í kápu og fór út úr íbúðinni. Hún hljóp að bílskúrnum, reif hurðina upp á gátt og ræsti vélina. Um leið og hún beygði hinum stóra og þunga vagni út á regnvota götuna, fékk hún óljóst hugboð um að hún væri ekki ein í bílnum. Hún sneri sér við í sætinu og hrökk við. í aftur- sæti bílsins, úti í einu horninu og með and- litið hálfhulið myrkri, sat afar vel klæddur ungur maður með vindling milli fingr- anna. Hún renndi bílnum upp að gang- stéttinni og stöðvaði hann. — Hver eruð þér eiginlega? spurði hún, — og hvað eruð þér að gera í bílnum mínum? —Jæja þá, sagði ungi maðurinn undrandi og lyffi höfði. — Þér getið þá séð mig. - Haldið þér, að ég sé blind eða hvað? spurði hún hörkulega. — Út með yður. Þetta er engin leigubiffeið. Ungi maðurinn sat sem fastast og sló öskuna af vindlingnum hinn rólegasti. -

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.