Vikan


Vikan - 09.02.1989, Síða 49

Vikan - 09.02.1989, Síða 49
Svo þér getið séð mig, sagði hann aftur. — Annað eins hefur ekki komið fyrir mig áður. - Viljið þér nú gera svo vel að fara, endurtók hún. — Annars kalla ég á lög- regluþjón mér til hjálpar. Ungi maðurinn sýndi ekkert fararsnið á sér, heldur vafði svörtum möttlinum þétt- ar um sig og fékk sér reyk. Hann var í svörtum alklæðnaði, með óvanalega fölt andlit, næstum því skjanna- hvítt, með tveimur dimmum, innstæðum augum og þunnum, blóðlausum vörum. Og þrátt fyrir hið fíngerða og vingjarnlega bros, sem lék um varir hans, var eitthvað djöfullegt við hið hæga, en ákveðna lát- bragð hans, þegar hann benti ffam eftir veginum og sagði: — Akið áfram, frú. Tím- inn er dýrmætur. — Heyrið þér, hvað ég segi? sagði hún reiðilega. — Þetta er ekki leigubiffeið, sem ekur fólki hingað og þangað. Aftur kom þetta daufa bros og aftur þessi skipandi bending. — Eyðið nú ekki tímanum til einskis, frú. Það er löng leið til Venning! Hún kipptist við og fölnaði, og hún fann, hvernig kaldur svitinn rann niður eftir baki hennar. - Hvernig vitið þér að ég ætla til Venning? spurði hún. — Hver eruð þér? - Ég er Dauðinn! sagði ungi maðurinn rólega. Hann rannsakaði hinn undrandi svip hennar og fann, að hún trúði ekki sín- um eigin eyrum. Hann hló stuttum, hásum hlátri, sem varla virtist mannlegur. — Já, frú. Yður misheyrðist ekki. Ég er Dauðinn! Hún varð sem steini lostin. — Jæja þá, hugsaði hún. Maðurinn er þá vitlaus. Hún sneri sér snöggt fram í sætinu og ók að næsta götuhorni, þar sem hún sá til ferða lögregluþjóns. Um leið og hún kom að horninu, hemlaði hún snögglega og stökk út úr bifreiðinni og út á blauta gangstétt- ina. — Lögregluþjónn! hrópaði hún og benti aftur í bílinn. — Viljið þér ekki tala við þennan unga herra hérna? Hann hefur sest að í bílnum mínum og neitar að fara út úr honum. Lögregluþjónninn gekk upp að bílnum opnaði afturhurðina og stóð svolitla stund ráðvilltur og litaðist um í bílnum. — Um hvaða mann eruð þér eiginlega að tala, frú? Bíllinn er alveg tómur. Hann hefur ef til vill hlaupist á brott? — Guð hjálpi yður, maður! sagði hún óþolinmóð. - Eruð þér blindur eða hvað? Þarna situr hann í sætinu beint fýrir fram- an yður. Lögregluþjónninn gaut augunum aftur inn í vagninn. Því næst rétti hann hrana- lega úr sér og var auðsjáanlega misboðið. — Þetta er heimskulegt gaman, frú, sagði hann snúðugt, og með flausturslegri her- mannakveðju gekk hann burtu. Hún stóð aflvana og með grátstafinn í kverkunum, meðan ískalt regnið seytlaði úr hári hennar niður í hálsmálið. Og ein- hvers staðar út úr myrkrinu heyrði hún fjarlægt bergmálið af sársaukafullum gráti Önnu litlu. Hún harkaði af sér, steig aftur upp í bíl- inn og ók af stað. — Ég hef aldrei hitt annan eins lögreglu- þjón, sagði hún. — Þér verðið að hafa lögregluþjóninn afsakaðan, frú, svaraði ungi maðurinn. — Sendiboðar dauðans eru aldrei sjáanlegir mannlegum augum. — Vitlaus, hugsaði hún, — snarvitlaus. — Já, en ég get bæði séð yður og heyrt til yðar. — Ég hef einmitt verið að brjóta heilann um það, sagði ungi maðurinn, - og skil hreint ekkert í því. Ég hef aldrei komist í annað eins. Manneskja sem getur séð mig! Það skil ég ekki. Hornhúsið á Aðalgötu seig fram úr myrkrinu, og gegnum móðu framrúðunn- ar sá hún Martein lækni bíða á vegbrún- inni með sína töskuna í hvorri hendi. Henni létti. Loks get ég komið þessum kjána út úr bílnum hugsaði hún. Marteinn læknir mun áreiðanlega hjálpa mér. Hún hægði ferðina, stöðvaði bílinn og kveikti loftljósið. Um leið var hurðinni hrundið upp, og læknirinn steig upp í bíl- inn og settist við hlið hennar. — Gott kvöld. Læknirinn setti töskur sínar á gólfið bak við stólbakið og fleygði hattinum í aftursætið. — Já, þetta var sorg- legt með hana Önnu litlu. Við skulum flýta okkur af stað og sjá hvað ég get gert fyrir hana. — Læknir! sagði hún og var mikið niðri fýrir, sneri sér við í sætinu og benti aftur fyrir, — þessi maður þarna...“ Hún þagnaði snögglega. Læknirinn hafði snúið sér við og litið aftur í vagninn, en það var sami undrunarsvipurinn á andliti hans og á lög- regluþjóninum fyrir tveimur mínútum. Það greip hana ofealeg hræðsla. Marteinn læknir hafði ekki heldur séð svartklædda unga manninn í aftursætinu. Hún grúfði andlitið í höndum sér og æpti. — Já, en læknir, sjáið þér alls ekki manninn þarna í aftursætinu? Læknirinn leit í annað sinn aftur í vagninn. Síðan sneri hann sér að henni, greip hönd hennar og þrýsti hana hug- hreystandi. — Kæra frú Dóra, sagði hann vingjarn- lega, — þér eruð ekki með sjálfri yður, og það skil ég mæta vel. Engin móðir getur tekið á móti slíkum fréttum um litlu dótt- ur sína, án þess að það reyni á taugarnar. En við verðum að koma okkur af stað til að hjálpa Önnu. Setjist hérna í mitt sæti, og hvílið yður. Ég skal taka við stjórninni. — Þér sjáið hann þá alls ekki, læknir? sagði hún hásri röddu. - Þetta sagði ég yður, frú, heyrðist í skikkjuklædda manninum í aftursætinu. — Sendiboðar dauðans eru aldrei sýnilegir dauðlegum mönnum. Hún tók í handlegg læknisins. — Heyrðuð þér ekki, Marteinn. Heyrðuð þér ekki hvað hann sagði rétt í þessu? Læknirinn hristi höfuðið raunamæddur, greip um axlir hennar og ýtti henni gæti- lega frá stýrinu. - Það er best, að ég aki, frú. Þér eruð allt of þreytt og taugaspennt. Hvílið yður nú! Bíllinn þaut af stað út í myrkrið, og hún þvingaði sig til að halla sér aftur í sætinu og vera róleg. — Það er þá ég sem er orðin vitlaus, og ætti eiginlega að liggja á sjúkrahúsi. - Ger- ið svo vel, nýtt tilfelli af skynvillu. — Hún hló móðursýkislega og sneri afskræmdu andlitinu að unga manninum í aftursætinu en hann vafði kaþunni þéttar um sig og brosti dauflega. — Þér eruð alls ekki vitlausari en lög- regluþjónninn og læknirinn, sagði hann, eins og hann hefði séð á svip hennar, hvaða hugsanir ásóttu hana. — Um yður hefur aðeins eitt gerst, og það er að þér getið á einhvern yfirnáttúru- legan hátt séð og heyrt það, sem aldrei hefur komið inn fýrir mannlegt sjónarsvið í sögu lífeins. — En annars, bætti hann við, þegar hon- um varð litið dökkum augunum á sjálflýs- andi klukkuna í mælaborðinu, — frú! Segið Marteini lækni að auka hraðann. Við eig- um að vera komin að gatnamótum Bosby og Halsted eftir 4 mínútur. Ég á erindi þangað. Bifhjólsmaður. — Við ökum ekki þá leið, sagði hún taugaóstyrk. - Við förum beinustu leið eft- ir aðalgötunni. — Hvað? sagði Marteinn læknir og sneri sér spyrjandi að henni. — Ég var ekki að tala við yður, læknir. Ég var að tala við manninn í aftursætinu, sagði hún. — Hann segir, að... Læknirinn gaut augunum til hennar áhyggjufullur, — Nú verðið þér að hvíla yður, frú Dóra, sagði hann blíðlega. — Og æsið sjálfa yður ekki upp með ástæðulaus- um ótta. Ég fullvissa yður um, að við erum alveg ein í bílnum, þér og ég. Verið þér nú skynsöm, og snúið yður fram í sætinu, og reynið að hvíla yður. Hún sá ljóstýru úti á veginum, sem færð- ist óðum nær, og eftir augnablik gat hún lesið á viðvörunarskilti, sem stóð undir ljósinu: Akið varlega! - VEGAGERÐ. Akið hlió- argötuna til Bosby og Halsted. - Hver þremillinn, sagði læknirinn. - Þetta tefur okkur um 5—6 mínútur, og vegurinn er skrambi háll. En þrátt fýrir það jók hann hraðann. Það var stytt upp, og skýin dreifðust hægt yfir dimman himininn, og við og við braust máninn fram úr skýjunum og kast- aði draugalegri birtu á gljáandi veginn. Hún sat hreyfingarlaus og starði út um bílrúðuna, þegar vegamótin til Bosby og Halsted komu í ljós. Og hún kom auga á hóp manna, sem stóðu úti við vegbrúnina og stumruðu yfir manni í ferðafötum, auð- sjáanlega hjólreiðamanni, sem hafði misst stjórn á hjóli sínu á hálkunni. Alveg rétt! Þarna kom hjólið í ljós, hálft á kafi í skurðinum hinum megin við veginn. Marteinn læknir! — Hún þreif í handlegg hans og horfði óttaslegnum augum á hann. — Nú verðið þér að trúa mér, læknir. Eg er alveg með fullu viti, en þessi maður.... En Marteinn læknir heyrði ekki til hennar. Hann hafði einnig komið auga á manninn á veginum. — Hér hefur orðið slys, sagði hann fljót- mæltur og hægði ferðina. — Þessi aumingja maður þarfhast læknishjálpar og við tefj- um aðeins nokkur augnablik. Marteinn lagði vagninum fáum metrum ffá bifhjólinu, spánnýju og skærrauðu hjóli, sem virtist ekki hafa skemmst hið minnsta við óhappið. Læknirinn greip í flýti aðra tösku sína og 3. TBL. 1989 VIKAN 49

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.