Vikan


Vikan - 09.03.1989, Qupperneq 9

Vikan - 09.03.1989, Qupperneq 9
líka heyrst að klæðnaður hennar beri vott um eyðslusemi á því sviði, sem ekki sé til fyrirmyndar. Reyndar hefur Salóme sjálf bent á að þar skipti meira máli að vera út- sjónarsamur og skipulagður. En þess má líka minnast að í 1. maí göngu fyrir þrem- ur árum sá einn gönguhópurinn ástæðu til að nota eftirfarandi slagorð: Við viljum líka föt eins og Salóme. Þó svo að hér hafi langt mál verið haft um klæðaburð Salóme Þorkelsdóttur al- þingsmanns þá er engan veginn verið að gera því skóna að hennar helsta mark á Al- þingi íslendinga sé að bera af á þeim vett- vangi. Það á ekki við nein rök að styðjast, ffemur en að þar sitji einhver innan dyra, sem stefni að því að bera af í lélegum klæðaburði. Hafði engar stórar hugsjónir í byrjun Salóme situr á þingi vegna þess að hún telur sig eiga þar fullt erindi. Það er hins vegar ekki þar með sagt að kvennaskóla- stúlkan úr Reykjavík sem um tvítugt gerð- ist bóndakona í sveit hafl alltaf verið viss um erindi sitt á Alþingi. í blaði Kvenrétt- indafélags íslands — 19. júní - sagði Salóme eftirfarandi um upphaf þingferils síns: „Ég er ein af þeim konu sem lét til leiðast. Hafði engar stórar hugsjónir í byrj- un en fann fljótlega að þetta var bæði áhugavert og skemmtilegt viðfangsefni. Starfið á þingi er vissulega krefjandi. Fylgja verður flóknum þingsköpum, sem tekur tíma að venjast, og vinnudagarnir eru oft langir en ég hef mikla ánægju af starflnu. Ef ekki væri ánægjan risi maður varla undir álaginu.“ Þingferill Salóme Þorkelsdóttur hefur verið farsæll. Hún hefur að sönnu ekki ver- ið mjög áberandi þingmaður vegna þeirra mála sem hún hefur flutt. Hennar helstu hugðarefhi er að sögn samþingsmanna hennar „mjúku málin “ svokölluðu. Eins og fleiri góðir og gegnir þingmenn geldur Salóme þess að vera ekki á kafl í þeirri snarrugluðu efnahags- og fjármálaredd- ingapólitík sem þar ríður helst húsum og fær mest rými í fjölmiðlum. Með fuilum Ijósum Hún hefur hins vegar sýnt, að þegar henni þykir ástæða til, þá getur hún rekið sín mál í gegn. Gott dæmi um það er til dæmis framganga hennar í því að fá hrað- brautina vestur og norður á land upplýsta norður fyrir þettbýlið í heimabyggð sinni, Mosfellsbæ. Salóme þótti gangur þess máls hægur og beitti sér mjög fyrir framgangi þess. Einnig má minnast þess að hún var fyrsti flutningsmaður að tillögu, sem síðan varð að lögum um að bifreiðar hér á landi skyldu aka með fullum ljósum allan sólar- hringinn, allan ársins hring. Andstæðingur Salóme í pólitík en þing- maður fyrir sama kjördæmi segir hana til- lögugóða í þingnefndum en ekki atkvæða- PALLADÓMUR mikla á þeim vettvangi. Þessi sami þing- maður segir hana líka ötula við að mæta á sameiginlegum fundum þingmanna Reykjaneskjördæmis, sem þeir eigi með ýnmsum fulltrúum sveitarfélaga í kjör- dæminu. „Ég sný mér hins vegar ekki til hennar, þegar ég þarf að ná einhverjum samningum við íhaldið," segir þessi sami þingmaður. Kellingin úr Mosfellssveitinni Salóme Þorkelsdóttir er yflrleitt vel lát- in í kjördæmi sínu að sögn kunnugra. Að vísu hafa sumir sjálfstæðismenn í hópi Suðurnesjamanna kallað hana „kellinguna úr Mosfellsveitinni" og látið lítið yfir affek- um hennar á sviði mála í fiskvinnslu og veiðum. Rétt er það að sjómannsdóttirin úr Reykjavík hefiir lítið beitt sér í þeim efnum á Alþingi svo séð verði. Sjálfstæðismaður í forustusveit í kaup- stað í Reykjaneskjördæmi lét þau orð falla um Salóme Þorkelsdóttur, að hún væri mikil sjálfstæðiskona, viljug í flokksstarfi og jákvæð þar á fundum. „Salóme er félags- lega sinnuð manneskja, sem ekki er í pólitík fyrir peninga eða í eiginhagsmuna- skyni," sagði þessi sjálfstæðismaður. Hann sagði líka að heyra mætti það á Salóme, að henni þætti karlaveldið í flokknum snið- ganga sig nokkuð í pólitíkinni og þar nyti hún ekki sannmælis. Vildi hemja Albert og Eykon Þessum sjálfetæðismanni var líka minn- isstætt atvik sem gerðist í effi deild Alþing- is í forsetatíð Salóme þar. Þá áttust þeir við í ræðustól Albert Guðmundsson og Eyjólf- ur Konráð Jónsson. Þeir hafi deilt hart og báðir farið fram yfir tilskilinn ræðutíma og hafi Salóme forseti viljað hemja þá kappana. Þeir hafi hvorugur látið sér segj- ast við orð forseta fýrr en effir nokkurt þóf. Þarna hafi Salóme greinilega þótt sér stórlega misboðið. Öllum heimildum ber saman um að Salóme Þoreklsdóttur þyki nokkuð að sér klemmt í karlaveldinu í þingflokki Sjálf- stæðismanna. Fyrir því eru raunar líka hennar eigin orð. Þingflokkurinn valdi hana þó í sæti forseta í effi deild fyrsta ís- lenskra kvenna. Þeir sem ekki telja Salóme þurfa að kvarta yfir sínu hlutskipti benda gjarnan á þetta og segja að þeir vegsaukar, sem sjálfstæðismenn hafi haft um að velja á Alþingi séu ekki fleiri en það að Salóme megi vel við una forsetasætið í efri deild. Barátta um vegtyllur Krafa hennar um forsetastól í samein- uðu þingi hafi ekki verið raunhæf. Þar hafi sjálfstæðisþingmenn valið Þorvald Garðar Kristjánsson, sem hafi gegnt því starfi áður og ekki hafi verið nein þau rök fyrir hendi að skipta þar um. Einnig hafa þau rök komið ffam, að á sjálfu Alþingi komi ekki til greina að velja fólk í embætti effir kynferði. Þar nái menn sínum stöðum í harðri innbyrðis baráttu án tillits til kyns. Þetta eigi ekki síst við í stórum flokki eins og Sjálfetæðisflokki. Á þriðja áratug þessarar aldar var keppt í langhlaupi, - víðavangshlaupi — sem nefht var Álafosshlaupið. Hlaupið var ffá Álafossi í Mosfellssveit og til Reykjavíkur. Árið 1924 — ef rétt er munað — kom ungur sjómaður í land af vetrarvertíð. Þá var yfir- leitt langt stopp á vorin hjá togurunum, þar til þeir fóru á síldveiðar. Þessi ungi maður hafði áhuga á íþróttum og tók til við æfingar og skráði sig í Álafosshlaupið. Öllum á óvart kom hann fýrstur í mark á Austurvelli í Reykjavík og sigraði. Þessi ungi maður var Þorkell Sigurðsson, faðir Salóme alþingismanns og húsmóður í Mosfellsbæ. Gott pólitískt hlaup Pólitískt hlaup Salóme Þorkelsdóttur úr Mosfellssveitinni, sem nú er orðin bær og niður í Alþingi við Austurvöll var á sín- um tíma óvænt sigurganga, kannski ekki síst fyrir sjálfan hlauparann. Sigrar hennar í pólitík hljóta líka, þegar allt er skoðað, að teljast mun fleiri en ósigrarnir. Sjálf hefur Salóme sagt að stórar hug- sjónir hafi ekki leitt hana inn á Alþingi. Slíkt hlýtur líka að teljast eðlilegt. Fólk á miðjum aldri burðast sjaldnast sér til gæfu með mikið af hugsjónum en kannski með því meira af raunsæi og reynslu. Salóme Þorkelsdóttir trúir ekki á byltingu. Hún trúir hinsvegar á jákvæða þróun mála eins og sá sem ber þess merki að hafa farið far- sælan æviveg. Við kynni sín af störfunum á Alþingi hef- ur Salóme hins vegar fundið eins og fleiri, sem þar sitja og hafa setið, að þar er áhuga- verður vinnustaður. Til að njóta sín á þeim vettvangi þarf hins vegar töluvert pólitískt úthald. Þess sjást ekki nein merki að Salóme Þorkelsdóttur sé að bresta það úthald. Pólitískt kapphlaup Þingmönnum Sjálfetæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, hvorki Salóme Þor- kelsdóttur, né öðrum, blandast víst engum hugur um það, að fýrir þeim flestum eða öllum liggur á næstu misserum erfitt pólit- ískt kapphlaup. Krafan um endurnýjun í efstu sætum á framboðslista flokksins í næstu Alþingiskosningum hlýtur að vera þeim öllum ljós. Að vísu gæti — þó ótrúlegt kunni að þykja — það eitthvað létt kapp- hlaupið, að fáir vilji taka þátt í því með þeim — eða gegn þeim. Salóme Þorkelsdóttir stendur hins vegar engan veginn verr að vígi fyrir þetta kom- andi kapphlaup heldur en aðrir sjálfetæðis- þingmenn í Reykjaneskjördæmi. Meira að segja getur vel verið að þá komi henni jafnvel kynferðið að gagni. í það minnsta eru ekki enn í augsýn þær sjálfstæðiskonur í Reykjaneskjördæmi, sem Iíklegar verða taldar í harða ffamboðsbaráttu. 5. TBL. 1989 VIKAN 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.