Vikan


Vikan - 09.03.1989, Qupperneq 10

Vikan - 09.03.1989, Qupperneq 10
Vikan í heimsókn hjó sendiherrahjónunum í Bonn, íslenskcm metin á fjörutíu merk „Það er stöðugur ófriður af þessu hvalamáli og honum ætlar seint að linna,“ sagði Páll Ásgeir Tryggvason sendiherra um leið og hann snaraðist hvatlega inn í vistlegt bókaherbergið í íslenska sendiráðinu við Kronprinzenstrasse í Bonn. Þangað hafði eiginkona hans, Björg Ásgeirsdóttir, vísað blaðamanni Vikunnar á meðan hún gerði bónda sínum viðvart um komu hans. Það kom í ljós að hann hafði verið í önnum úti á skrifstofu þótt laugardagur væri. Hann þurfti að skýra út málstað íslendinga fyrir þýskum fyrirspyrjendum. En annríki dagsins var sannarlega ekki lokið þegar hér var komið sögu. Innan stundar var von á yíir eitt hundrað íslendingum sem þau hjónin höfðu boðið til árlegs þorrablóts í sendiherrabústaðnum. Það var því ekki seinna vænna að vinda sér í viðtalið. Páll Ásgeir var fyrst spurður hvenær þau hjón hefðu tekið við sendiráðinu í Bonn og hvaðan þau hefðu komið. TEXTI OG MYNDIR: HJALTI JÓN SVEINSSON „Við komum hingað frá Moskvu 1. janúar 1987. Trún- aðarbréflð afhenti ég síðan forseta þýska sambandslýð- veldisins í febrúar sama ár,“ sagði Páll Ásgeir og sýndi blaðamanni myndina af sér ásamt Richard von Weizacker. „Hann kemur sérstaklega vel fýrir þessi maður, - eins og þjóðhöfðingja sæmir. Hann er stórgáfaður, kurteis og gegn- heill séntilmaður. Þarna er svo myndin sem tekin var þegar ég afhenti gríska forsætisráðherr- anum trúnaðarbréfið, en ég er líka sendiherra íslands í Grikklandi, — svo og í Austur- ríki og Sviss.“ Páll Ásgeir kvaðst hafa starf- að í utanríkisþjónustunni allar götur síðan 1948. „Við vorum lengi heima á íslandi en fórum til Danmerkur 1960. Þar starf- aði ég sem sendiráðunautur í þrjú ár. Þaðan fórum við til Svíþjóðar og vorum þar í eitt ár. Ég starfaði sem forstöðu- maður varnamáladeildar utan- ríkisráðuneytisins í ellefu ár. Við því starfi tók ég eftir að hafa verið fyrsti „prótokoll- stjóri" á íslandi. Ég hóf ekki störf sem sendi- herra fyrr en fýrir tíu árum. Þá héldum við til Osló, þar sem við vorum í tæp sex ár. Að því búnu fórum við til Moskvu þar sem við bjuggum í tvö ár, og loks hingað til Bonn.“ 10 VIKAN 5. TBL. 1989 Bygdö er alveg dásamlegur og umhverfi hans allt. Það fór ákaflega vel um okkur þarna." „Við bjuggum aldeilis í góð- um félagsskap,“ skaut Páll Ás- geir inn í. „Þarna býr til dæmis kóngurinn á sumrin sem og forsætisráðherrann." Einangraður lúxus í Moskvu . Aðspurð um Moskvudvölina sögðu þau að tvö ár hafi verið nægilegur tími á þeim slóðum. — Voru þau ekki í hálfgerðri út- legð þennan tíma? Páll Ásgeir: „Ég sagði það venjulega við þá sem spurðu mig að við hefðum verið þarna í einangruðum lúxus. Þarna hefur maður gott kaup og get- ur jafnframt pantað erlendis ffá allt sem hugurinn girnist — en á erfitt með að njóta þess.“ „Það er hálfskrítið að hafa gott kaup og í raun nóga pen- inga en geta ekki með nokkru móti eytt þeim,“ bætti Björg við. „Reyndar var Páli ákaflega ánægður að því leyti að þarna var engin kjólabúð eða því um líkt þar sem unnt var að koma einhverjum fjármunum í lóg.“ „Það er samt sem áður af- skaplega „intressant" að hafa verið í Moskvu," sagði Páll Ás- geir, „og ég sé ekkert eftir þeim tíma í sjálfu sér. Á hinn bóginn er maður afskaplega einmana þar. Þangað kemur enginn nema hann eigi brýnt erindi. Við vorum jafnvel að freista Björg færði gestum kaffi og meðlæti meðan á spjallinu stóð. Reyndar var hún önnum kafin við að undirbúa móttöku þorrablótsgestanna sem von var á innan tíðar. Hún tók þátt í spjallinu eftir föngum á milli þess sem hún var á þönum á milli herbergja. Svo skemmtilega vildi til að Vala Thoroddsen var í heim- sókn hjá Björgu systur sinni. Blaðamaður notaði tækifærið og smellti þessari mynd af þeim systrum saman. „Við kunnum mjög vel við okkur í Noregi og tengdumst landinu traustum böndum á meðan við bjuggum þar,“ sagði hún. „Við höldum tengsl- unum áfram enda eigum við dóttur í Osló og barnabörn. Sendiherrabústaðurinn úti á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.