Vikan - 09.03.1989, Qupperneq 12
Vikan í heimsókn hjó sendiherrahjónunum í Bonn
„Það er samt sem áður ákaf lega „intressant“ að hafa verið í Moskvu.
gift. Það er mjög erfitt að vera
með börn í þessu starfi. Þetta
verður svo mikið rótleysi. Þau
þurfa á nokkurra ára fresti að
flytjast land úr landi, skipta um
skóla og skiljast við félaga sína
og kynnast nýjum.
Við vorum svo heppin að
vera heima á þeim tíma sem
flest börnin voru á unglingsár-
unum. Þegar þannig hittist á
sendum við tvö elstu börnin
okkar til íslands — annars vegar
í unglingaskólann á Núpi og
hins vegar heimavist Mennta-
skólans á Akureyri."
Páll Ásgeir gat þess að þau
hjónin hefðu reynt að haga
málum þannig að börnin festu
ekki rætur á erlendri grund og
settust þar síðan að til fram-
búðar.
„Mjög mörg „sendiráðs-
börn“ sem aiast upp erlendis á
unglingsárunum kynnast inn-
fæddum jafhöldrum sínum,
gifta sig síðan og koma aldrei
aftur til íslands nema í heim-
sóknir. Við þetta er ekkert að
athuga, en auðvitað vilja for-
eldrar hafa börn sín heima
þegar þeir eru sjálfir komnir
12 VIKAN 5. TBL. 1989
heim og börnin orðin upp-
komin.“
Bonn út úr kortinu
Björg var spurð að því hvort
hún hefði ekki mörgu að sinna.
Hún kvaðst fá aðstoð við til-
tektir í þessu stóra húsi, svo og
þegar eitthvað væri um að
vera. irAuðvitað koma margir
gestir en svo stórir hópar sem
sá er verður hér á þorrablóti í
kvöid heyra náttúrlega til al-
gerra undantekninga. í raun er
starf mitt eins og hverrar ann-
arrar húsmóður.
Okkur er boðið eitthvað út
einu sinni eða oftar í hverri
viku. Maður verður þá að vera
vel upp lagður og vitaskuld í
sínu besta skapi,“ sagði hún og
hló. „Hér í Bonn er mjög mikið
af hvers konar opinberum at-
höfnum og boðum sem við
þurfum að fara í.“
Aðspurður um hvort ekki
kæmu margir íslendingar ein-
hverra erinda í sendiráðið í
Bonn kvað Páll Ásgeir svo ekki
vera.
„Sjáðu til,“ sagði hann,
„Bonn liggur þannig. Hún er
að mestu út úr kortinu, sé mið-
að við Hamborg, Frankfurt og
Luxemborg. Þangað fljúga ís-
lendingar. Fæstir eiga leið
hingað. Frú Luxemborg er
þriggja tíma akstur, tveggja ffá
Frankfurt og fimm tíma akstur
frá Hamborg. Þó svo að Bonn
sé höfuðborgin hér í Þýska-
landi þá liggur hún í raun svo-
lítið afskekkt ffá aðalhringið-
unni,“ sagði Páll Ásgeir með
sannfæringarkrafti — og hélt
áfram:
„Þannig er að hjarta við-
skipta og samgangna slær í
Frankfurt og slagæð menning-
arinnar er í Berlín, sem mikið
er hampað hér í landi að því
leyti. Ef um er að ræða stóra al-
þjóðlega fundi til dæmis, þá
eru þeir iðulega haldnir í
Berlín. Þar var aðalfundur Al-
þjóða gjaldeyrisbankans hald-
inn nú á dögunum. Þar komu
líka saman fyrir stuttu allir
formenn evrópsku íhaldsflokk-
anna. Sama er að segja um
krataformennina.
íslensku ráðherrarnir koma
mjög sjaldan til Bonn af þess-
um sökum. Á hinn bóginn
stíga þeir oft fæti sínum á
þýska grund í Hamborg eða
Frankfurt.
Til viðmiðunar getum við
tekið Frakkland og Danmörku.
Allt sem fram fer í þeim lönd-
um á sér stað í París og Kaup-
mannahöfn.
Eftir stríð stóð til að gera
annaðhvort Frankfurt eða
Berlín að höfuðborg Þýska-
lands. Þjóðverjar héldu og
vonuðu lengi vel að landið
yrði sameinað. Þá hefðu allir
valið Berlín. En Bonn varð fyr-
ir valinu og því verður ekki
breytt úr því sem komið er.“
Tíu ræðismenn
til aðstoðar
í hverju skyldi svo hlutverk
sendiherra íslands einkum
vera fólgið?
„Sendiráðið vinnur fyrst og
firemst að hvers konar gagna-
söfinun fyrir íslenska ríkið,
einkum og sér í lagi á sviði við-
skipta og menningar," svaraði
Páll Ásgeir. „Við stöndum svo
að sjálfsögðu í forsvari fýrir
okkar land og þjóð hér úti við
fjölmörg tækifæri. Hlutverk
okkar er ekki síður fólgið í því
að svara hvers konar fyrir-
spurnum sem okkur berast úr
Þýskalandi. Þjóðverjar eru að
verða helstu viðskiptavinir
okkar og því eigum við hér
mjög mikilla hagsmuna að
gæta.
Fjölmargir íslendingar
leggja leið sína hingað út og
oft kemur það fyrir að við
þurfum að veita þeim aðstoð,
— ef þeir lenda í vandræðum til
dæmis. En landið er stórt og til
þess að hjálpa okkur hér í
Bonn höfum við á að skipa ein-
um 10 ræðismönnum vítt og
breitt um landið.
Fólk áttar sig oft ekki nægi-
lega á því að þótt Þýskaland sé
eitt ríki þá er það byggt upp af
einum 11 sambandslöndum.
Hvert þeirra hefur sína stjórn,
sín lög í ýmsum málum og
framkvæmdavald. Þau eru að
mörgu leyti mjög sjálfstæð. Því
getur komið sér vel að hafa
einn ræðismann í hverju sam-
bandslandi, sem síðan þekkir
aðstæður á hverjum stað.“
Nú var klukkan að verða sex
og þorrablótsgestirnir farnir
að streyma að. Björg var þegar
komin á fullt í matarundirbún-
ing í eldhúsinu. Nú var Páli Ás-
geiri heldur ekki lengur til set-
unnar boðið. Við létum því
hér við sitja og þökkuðum fyr-
ir spjallið.