Vikan


Vikan - 09.03.1989, Page 15

Vikan - 09.03.1989, Page 15
DULFRÆÐI Heildræn heilsuf rædi og huglækningar REIKI byggist á því að leggja hendumar á sérstakan hátt yfir sálrænar orku- stöðvar sjúklingsins sem em meðfram hryggjarsúlunni og samsvara innkirtla- kerfinu í efhislíkamanum. Sálrænt og likamlegt ójafnvægi stafar gjarnan af ójafnvægi í kirtlakerfinu, þ.e. of mikillar eða of lítillar örvunar þess. Sérstaða REIKI felst í því að líkami sjúklingsins dregur til sín þá orku sem hann þarf á að halda í hverri orkustöð og þarf huglæknirinn sjálfur ekki að beita einbeit- ingarorku sinni og missir því síður eigin orku eða þreytist. Þvert á móti hleðst hann ásamt sjúklingnum af alheimsorkunni REIKI, sem huglæknirinn er farvegur fyrir og nýtur þannig sjálfur góðs af. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá nokkra þátttakendur í námskeiði Þrídrangs kynnast hópheilun undir stjóm dr. Paulu Horan huglæknis. TEXTI: HARTMANN BRAGASON Einn af homsteinum heildrænn- ar heilsufraeði er að ekki er hægt að skilja á milli likamlegrar heilsu og sálræns og andlegs ástands eða hugarfars. Öll svið em samtengd og sjúkleiki í líkamanum er ávallt endurspeglun togstreitu, spennu, kvíða eða misræmis á öðmm svið- um sálarlífsins jafnframt. Þegar við emm veik er það án undan- tekninga boðskapur til okkar að lita inn á við og athuga sálræna og andlega hðan og viðhorf til að við getum fundið hvað við getum gert til að endurreisa eðlilegt sam- ræmi og jafnvægi í verund okkar. Við verðum að stilla okkur og hlusta á innri mann. Það eru stöðug samskipti á milli hugar og líkama. Líkaminn skynjar efhisheiminn og sendir skilaboð til hugans. Hugurinn túlkar skynjanirnar í samræmi við fyrri reynslu og innræti og gefur líkamanum boð um að bregðast við á þá leið sem hon- um finnst viðeigandi. Ef hugurinn ályktar meðvitað eða ómeðvitað að viðeigandi eða óhjákvæmilegt sé að verða veikur mun hann koma því til skila til líkamans sem mun dyggilega birta sjúkdómsein- kenni. Hann verður með sanni veikur. Öll þessi ffamvinda er nátengd djúpstæðum hugmyndum og ímyndunum sem við höf- um um okkur sjálf, lífið og eðli sjúkdóma og heilbrigðis. Fólk veikist því að það trúir undir niðri að sjúkdómur sé viðeigandi eða óhjá- kvæmilegt andsvar við vissum aðstæðum, vegna þess að það virðist geta leyst vanda- mál þeirra eða uppfyllt vissar þarfir, eða sem örvæntingarfúll lausn á óleystum og óþolandi innri flækjum. Til dæmis getur maður orðið veikur vegna þess að hann telur sér trú um að honum sé ætlað að verða það með því að smitast af öðrum sjúklingum sem hann umgengst. Maður deyr af sama sjúkdómi og foreldrar hans vegna þess að hann er í undirmeðvitundinni búinn að „forrita" sig til að feta t fótspor þeirra. Maður veikist eða verður fyrir slysi til að fá ástæðu til að mæta ekki í vinnuna, annaðhvort vegna þess að hann á erfitt með að takast á við starfið eða það er eina leiðin til að öðlast langþráða hvíld. Maður verður veikur vegna þess að það var eina leiðin til að fá ástúð og umhyggju frá foreldrum sínum þegar hann var barn. Maður bælir tilfinn- ingar sínar og deyr að lokum úr krabba- meini vegna þess að hann fann enga aðra leið út úr erfiðleikum sínum. Oft liggja margir flóknir þættir að baki veikindum en þó má ávallt finna að þau eru svar við innri vandamálum. Ef við erum reiðubúin að breyta innsta hugar- farsástandi getum við fúndið uppbyggi- legri lausnir á vandamálum og sjúk- dómum. Á sama hátt og neikvæðar, niðurbrjót- andi og sjúklegar hugsanir í bókstaflegri merkingu valda líkamlegum veikindum er alveg eins hægt að snúa þessu ferli við og senda líkamanum í staðinn jákvæðar, upp- byggilegar og heilbrigðandi ímyndir og hugsanir. Eftirfarandi sjónarmið túlka já- kvæðasta, kraftmesta og heilbrigðasta heilsufarshugarfarið sem maðurinn getur tileinkað sér: „Við erum öll í innsta eðli fúllkomnar andlegar verur. Við erum fúllkomin tján- ingartæki alheimshugarins eða guðsvit- undarinnar sem er innra með okkur (þ.e. maðurinn er skapaður í guðsmynd). Þar af leiðandi er eðlilegur fæðingarréttur okkar geislandi heilsa, fegurð, takmarkafaus orka, æskufjör og gleði allt vort líf. Það er í rauninni ekki til nein illska eða takmörk- un. Það er aðeins til vanþekking eða mis- skilningur á alheimslegu eðli góðleikans (guðs), sem er tengt óendanlegri sköp- unarhæfni okkar. Skortur á góðri heilsu, fegurð, orku, fjöri og gleði er sjálfskapar- víti, viðnám gegn góðvild lífsins, sem er grundvallað á ótta og vanþekkingu." Líkamir okkar eru einfaldlega holdleg tjáning á vitundinni. Sú afstaða sem við höfúm til okkar sjálfra ákvarðar heilbrigði Höfundur er meö BA próf í sálfræði. Hann er stjórnarfor- maöur Þrídrangs og félagi í Ananda Marga og Norræna heilunarskólanum. Hann heldur m.a. námskeið ásamt bandaríska sálfræðingnum Sarah Biondani í eflingu inn- sæis og sköpunarmáttar mannsins til að vinna bug á tak- mörkunum, skorti, erfiðleikum og vandamálum sem eru fyrst og fremst afleiðingar neikvæðrar afstöðu til sjálfsins, lífsins og tilverunnar. 5. TBL 1989 VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.