Vikan - 09.03.1989, Side 17
IflflHIflTfll
legjum, lærum, mjöðmum, kviði, brjósti,
baki. handleggjum, öxlum, hálsi, andliti,
hnakka og hvirfli. Finndu alla spennu leys-
ast upp og rjúka í burtu og finndu fyrir
þægilegri þyngslatilfinningu um allan lík-
amann. Óhætt er að mæla með slökunar-
snældu með róandi tónlist við slökunina.
Þegar þú hefur náð góðu slökunar-
ástandi skaltu ímynda þér rauðgult ljós
(heilunarorku) allt í kringum líkama þinn
- finndu fyrir ljósinu - skynjaðu það -
njóttu þess ...
Ef einhver hluti líkama þíns hefur verið
sjúkur eða aumur skaltu spyrja þann hluta
í huganum hvort hann hafi einhver skila-
boð til þín. Spurðu hvort það sé eitthvað
sem þú þurfir að skilja eða gera einmitt á
þessu augnabliki eða almennt.
Ef þú færð hugboð um svar gerðu þá
það sem í þínu valdi stendur til að skilja
það og fara eftir því. Ef þú færð ekkert svar
skaltu bara halda áfram að lauga þig í rauð-
gula ljósinu.
Sendu núna ástúðlega hugarorku til hins
sjúka líkamshluta þíns og sérhvers hluta
sem þarfnast þess. Sjáðu og finndu þá
verða heilbrigða og hrausta.
ímyndaðu þér sjálfa/n þig núna geisl-
andi af hreysti. Hugsaðu um sjálfa/n þig í
mismunandi aðstæðum þar sem þér líður
vel, ert fúll/ur starfsorku og heilbrigði.
Veittu meinsemdinni ekki meiri orku
nema þér finnist að þú þurfir að læra eitt-
hvað ffekar af henni.
Eftirfarandi staðhæfingar eru já-
kvæðar hugsanir sem hafa nærandi og
heilandi áhrif á hug og líkama. Æski-
legt er að þú hafir yfir eina þeirra í
senn í huganum í nokkrar mínútur í
einu, upphátt eða í hljóði við flest
tækifæri og tilefni sem gefast. Áhrifa-
ríkast er að gera þær þegar þú slakar á
eða ert í hugleiðslu.
■ Éger laus við sjúkleika. Ég er frísk/ur
og heilbrigður.
■ Ég geisla af hreysti og orku.
■ Ég elska og virði líkama minri algjör-
lega.
■ Ég ergóð/ur við líkama minn og lík-
ami minn er góður við mig.
■ Ég er þakklát/ur fyrir sífellt aukna
heilsu, fegurð og lífsorku.
■ Sérhvem dag sem ég kem skapmu í
lag snýst allt mér í hag.
Að heila aðra
Sömu lögmál eiga við heilun á öðrum
eins og á sjálfúm/sjálfri þér. Þar sem vit-
und okkar er tengd vitund allra annarra
manna sem er jafnframt tengd guðlegum
almætti og alvisku, höfúm við aðgang að
ótrúlega miklum heilunarkrafti sem við
getum stillt okkur inn á að vild.
Á sama hátt og hugarfar þitt hefur áhrif
á heilsufar þitt getur hugarfar þitt til heilsu
annarra haft sömu áhrif á þá og kemur
skapandi ímyndunarafl og staðhæfingar
um heilsuhreysti þeim til handa að sömu
notum. Ekki skiptir máli hvort þeir eru
nær eða fjær, meðvitaðir um að verið
sé að heila þá eða ekki. í grundvallaratrið-
um er notuð sama aðferð hvort sem einn
er að heila eða margir í sameiningu. Helsti
munurinn er að áhrifin verða öflugri því
fleiri sem heila saman í hóp.
Ef sjúklingurinn er inni í heilunarrúm-
inu skal láta hann leggjast niður á miðju
gólfinu eða setjast á stól.
Lokið augunum og slakið vel á. Munið
að það er heilunarorka alheimsins sem
hópurinn er farvegur fyrir til stuðnigns
lækningarmáttar sjúklingsins. Sjáið og
skynjið hann umlukinn rauðgulu ljósi,
honum líði vel og sé við fúlla heilsu og
bæði hugleg og líkamleg vandamál hans
séu á bak og burt.
Einnig er líka hægt að reisa hendurnar
og láta lófana snúa út á við í átt til einstakl-
ingsins í miðju og finna að orkan streymi
út til hans í gegnum hendur ykkar.
Það er sérstaklega áhrifaríkt að allir
söngli „OM“ saman í fáeinar mínútur á
meðan heilunin fer fram. Til að söngla
„OM“ á að gefa frá sér Iangan, djúpan
hljóm með atkvæðunum a-a-au-m-m og
halda honum eins lengi og hægt er og
endurtaka hann hvað eftir annað.
Það er áhrifaríkt að tala við sjúklinginn
beint í huganum. Minnið hann á að hann
sé með sanni fúllkomin guðleg vera og að
engin veiki eða meinsemd þurfi að hafa
neitt vald yfir honum. Segið honum að þið
styðjið hann í því að vera algjörlega heil-
brigður og hamingjusamur og að þið mun-
ið halda áffam að senda honum ástríkan
stuðning og orku.
Þegar þið eruð búin opnið þá augun og
snúið aftur til ytri veruleikans og finnið að
þið eruð fi-ísk, endurn'ærð, heilbrigð og
hress.
Héðan í ffá sjáið þið einstaklinginn fyrir
ykkur (í slökunarástandi eða hugleiðslu)
sem fúllkomlega heilbrigðan. Veitið sjúk-
dómi hans ekki meiri huglæga orku; haldið
bara áffam að sjá hann fyrir ykkur sem al-
heilan.
íþróttir og heilsurækt
Þú getur notað sköpunarmátt hugans til
að auka árangur þinn og ánægju við hvaða
líkamsæfingar sem þú stundar. Þú getur
gert það á meðan þú stundar þær og í slök-
un og hugleiðslu.
Til dæmis þegar þú ert að hlaupa getur
þú séð þig fyrir þér hlaupa létt, hratt og
fyrirhafnarlaust. ímyndaðu þér að þú takir
stór skref og leggir miklar vegalengdir að
baki áreynslulaust, næstum eins og þú
fljúgir áffam. Þegar þú slakar á segir þú við
sjálfa/n þig að þú hlaupir hraðar á hverjum
degi, þú verðir sterkari og betur á þig
komin/n. Ef þú stundar kapphlaup skaltu
sjá þig fyrir þér vinna keppni.
Ef þú stundar dans eða jógaæfingar
skaltu hafa hugann við líkamann og vöðv-
ana á meðan þú gerir æfingarnar og sjá þá
slaka og teygða og sjálfa/n þig verða stöð-
ugt mýkri og liðugri.
Notaðu slíkar aðferðir við hvaða íþrótt
sem þú stundar og sjáðu fyrir þér að þér
fari stöðugt ffam.
Líkamssnyrting
Þú getur gert daglega hirðu á líkama
þínum að álíka viðburði og að fara til
Frh. í næstu opnu
REIKI er ævafom tíbesk huglækningaaðferð. Þessi mynd er frá nýafstöðnu
námskeið sem Þrídrangur gekkst fyrir. REIKI-meistarinn dr. Paula Horan hug-
læknir, nuddari og sálfræðingur sést hér heila greinarhöfúnd.
5. TBL 1989 VIKAN 17