Vikan


Vikan - 09.03.1989, Qupperneq 24

Vikan - 09.03.1989, Qupperneq 24
FYR5TU KYIim ÓMAR RAGNARSSON OG HELGA JÓHANNSDÓTTIR Læddist mei bónorðsbréf ið til hennar um miðja nótt í þessu viðtali fæst upplýst hvers vegna Ómar Ragnarsson hefur ekki fengist til að skemmta á gamlárskvöld síðan árið 1961 . . . Ljósm.: Magnús Hjörleifsson „Ég hafði verið á dansnámskeiði í Skátaheimilinu við Snorrabraut í fjóra mánuði þegar nýr hópur nemenda kom á námskeiðið. í þessum hópi var einn rauðhærður og líflegur maður sem kom til mín og bauð mér upp í dans. Þegar út á dansgólfið var komið fór dansinn út og suður því minna fór fyrir hæfileikunum en tilþrifúnum. En þegar danstíminn var búinn sagð- ist hann vilja aka mér heima, svona í sárabætur fyrir dansinn. Ég var með systur minni á þessu dansnámskeiði og við þáðum boðið. Þegar heim til mín var komið hringsnerist svo þessi maður í kringum bílinn og opnaði hurðimar með látum. Önnur systir mín, sem var úti í glugga heima og fylgdist með öllu saman, spurði mig strax hvaða furðuvera hefði eiginlega ekið okkur heim. Ég vissi það ekki þá að hann héti Ómar Ragnarsson," segir Helga Jóhannsdóttir, eiginkona Óm- ars Ragnarssonar, um fýrstu kynni þeirra hjóna fyrir 28 árum. Trúlofuðu sig eftir mánuð Þessi sögulega stund var 14. febrúar 1961. Mánuði síðar, 14. mars, voru þau trúlofuð og á gamlárskvöld þetta sama ár gengu þau í það heilaga í kirkju Óháða safnaðarins. „Samband okkar þróaðist eiginlega jafin- hratt og skemmtanabransinn hjá mér. Ég byrjaði að skemmta á gamlársdegi og nokkrum mánuðum síðar var ég búinn að skemmta úti um allt landsegir Ómar. Ómar er fæddur 16. september 1940. Hann er í meyjarmerkinu. Helga er fædd 25. nóvember 1942 og er því bogmaður. „Þessi merki eiga víst ekkert sérlega vel saman. En líklegast bjargar það því að ég er ekta bogmaður en Ómar er lítil meyja í sér.“ Þau Ómar og Helga hafa alla tíð haldið bæði upp á 14. febrúar og 14. mars. Þessa daga taka þau jafhhátíðlega og sjálfan brúðkaupsdaginn, 31. desember. Bregðum okkur aftur í Skátaheimilið við Snorrabraut 14. febrúar 1961 þar sem Ómar bauð Helgu upp í dans. „Ég varð strax alveg ofsalega hrifmn af henni. Og það kom aldrei neitt annað til greina en að aka henni heim fyrst ég eyðilagði fyrir henni dansinn." Dagurinn sem réði úrslitum Um hálfúr mánuður leið þangað til þau sáust aftur. Sá dagur réði úrslitum. Helga var þá á gangi á Háteigsveginum á leið nið- ur í Skátaheimili til að kaupa miða á árs- hátíð dansskólans. Á Háteigsveginum rakst hún á Ómar þar sem hann var að baksa við að setja keðjur undir bílinn sinn. „Ég bjó í Stórholtinu og var að aka eftir Háteigsveginum þegar snjókeðjurnar á bílnum slitnuðu. Ég var að gera við þær þegar Helga kom þarna gangandi. Þetta var algjör tilviljun. Eftir að hafa gert viið keðjurnar skutlaði ég henni niður í Skáta- heimili til að ná í miðana. Ég sá þarna að það væri ekki aðeins að ég væri hrifinn af stúlkunni heldur vorum við lík og ég fann að við áttum vel saman. Ekki eyddum við þó kvöldinu saman enda var ég þá í Kefla- vík að skemmta." Aðeins nokkrum dögum síðar, eða 9. mars, sendi Ómar bónorðsbréf til Helgu. „Mig langaði að bera upp bónorðið með því að yrkja til hennar. Ég settist því niður um kvöldið og orti. Ljóðin voru að því leyti sérstök að þau voru bæði grafalvarleg og í þeim var nokkur kímni. Hún á þetta bréf ennþá. Það er tryggilega geymt og hefúr aldrei og verður aldrei gert opin- bert. Um hánóttina læddist ég svo með bréfið heim til hennar suður í Kópavog í skjóli myrkurs og setti það inn um lúguna.“ Sjáum viðbrögð Helgu: „Ég varð undr- andi þegar ég sá bréfið um morguninn. Ég tók það ekki mjög alvarlega, fannst það hálfgert rugl. Og í því voru aðeins tveir kostir, það var annaðhvort að svara já eða nei. Ég svaraði já.“ Átti ekki fyrir hringunum Ómar segist ekki hafa átt fyrir hringun- um þar sem hann hafi á þessum tíma verið að byggja íbúð í byggingasamvinnufélagi í háhýsinu að Austurbrún 2. „Þetta bjargað- ist samt. Hringarnir voru partur af víxli 24 VIKAN 5.TBL.1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.