Vikan


Vikan - 09.03.1989, Síða 27

Vikan - 09.03.1989, Síða 27
FYR5TU KYIÍNI AF 5TR0NDUM Þessa mynd tók Ómar af Helgu á fyrsta hjúskaparári þeirra eða sumarið 1962. gamlársdag. Það átti enginn að vita að við ætluðum að gifta okkur. Ballið byrjaði svo þegar ég fór að ná í brúðkaupsfötin. Ég skildi bílinn eftir og hljóp heim í Stórholt. Ég ætlaði síðan að taka strætó til baka inn eftir. Ég var búinn að bíða smátíma úti á stoppstöð þegar maður kom gangandi til mín og spurði hvað klukkan væri. Ég sagði honum að hún væri kortér yfir sex. Hann gekk aðeins áfram en sneri síðan við og spurði hvenær strætisvagnamir hættu að ganga á gamlársdag. Ég sagði honum að þeir hættu að ganga klukkan sex. Hann varð svolítið hissa en gekk í burtu. Hann sneri svo aftur við og spurði hvort ég væri Eins og gengur bilaði NSU Prinsinn ann- að slagið. Ómar lét sig þá ekki muna um að hlaupa suður í Kópavog til Helgu og aftur til baka. „Ég hef alltaf hlaupið mikið. Það gefúr mér mikið að hlaupa.“ Þau Helga og Ómar ætluðu fyrst að gifta sig 21. september 1961 en hættu við það þar sem bróðir Ómars leigði íbúð hans. „Það var alveg klárt mál að eftir að við Helga giftumst ætlaði ég að bera hana yfir þröskuldinn í íbúðinni um kvöldið. íbúðin varð hins vegar laus um áramótin og því varð sá dagur fyrir valinu." Þau hlæja bæði hressilega þegar minnst er'á brúðkaupsdaginn. Helga hafði í milli- tíðinni flutt á Sogaveginn þar sem hún leigði hjá bróður sínum. Ástæðan fyrir hlátrinum kemur í ljós. Sögulegur brúðkaupsdagur „Ég var staddur heima hjá henni þennan að bíða eftir einhverjum. Ég sagðist vera að bíða eftir strætó. f sömu andránni áttaði ég mig á því hvað klukkan var orðin. Ég hljóp því í brúðkaupsfötunum inn á Soga- veg. Þaðan ókum við svo að kirkju Óháða safhaðarins og séra Emil Björnsson gifti okkur eftir messu. Eftir giftinguna fórum við í Glaumbæ að skemmta okkur. Og um nóttina bar ég Helgu svo yfir þröskuldinn og við hófum búskap." Gamlársdagur friðhelgur Frá þessum gamlársdegi hefúr gamlárs- dagur verið ffiðhelgur hjá Ómari. Hann hóf ferilinn í skemmtibransanum með skemmtun á gamlársdegi. En ffá gamlárs- deginum árið 1961 hefúr ekki þýtt að fá hann til að skemmta á þessum degi. Þetta herrans ár, 1961, gekk hratt fyrir sig hjá Ómari og Helgu. Þau kynntust 14. febrúar en höfðu samt sést áður. Helga er nefnilega frá Patreksflrði og þar hafði Ómar skemmt tveimur árum áður á hátíð í Skjaldborgarhúsinu hjá Sjálfstæðisflokkn- um. Kastaði miðum í Ómar á skemmtun „Ég var með vinkonum mínum á ball- inu. í einum brandaranum notaði hann nafn stúlku ffá Patreksfirði sem varð til þess að við gátum ekki setið á okkur og gerðum at í honum á skemmtuninni. Raunar endaði það með því að við hentum miðunum okkar í hann.“ Tveimur árum síðar, þegar þessi kunni skemmtikraffur fór á dansnám^keið í Skátaheimilinu við Snorrabraut, fékk hann ekki aðgöngumiða í sig frá stúlkunni ffá Patreksfirði. Að vísu áttaði hún sig ekki á að rauðhærði dansherrann hennar var sami maðurinn og skemmti á Patreksfirði. Auðvitað hefði það ekki breytt neinu þetta örlagakvöld 14. febrúar 1961 hjá þeim Ómari og Helgu. Flugmódel af öllum stæröum og gerðum fyrir fjarstýringar. Fjarstýrö bátamódel af öllum gerðum. Fjarstýrðir bílar bæði fyrir rafmótora og bullumótora. Fjarstýringar ásamt fylgihlutum: 2,4, 5, 6,7 og 8 rása. Bullumótorar og rafmótorar af öllum gerðum. Ennfremur allt efni og áhöld til módelsmíða. Póstsendum um land allt — Góð aðkeyrsla, næg bilastæði. Laugavegi 164-Reykjavík-S: 21901 y^uðvitað var haldið þorra- blót hjá okkur hér fyrir norðan — loksins eftir að það var búið að ffesta því tvisvar vegna veðurs. Það var mikið tilstand hjá kvenfélaginu að útbúa matinn, en það gerðu blessaðar ffúrnar með glæsi- brag. Bogga mín Ienti í því að baka flatbökurnar, en vegna þess að það þurfti að tvíffesta þorrablótinu var ekki laust við að kökustaflinn væri aðeins farinn að mygla. Loksins lygndi og færðin batnaði og ákveðið var með stuttum fyrirvara að halda blótið. Þá uppgötvaði Bogga mygluna á kökunum, en þá var ekki nokkur tími til að baka nýjar flatkökur svo hún bara burstaði þær. Það var ekki svo mikið myglubragð af þeim, enda byrjuðu menn jafn snemma að sötra brennivín- vínið svo þeir fúndu ekkert óbragð af þeim, enda kvartaði enginn. Já, maturinn var bara góður hjá ffúnum. Hákarlinn frá Tóta í Nesi var alveg afbragð, enda var Tóti grobbinn og spurði hvern mann hvernig þeim þætti hákarlinn. Auðvitað Hróbjartur Lúðvíksson skrifar: Á þorrablóti meÓ Baklcusi og Tóta í Nesi hrósuðu allir hákarlinum og hefðu gert hvort eð var af kurt- eisisástæðum. Að sjálfsögðu varð Tóti fúll- ur eins og vanalega og þá slær hann í glasið og kveður sér hljóðs. Þetta er árvisst eins og skammdegishretið. Það er bara verst hvað hann Tóti getur verið ótuktarlegur þegar hann finnur á sér. Hann byrjaði á að gera grín að Sigurjóni og Mál- fríði á Skarði, en hún er helsta baráttukonan fyrir jafnrétti kynjanna. Tóti sagði að þegar Málffíður hefði náð takmarki sínu þá myndi það taka Sigur- jón marga mánuði að átta sig á hinum nýju réttindum sínum. Allir hlógu — nema Sigurjón og Málffíður — því öll sveitin veit að það er Málfríður sem hefúr alltaf verið húsbóndinn á heimilinu. Og svo sneri Tóti sér að Möggu og Reyni í Gröf, en þau fóru í sína fyrstu utanlandsferð á ævinni núna um jólin og það til Spánar, held ég. Allir vita að Magga er afar málgefin. Tóti sagðist hafa spurt Reyni að því skömmu eftir að þau komu heim hvort það hefði ekki ver- ið gaman og hvað væri minnis- stæðast. Þá átti Reynir að hafa svarað: - Það að Magga var alltaf mállaus af aðdáun. Þá fóru Magga og Reynir í fýlu. En Tóti var ekki alveg búinn. Sýslumaðurinn og hans virðulega ífú voru gestir á þorrablótinu. Sýsli er dálítið drykkfelldur og þekktur fyrir að vera talsvert viðutan, að minnsta kosti stundum. Tóti sagði að sýslumaður hefði komið ríðandi og góðglaður að Vatnsskarði og fengið þar kaffi og með því. Guðrún hús- ffeyja tók honum auðvitað vel. Þegar sýslumaður fór fýlgdi Guðrún honum út á hlaðið. Sýsli fór á bak hesti sínum og sat nokkra stund þegjandi og hugsandi á hestbaki. Snýr sér svo að húsffeyju og spyr: — Segðu mér nú, Guðrún mín. Er ég að koma eða fara? Ekki veit ég hvort Tóti var að ljúga þessu, en hitt veit ég að hann hefði átt að segja þetta einhvers staðar annars staðar en í ræðu á þorrablóti að sýslu- manni viðstöddum. Þið hefð- uð bara átt að sjá svipinn á sýslumannsfrúnni. Nú hló hún ekki þó hún hefði rétt áður hlegið býsn að þessari gálga- fýndni um Möggu og Reyni. Og enn hélt Tóti áffam og hafði varla tíma til að draga andann og dreypa á glasinu. Nú beindi hann orðum sínum að Kristbjörgu og Jóni, sem eru ógift systkini sem búa úti á Bakka. Tóti þóttist hafa spurt Jón skömmu áður að því hvort Kristbjörg væri trúlofúð. Þá átti Jón að hafa svarað að það vissi hann ekki en hún væri að minnsta kosti búin að fá sér rúllugardínur... Þetta féll í misjafnan jarðveg og preesturinn hnippti í jakka- ermina á Tóta til að reyna að fá hann til að þegja. En þá sneri Tóti sér bara að prestinum, sem er þekktur fyrir sínar löngu og þreytandi ræður, en á það minnist auðvitað ekki nokkur lifandi maður. Tóti sagði að góð prédikun ætti að vera eins og konupils. Nógu stutt til að vekja athygli en þó nógu löng til að ná yfir það nauðsynlegasta... Ég hélt bara að ég yrði ekki eldri, enda rann hreinlega af mér. Að sjálfsögðu varð Tóti fullur eins og vanalega og þá slœr hann í glasið og kveður sér hljóðs. Það er bara verst hvað hann getur verið ótuktarlegur þegar hann finnur á sér. 5. TBL. 1989 VIKAN 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.