Vikan - 09.03.1989, Page 37
BOBBY BROWN
POPP
EDIE BRICKELL
Vdrðsöngkona
upp úr fylliríi
Edie Brickell er 22 ára gömul
stúlka írá Texas. Svo feimin var
hún að hún átti erfítt með að halda
uppi samræðum, jafhvel við fólk sem hún
þekkti. Eitt kvöld fyrir tæpum fjórum
árum urðu þáttaskil í lífi hennar. Einni
vinkonunni þótti feimni og hlédrægni
Edie heldur mikil svo hún ákvað að fara á
næturklúbb og fylla hana. Það gekk betur
en nokkur hafði þorað að vona. Þegar líða
tók á kvöldið var Edie komin vel við skál
og fékk óstöðvandi löngun til að syngja
með hljómsveitinni sem spilaði fyrir dansi.
Hljómsveitin var The New Bohemians.
Edie segir að sér hafi bara liðið mjög vel á
sviðinu. Þarna sagði hún allt sem upp í
hugann kom. Það kom henni reyndar svo-
lítið á óvart að textagerð lægi vel fyrir
henni.
Edie Brickell talar mikið um æsku sína,
sem var ekki dans á rósum. Foreldrar
hennar skildu þegar hún var lítil og ólst
hún upp hjá móður sinni. Edie vissi aldrei
hvað hana Iangaði til að leggja fyrir sig —
fyrr en eftir þetta umrædda kvöld.
Það liðu ekki margir dagar þar til hljóm-
sveitin bað Edie um að verða söngkona
sveitarinnar, slík var frammistaðan. Hún
segir: „í raun neyddi ég þá til að bjóða mér
> hljómsveitina því ég talaði sífellt um það
hversu skemmtilegt þetta væri og að ég
gæti hugsað mér að vinna í hljómsveit."
Nú fóru í hönd miklar breytingar bæði
hvað varðaði tónlist og mannahald í sveit-
inni. Aðeins bassaleikari upphaflegu Bo-
hemians sveitarinnar er enn til staðar og
tónlistin sem þeir spiluðu hefur vikið fyrir
léttu melódísku rokki. Stundum hefúr ver-
ið sagt að Edie Brickell minni um margt á
Carole King eða Janis Joplin. Það er ekki
leiðum að líkjast, en eitt er víst; Edie
Brickell stendur svo sannarlega fyrir sínu
og þarf ekki samlíkingu.
Þegar hljómsveitin var tilbúin í slaginn
var reynt að fá hljómplötusamning og hét
Edie því að ef ekkert gerðist fyrir nóvem-
berlok 1986 ætlaði hún aftur í skólann og
hætta að syngja um tíma. En viti menn!
Geffen hljómplötuútgáfan (sem gaf út
seinustu plötur John Lennon) ákvað að
gera samning við hljómsveitina. Miklum
tíma var eytt í undirbúning og upptökur
og hvergi til sparað. Árangurinn er ótrú-
legur.
Edie Brickell er enn sama stelpan úr
hverfmu. Hún segir: „Mér finnst ég vera
ein af áheyrendunum og þegar ég er beðin
um að sitja fyrir á mynd með einhverjum
kemur yfir mig feimni. Ég veit ekki enn
hvort ég er söngkona. Röddin hefúr
ákveðinn stíl og ég kem textanum ffá mér.
Kannski ef þú telur Lou Reed söngvara get
ég allt eins talist söngkona."
Fyrirmyndar
ungmenni!
TEXTI: PÉTUR STEINN ~
Hver er Bobby Brown? Jú, hann
fer út að ganga með hundinn
sinn í samfloti með Janet
Jackson. Eitt sinn þurfti hann að gera hlé
á tónleikum til að skipta um buxur er
hann fyrir slysni hafði lent í áhorfenda-
skaranum.
Bobby er 19 ára gamall og söng frá
1983 með unglingasveitinni New Edi-
tion. Á þeim árum áttu þeir nokkur vinsæl
lög, svo sem Candy Girl. Þessi velgengni
var ekki nóg fyrir Bobby, sem er mjög
metnaðarfullur. Hann vildi meira og yfir-
gaf félaga sína 1986 til að leggja heiminn
að fótum sér. Það hefur hann gert því tvö
vinsæl lög hefur hann þegar átt, Don’t be
Cruel og My Prerogative. Hann er fyrsti
svarti listamaðurinn í 25 ár sem kemur
fram undir tvítugu og nær fyrstu plötu
sinni í efsta sæti bandaríska listans. Sá sem
gerði þetta fyrir 25 árum var Stevie
Wonder.
Bobby er fyrirmynd unglinganna. Hann
reykir ekki og neytir engra vímuefna enda
stundar hann íþróttir af miklu kappi og
hefur unnið til verðlauna á íþróttasviðinu.
Bobby er mikil pjattrófa og hefur yndi af
dýrum fötum. Það er ekki óalgengt að
hann kaupi sér föt fyrir 100 þúsund krón-
ur þegar hann fer af stað í verslunar-
leiðangur. Það er því eins gott að hafa
sæmilegar tekjur...
5. TBL. 1989 VIKAN 35