Vikan


Vikan - 09.03.1989, Side 45

Vikan - 09.03.1989, Side 45
hætti. Hann hafði áhuga á fögrum konum og uppgötvaði að kjörinn staður til að nálgast þær væri t.d. á hárgreiðslustofu. Þar að auki sá hann fram á að í hárgreiðsl- unni gæti hann notfært sér það sem hann hafði lært í háskólanum um form og fleti. Fernando komst í kynni við Vidal Sassoon og starfaði lengi sem aðstoðarmaður hans og síðan framkvæmdastjóri ffamleiðslu- deildar fyrirtækis hans. Nú, 25 árum síðar, gegnir hann sama starfi hjá OGGI og er einnig skólastjóri alþjóðlegs hársnyrti- skóla sem fyrirtækið rekur og er jafht ætl- aður byrjendum sem meisturum. Hann kennir við skólann, þjálfar hárgreiðslufólk fyrir keppnir, setur upp hárgreiðslusýn- ingar og ferðast um heiminn til að kynna OGGI vörurnar. Þetta þætti ýmsum ærinn starfi en Fern- ando lætur sig ekki muna um að reka líka eins og eina hárgreiðslustofu við eina af fínustu og dýrustu breiðstrætum heims, Rodeo Drive í Beverlyhæðum í Los Ange- les. Þar eru meðal fastra viðskiptavina stórstjörnurnar Rachel Welch, Diana Ross, Dionne Warwick og Jacqueline Smith. „Stundum greiðum við þeim heima hjá þeim en þegar þær langar að sýna sig og sjá aðra þá koma þær á stofuna. Yfirleitt verðum við þá að setja upp grindverk svo þær komist óáreittar milli bíls og húss, því fólk gerist oft aðgangshart til að ná sér í eiginhandaráritun. Þetta fræga fólk er ekki alltaf öfundsvert því bak við grímuna búa ósköp venjulegar sálir. Mínir ffægu við- skiptavinir eru indælustu manneskjur og ekki svo ýkja óiíkar öðru fólki. Þær hafa eins og aðrir gaman af nýjustu slúður- sögunum; hver sé farinn að vera með hverjum og hver sé skilinn við hvern — ekki vissi ég að þessi væri svona eða hinn hinsegin. Þær ræða líka um nýjustu mynd- ina sína, nýliðin eða væntanleg fín kvöld- verðarboð og jafhvel nýjustu kærastana. Það verður eitthvað að tína til þar eð veðurfarið í Los Angeles sér íbúunum ekki fýrir jafn öruggu umræðuefhi og hér gerist...“ „Mitt faglega mottó ...“ En aftur til OGGI. Fernando kveðst mjög ánægður með þann áhuga sem ís- lenskt fagfólk hefur sýnt OGGI hársnyrti- vörunum. Hann hefur leiðbeint því um notkun varanna enda munu þær fýrst og fremst ætlaðar til notkunar á hársnyrtistof- um, þó einnig verði þær þar til sölu fyrir viðskiptavini. Aðspurður segir Fernando Romero að mjúk og frjálsleg lína verði ofan á í hártísk- unni þetta árið. „Og hvort hárið á að vera sítt eða stutt fer alfarið eftir andlitsfalli og persónuleika hvers og eins. Þar mega tískufyrirbæri ekki ráða ferðinni, þó auð- vitað geti svo einhver smáatriði í greiðslu eða litun orðið til að gefa nýtískulegan svip. Mitt faglega mottó er það að taka verður fullt tillit til andlitsbyggingar við- skiptavinarins áður en hugmyndaflugið er leyst úr læðingi." □ Fyrirjermingar- stúlkumar Pósthússtræti 13, sími 22477. „Sjarmerandi“ satínnáttföt, jakki, buxur og sloppur. fallegir litir, mildir eða líf- legir að vild. ŒB AUGiySINGAPfQNUSTAN \ SÍA Sérstaklega vandað satín, mjúkt og létt. 5. TBL. 1989 VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.