Vikan


Vikan - 09.03.1989, Page 61

Vikan - 09.03.1989, Page 61
RAUPAÐ 0C5 RI55AÐ Sœnsk mafía afl. A dögunum var sýndur í sjónvarpinu /» þáttur sem ber það glannalega / % nafh „Sænska mafían". Þegar jL. JL. raupari sá þátt þennan kynntan áleit hann að um væri að ræða þátt um samtök sænskra glæpamanna. Mafían er jú löngu þekkt í Bandaríkjunum og uppruna- landi sínu Ítalíu. Þessi glæpasamtök eru skelfílegir ógnvaldar þar sem þau hreiðra um sig, en það er sagt vera á ólíklegustu stöðum, eða allt frá aumustu fátækra- hverfum og upp í æðstu valdastóla. Svo leið að sýningu þáttarins um sænsku mafíuna. En viti menn. Þegar sýningin hófst kom í ljós að hér var um alit annars konar mafíu að ræða en þá sem best er þekkt í heiminum. Sú sænska er menning- armafía sem ku hafa grafíð um sig hér á landi. Meðlimir hennar eru sagðir vera sakleysingjar á borð við Sigmar B. Hauks- son, Svein Einarsson og Hrafh Gunnlaugs- son. Það er að segja menn sem hafa sótt menntun sína til Svíþjóðar. Þeim er borið á brýn að róa að því öllum árum að liðka fýrir sænskum menningarstraumum hér á landi. Og ekki nóg með það. Ýmsum sænskmenntuðum er ennfremur borið á brýn að vilja koma á sænskum siðum hvað stjórnmál varðar, en slík iðja er vægast sagt þyrnir í augum margra íslendinga. Magnús og Indriði G. Meðal þeirra sem rætt var við í fýrr- nefhdum þætti er Magnús Óskarsson borg- ardómari. Auk þess að vera borgardómari er Magnús þekktur fýrir að hafa safnað úr- klippum úr blöðum og gefið út á bók. Magnús er maður fundvís á spaugilegar fýrirsagnir, en hann benti á það í viðtalinu að fýrirsagnirnar væru oft á tíðum meira en spaugilegar, þar sem öllu gamni fylgdi nokkur aivara. Það er skemmst frá því að segja, að Magnús er lítið hrifinn af sænsku þjóðfélagi og nefhdi hann mörg dæmi til skýringar á andúð sinni. Annar andstæðingur sænsku mafíunnar er Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur. Ekki átti hann, fremur en Magnús í vand- ræðum með að nefha dæmi máli sínu til stuðnings. Ólafur Ragnar En raupari er að velta því fýrir sér hvort það geti virkilega verið, að þeir sem fari til náms erlendis hljóti að draga dám af þeim löndum sem þeir gista, á meðan á námi stendur. Að vísu kom það fram hjá Ólafi Ragnari á dögunum, þegar Jón Óttar átti við hann spjall á Stöð 2, að hann hefði orð- ið fýrir áhrifum frá Bretum og persónu- leika þeirra. Þessi skýring Ólafs kom til af því, að Jón Óttar spurði hver væri ástæða þess að hann væri svo ópersónulegur og raun bæri vitni. Ólafur Ragnar svaraði því tU, að á 6 til 7 ára námsferli sínum með Bretum hefði hann ekki komist hjá því að verða fyrir áhrifum ffá þeim og skýrði með því fýrrnefhd ópersónulegheit. Ef raupari man rétt, þá nam Jón Baldvin einnig hjá Bretum og er þá komin skýring á ýmsu í fari hans. Hins vegar finnst raupara það alvarlegt mál, ef íslendingar eru ekki sterkari á svellinu en það, að þeir þoli ekki að fara til útlanda til lengra eða skemmra náms, án þess að eiga það á hættu að glata persónu- legum þjóðareinkennum sínum. Sakna Svölu En látum raupi lokið að sinni. Þó skal hér skýrð tilurð þriðju myndarinnar á síð- unni. Hún er af Svölu Thorlacius lögffæð- ingi. Svala var á sínum tíma fféttamaður á Sjónvarpinu og söknuðu hennar margir þegar hún hvarf af skjánum. Myndin er einnig birt til mótvægis við myndirnar af körlunum sem á síðunni eru, en raupari vill síður gefa jafnréttisráði höggstað á sér. 5. TBL. 1989 VIKAN 59

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.