Vikan


Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 6

Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 6
VIÐTAL Vikan á slóðum Pussycat og Bonaparte í Kaupmannahöfn „Ég komst á samning fyrir tólf viskíf löskur" - segir athafnamaðurinn Þorsteinn Viggósson _________TEXTI OG MYNDIR: HJALTI JÓN SVEINSSON____ Blaðamaður Vikunnar var staddur í Kaupmannahöfn fyrir stuttu og hafði mælt sér mót þar við íslenska at- hafnamanninn Þorstein Viggósson. Hann hefur búið þar ytra um langt árabil og er þekktastur heima á ís- landi fyrir að hafa rekið skemmtistaðina Pussycat og Bonaparte. Þeir voru lengi vel með vinsælustu diskó- tekunum í Kaupmannahöfn og margir íslendingar lögðu leið sína þangað væru þeir á annað borð staddir í borginni. Þorsteinn er hættur rekstri beggja þessara staða og sinnir nú öðrum verkefnum þó skyld séu. Við innganginn á húsi kommúnistaflokksins, en þar hyggst Þorsteinn jafnvel opna stóran næturldúbb. Blaðamaður hafði aldrei hitt hann fyrr og vissi ekki einu sinni hvernig hann var í sjón. Hann hafði mælt sér mót við viðmælanda sinn á kaffihúsi í miðbænum, nánar tiltekið á Café Olé í Gottesgade, en í þeirri götu var einmitt Pussy- cat á sínum tíma. „Þú þekkir mig á því að ég er orðinn alveg gráhærður," sagði Þorsteinn í símanum eftir að fundarstaður hafði verið ákveðinn. Blaðamaður kom ekki auga á neinn gráhærðan mann þeg- ar hann mætti á staðinn enda hafði hann komið nokkru fyrir umræddan tíma. En nákvæm- lega á mínútunni vatt gráhærð- ur maður sér inn um dyrnar. Hann hafði lagt gljáfægðum sportbílnum sínum fyrir utan. Þorsteinn er meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og snaggara- legur, léttur í spori og greini- lega fílsterkur. Við fengum okkur ítalskt eð- alkaffi með súkkulaði og rjóma og hófum því næst spjallið. Blaðamaður tjáði honum að hann hefði ekki komið til Kaupmannahafnar lengi en myndi sannarlega eftir því að hafa heimsótt Pussycat-diskó- tekið í kringum 1970. „Þá var öldin önnur hér í Kaupmanna- höfh,“ sagði Þorsteinn. „Þá var borgin full af lífi og fjöri, á síð- ustu árum hefur henni farið mikið aftur. Kaupmannahöfn á niðurleið Stokkhólmur og Osló taka núorðið báðar Kaupmanna- höfn fram um menningu og fjörugt borgarlíf. Þetta er líka mikið fjölmiðlum að kenna, áhrif þeirra eru orðin svo mikil að allt sem gerist kemur ffam í sjónvarpi eða á síðum blað- anna. Og venjan er sú að sviðs- ljósinu er gjarnan beint að eymdinni ffemur en hamingju og gleði. Þeir selja dagblöðin til dæmis út á stríðsfféttir og morðfregnir á forsíðunum. Auðvitað geldur Kaupmanna- höfh þessa og nú er svo komið að æ færri ferðamenn heim- sækja borgina. Á síðasta ári hafði til dæmis gistinóttum á hótelum fækkað um 60.000 ffá árinu á undan. Þú nennir ekki að heimsækja veikt eða óham- ingjusamt fólk ef þú kemst hjá því. Þú vilt heimsækja þá sem eru glaðir og ánægðir." Hafa veitingamenn þá ekki orðið illa úti? „Fyrir fjórum árum seldi ég gömlu staðina mína, Pussycat og Bonaparte. Ég hafði ekki áhuga á þessu lengur. Það hafa skipst á skin og skúrir í rekstr- inum hjá mér síðustu árin, þetta er eins og togaraútgerð að því leyti. Eitt árið fiskast vel og fæst hátt verð fyrir aflann. Næsta árið snýst dæmið við. Ég get engum kennt um nema sjálfum mér þegar eitthvað fer úrskeiðis í rekstrinum. Þegar maður ræður til sín ráðgjafa sem síðan ráða manni illa þá getur maður að lokum ekki kennt neinum um nema sjálf- um sér. í sveitamanni eins og mér, sem kemur saklaus piltur austan frá Eskiflrði til stór- borgarinnar, situr að þeir í hvítu skyrtunum með bindið og í svörtu jakkafötunum séu meira traustvekjandi en aðrir. Þannig voru þeir klæddir presturinn, sýslumaðurinn og kaupmaðurinn í minning- unni.“ Ný kynslóð — breyttir tímar Þorsteinn var greinilega á heimavelli þarna á Café Olé. „Ég þekki eigandann vel og hef verið honum aðeins innan handar," sagði hann. „Ég kann vel við mig hérna í götunni því hérna bara í næsta húsi var Pussycat." Hann var spurður að því hvenær hann hefði fyrst komið til höfuðborgar Danmerkur. 6 VIKAN 14. TBL.1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.