Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 59
Sandy var heima í þriggja mánaða or-
lofi. Hann var meðfram kominn
með þeim fasta ásetningi að kynnast
ungri og myndarlegri stúlku og hverfa
aftur sem kvæntur maður til Austurlanda,
þar sem hann gegndi herþjónustu. Honum
hafði í fyrstu virst þetta mjög auðvelt mál,
en þegar til kastanna kom voru á því ýmsir
agnúar. Um þessar mundir var fjöldinn all-
ur af hermönnum í borginni sömu erinda,
öllu aðgangsharðari en hann í þeim efnum
því hann var að eðlisfari frekar óframfær-
inn og hlédrægur.
Það vantaði svo sem ekki að Pétur sæi
þeim fyrir ungum stúlkum í þessum villtu
kvöldboðum þeirra í íbúð frænku hans. En
það hafði enn ekki fallið í góðan jarðveg
hjá Sandy.
— Taktu þetta rólega, var Pétur vanur
að segja, - við finnum áreiðanlega konu-
efni handa þér. Nú höfúm við boð inni í
kvöld og bíddu bara átekta.
— Segðu mér,Sandy, hvað var það ann-
ars sem við brutum í gærkvöldi. Mig eins
og rámar í að sitthvað hafi skeð.
— Það voru nokkur glös og annað kín-
verska skrautkerið þarna af arinhillunni,
sagði Sandy.
— Nú, ekki annað. Verra gat það verið.
Ætli hitt kerið fari ekki sömu leið innan
tíðar! Pétur var sem sagt einn af þessum
óviðjafhanlegu bjartsýnismönnum.
— Ef til vill hefur þetta verið uppáhalds-
skrautker firænku þinnar. Sandy bar alltaf
frænku Péturs fyrir brjósti. Veslings gamla
konan, þar fataðist henni að leigja Pétri
íbúðina meðan hún dvaldi erlendis. Hún
hefur auðvitað ekki búist við að Pétur
mundi halda þar allar þessar drykkju- og
svallveislur. Þannig hugsaði Sandy.
— Blessaður berðu ekki áhyggjur út af
henni frænku minni. Þetta er ágætis
kerling. Við verðum búnir að koma öllu í
samt horf er hún kemur.
— En hvað með það sem búið er að
brjóta hér og bramla? spurði þá Sandy.
Pétur virti hann ekki svars.
Næstu kvöld úði og grúði af gestum hjá
þeim félögum. Ungar stúlkur voru þar í
miklum meirihluta. Þar voru litlar stúlkur
og langar, grannar og gildar, en aflar áttu
þær það sameiginlegt að hanga utan í Pétri
eins og flugur á sykurmola. En aðalhlut-
verk Sandys í þessum samkvæmum var að
ffamreiða vín og önnur tilheyrandi veislu-
föng. Hann var að eðlisfari háttvís og því
alger andstæða við Pétur.
— Þú gefúr þér ekki nógu lausan taum-
inn, sagði Pétur seinna. Kastaðu þér út í
hringiðu lífsins, maður!
— Mér finnst nógu margir sleppa fram af
sér beislinu, þó ég sé undantekning. Sjáðu
hvernig umhorfs er hérna inni núna. Það
er eins og sprungið hafi plastsprengja eða
aðrar slíkar hernaðaraðgerðir verið hafðar
í frammi.
Það kom í hlut Sandys að taka til í íbúð-
inni á morgnana, eða ef það gat þá heitið
því nafni. Pétur var fokinn út í veður og
vind í leit að nýjum ævintýrum.
— Hvernig fer þetta ef frænka þín skýtur
5MÁ5AC5A
upp kollinum hér á heimilinu okkur að
óvörum einhvern daginn? spurði Sandy
einn morguninn.
— Engar vangaveltur í sambandi við
það, vinur sæll, sagði Pétur. — Hún kemur
ekki heim fyrst um sinn. Ég á annars von á
nokkrum gestum í kvöld. Þú nærð í eitt-
hvað ætilegt út í búðina. Ég verð því mið-
ur að fara og Pétur var rokinn á dyr. Sandy
kom engu orði að.
— Þetta hlýtur að enda með skelfingu,
andvarpaði Sandy en fór samt að leitast við
að afmá ósómann í íbúðinni. Hann kom
auga á annað kínverska skrautkerið, sem
ennþá var í sinni upprunalegu mynd. —
Það er best að bjarga því sem bjargað
verður. Hann tók það ofan af arinhillunni
og setti það afsíðis hjá dragkistu frammi í
anddyrinu. — Það er ef til vill öruggara hér,
hugsaði hann með sér.
Er hann kom aftur úr verslunarleiðangr-
inum hafði hann meðferðis nokkuð af
smáréttum og þar að auki stærðar
blómvönd. — Blessuð blómin eru þó ætíð
til yndisauka og ánægju, hugsaði hann
með sér. Hann átti í mestu örðugleikum
með að koma þeim fýrir í skálinni. Hann
hagræddi þeim sitt á hvað. Honum virtust
þau hnípin og líta hvert á annað dapur-
lega. Það leit helst út fyrir að þau gætu
ekki samlagast þessu umhverfi. í þessu
kom Pétur að. - Þetta fer þér ekki vel úr
hendi. Láttu mig um þetta! Hann gekk nú
vel fram í að hagræða blómunum en þau
létu heldur ekki að vilja hans. Þau héngu
út yfir barma ílátsins allra líkast sjóveiki-
sjúklingum yfir borðstokk farþegaskips.
Og Pétur gafst upp.
Gestirnir um kvöldið voru af þessu
venjulega sama sauðahúsi. Sandy dró sig í
hlé að venju.
Ein stúlkan í samkvæminu beindi óspart
athygli sinni að Sandy. Það fór ekki hjá því
að hann átti að verða skotmark hennar
þetta kvöld. Hún var af léttasta skeiði, leit
út fyrir að fertugsaldurinn væri ekki langt
undan, fasmikil og sjálfsagt aðgangshörð ef
því var að skipta enda var atlagan ekki
langt undan. Hún tók sér sæti við hlið
hans.
— Ég heiti Claudia og heyri sagt að þér
hafið dvalið í Austurlöndum og ætlið að
hverfa þangað bráðlega aftur. Sandy kvað
svo vera.
— Ó, hvað ég öfunda yður! Ég hef sem
sagt búið í Assam í nokkur ár.
Sandy sótti þeim glös og vínföng.
— Hvernig blandið þér annars kokkteil?
Við lögum alveg fýrirmyndardrykk af því
tagi þarna austurfrá og nú skuluð þér taka
vel effir.
Það skipti engu máli þótt Sandy væri
ekki úr hófi fram skrafhreifinn eða uppörv-
andi. Hún sá fyrir því öllu saman. Innan
stundar vissi hann að hún var ekkja en
byggi nú með frænku sinni, sem væri við
aldur og hvort tveggja starblind og heyrn-
arlaus. Hún kvaðst elska Austurlönd og
ekkert þrá annað frekar en að komast
þangað aftur.
Nú fór hún að slá út sínum bestu spil-
inu. Það fór að fara um Sandy er hún sagði:
— Væri ekki tilvalið að við neyttum hádeg-
isverðar saman núna einhvern daginn? Við
höfúm svo mörg sameiginleg áhugamál að
ræða um?
Ef það var annars nokkur leið út úr þess-
um ógöngum þá sá Sandy hana að minnsta
kosti ekki. Hann veitti því athygli að
Claudia skrifaði einhverja dagsetningu í
minnisbók er hún dró upp úr pússi sínu.
Honum fannst eins og hann sæti andspæn-
is dómara sem væri að færa inn í gjörða-
bók réttarins fyrirmæli um að hann ætti
að hengjast einhvern næstu daga.
— Ég elska Austurlönd, og enn hélt hún
áffam að vaða elginn. - Ég hef alveg sér-
staka hæfileika til að annast heimili. Mað-
urinn minn var vanur að segja: Claudia, þú
átt engan þinn líka. Þú ert blómhnappur lífs
míns. Já, hann var líka elskulegur eigin-
maður. Blessuð sé minning hans. Hvers
ætti maður annars að sakna héðan firá Eng-
landi? Ég bara spyr. Nei, ég gæti hugsað
mér að gifta mig aftur og þá helst manni
sem vildi búa þarna fýrir austan. Brosið
sem hún sendi honum orkaði ekki tvímæl-
is um hvað undir bjó.
Nú fannst Sandy hann vera kominn í al-
varlega úlfakreppu. Hann kom engum
vörnum við. Hvar skyldi þetta annars
enda? Hún var óvenjulega viljasterk og
hafði afl á við dráttarvél. Það leit ekki út
fyrir að hún léti slá sig út af laginu.
Sandy talaði um þetta fram og aftur við
Pétur klukkan tvö um nóttina, eftir að
gestirnir voru farnir. Pétur, léttlyndur eins
og fyrri daginn, veltist um af hlátri.
— Ertu ekki annars eitthvað hrifinn af
Claudiu? spurði Pétur.
- Nei, ég hélt ég væri búinn að segja
þér hug minn í þeim efnum.
— Hefúr þér aldrei dottið í hug að
kaupa þér einn „cocker spaniel". Þeir eru
sagðir mjög undirgefhir og háðir hús-
bónda sínum. Þeir hafa ef til vill helst til
löng eyru en tungan í Claudiu er líka löng.
— Já, þú getur svo sem haft þetta í flimt-
ingum, sagði Sandy hálfmóðgaður. — Þú,
sem flækist frá einni höfn til annarrar og
getur valið úr kvenfólki á þessu flakki
þínu. Það er öðru máli að gegna með mig.
Það er nú eða aldrei. Annars er ógerlegt að
tala um þetta við þig núna, Pétur, og allra
síst um hánótt.
Sandy ákvað að tala betur við Pétur dag-
inn eftir og þá jafnframt að gefa honum til
kynna að hann hugsaði sér að fara héðan
áður en þetta líferni gerði hann vitlausan.
Morguninn eftir uppgötvaði Sandy að
Pétur hafði enn gert honum skráveifu.
Hann var allur á bak og burt, hafði skilið
effir stutta og laggóða orðsendingu: —
Kem aftur á sunnudag.
Sandy var ekki einn af þeim er var upp-
næmur eða fljótur að skipta skapi en nú
var honum nóg boðið.
Hann hafði fengið sig fúllsaddan á að
taka til í íbúðinni eftir Pétur og hyski hans.
Nú skyldi hann þó gjalda honum rauðan
belg fyrir gráan og láta hann koma að öllu
Frh. á bls. 60
14. TBL. 1989 VIKAN 57