Vikan


Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 43

Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 43
HEILSA Hér er fjallað um flest sem þú þarft að vita um barm þinn, einn fegursta hluta kvenlíkamans Hér hafa brjóstin verið stækkuð með þeirri aðferð sem lýst er í greininni. TEXTI: ÞORSTEINN ERLINGSSON Lögun brjóstanna Stór, kringlótt, strýtulaga brjóst þóttu kynæsandi um aldamótin. Um 1920 þótti lítill barmur eggjandi. Á árunum í kringum 1940 komust stór brjóst aítur í tísku en þau þurftu að vera oddmjó og útstand- andi. Árið 1965 gerði fyrirsætan Twiggy lítil brjóst aftur eftirsóknarverð en á fyrri hluta áttunda áratugarins fór stærðin að skipta minna máli en að þau litu hraust- lega út og að konur notuðu ekki brjósta- haldara. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun, sem Gallup fyrirtækið gerði, þar sem bæði karl- ar og konur sögðu álit sitt, kom í ljós að brjóst ættu að vera stinn, ávöl og miðl- ungsstór. „Konur hafa eytt mörgum árum í bar- áttu, í heimi karlmannsins, og núna eru þær loksins að endurheimta kvenleika sinn,“ segir bandarískur tískusérfræðingur. Eileen Ford hjá Ford-fyrirsætuumboðs- skrifstofunni segir: „Að vera sterkbyggð, íþróttamannsleg og hafa góðar útlínur er það útlit sem á að endurspegla líf nútíma- konunnar." Ford-fyrirsætan Elle MacPher- son, sem hefur verið á forsíðu tímaritsins Sports Illustrated, á þeim eintökum þar sem íjallað er um sundfatnað, er sögð hafa heimsins eftirsóknarverðasta líkama. Mál hennar eru: 183 sentímetrar á hæð, 94 sentímetrar um barm og 91,5 sentímetrar um mjaðmir. Það sem lýtalækninga- aðgerðir geta gert Kvikmyndastjörnur eins og Mariel Hemmingway, Carrie Leight, Birgitte Niel- sen og Cher hafa látið stækka brjóst sín. Margar fyrirsætur álíta heimsókn til lýta- læknis vera eitt af þeim skilyrðum sem nauðsynlegt er að uppfylla til að starfa sem fyrirsæta. „Þær konur sem eru mest fyrir augað eiga að vera mjög grannar og með stór brjóst. Náttúran skapaði konuna því miður ekki þannig,“ segir hátt launuð for- síðustúlka. Meira en ein milljón amerískra kvenna hefur látið stækka eða minnka brjóst sín. Aðgerðin fer þannig fram Staekkun (augumenntations mammo- plasty): Þessi aðgerð er gerð í staðdeyf- ingu. Hægt er að fara inn í brjóstvefinn á þremur mismunandi stöðum: í fellingunni undir brjóstinu, þar sem örin, sem á eftir koma, felast mjög vel og sjást varla, í hol- höndinni eða í jöðrum brúna svæðisins sem umlykur geirvörtuna. Poki fylltur sílí- konhlaupi er settur þar inn á bakvið eðli- lega brjóstvefinn. Aðgerðin tekur um einn og hálfan tíma. Flestar konurnar geta farið strax heim eftir aðgerðina og þurfa ekki að koma aftur fyrr en eftir viku eða tíu daga, til að láta taka saumana. Flestar hafa jafhað sig eftir þrjár vikur og geta þá farið að lifa aftur eðlilegu lífi. Hér á landi verður konan aðeins að greiða það efrii sem notað er í sambandi við aðgerðina. Aukaverkanir: Örvefurinn, sem myndast eftir aðgerðina, dregst saman og brjóstið harðnar. Komið hefur þó í ljós að ný teg- und poka, meme, sem hefur óreglulegt fjaðrandi yfirborð, minnkar mjög öra- myndun, segir lýtalæknir sem hefur unnið að þróun þeirra. Ef pokanum hefúr verið komið fyrir undir vöðva getur konan fúndið fyrir sárs- auka við áreynslu á hann. Hvort sílíkonpokarnir eru krabbameins- valdandi eða ekki er látið liggja á milli hluta. Nýleg rannsókn ffamleiðanda þeirra leiddi í ljós að þeir voru valdir að krabba- meini í 23% af tilraunarottum. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa þó lýst yfir að þessar niðurstöður gildi vart fyrir mann- eskjur þar sem sú tegund krabbameins, sem rotturnar fengu, er sjaldgæf hjá mönnum. Faraldsffæðilegar rannsóknir hafa ekki sýnt fram á aukningu krabba- meins hjá konum sem fengið hafa poka en Hér hefúr sömu aðferð verið beitt við stækkun brjóstanna. Óneitanlega viðunandi árangur. Þessar myndir sýna hins vegar brjóst sem hafa verið minnkuð en slíkt er mörgum konum mikill léttir. 14. TBL. 1989 VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.