Vikan


Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 45

Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 45
HEIL5A miklar, að eigin mati, ættu að kaupa föt með toppstykkið í heilu lagi og láta jakk- ann vera óhnepptan til þess að fá tvær lóð- réttar línur niður að framan. Undirblússur fyrir þær brjóstamiklu ættu að vera með V-laga hálsmáli en bogadregin hálsmál eru hentugri fyrir þær flatbrjósta. Barmlitlar konur ættu að velja sér sund- fatnað með þverröndum, fellingum og ein- hverju því sem fer lóðrétt yflr brjóstlín- una. Bikinitoppur ætti að vera sniðinn í tvo þríhyrninga, sem hvor um sig er felld- ur saman í fellingar. Það er mjög aðlað- andi. Forðist slöngulaga heila toppa. Þær sem eru sérstaklega barmmiklar ættu að velja köflótt efni. Heil sundföt í dökkum litum, jafnvel með lóðréttum röndum, fara þeim vel. Brjóstakrabbamein Fyrir utan húðkrabbamein er brjósta- krabbamein algengasta æxiið hjá amerísk- um konum. Á hinn bóginn er áhætta ungr- ar konu í dag að fá brjóstakrabbamein miklu minni en áður var talið, segir krabbameinslæknir og yfirmaður banda- rískrar krabbameinsstofnunar sem beitir sér fyrir fyrirbyggjandi aðgerðum gegn krabbameini. Hann bendir á að það hlut- fall kvenna sem fær krabbamein og mest hefúr verið talað um, eða ein af hverjum tíu, á bara við um konur á aldrinum um 85 ára. Um konur undir fertugu er nærri lagi að tala um hlutfallið ein af þúsund og um konur á sextugsaldrinum ein af hverjum þrjátíu. Hverjar fá brjóstakrabbamein? Aðaláhættuþættirnir eru samkvæmt Al- þjóða krabbameinsstofnuninni (AKS) þessir: — Að eiga einhvern nákominn sem hef- ur fengið sjúkdóminn. Áhættan tvöfaldast ef móðir eða systir hefúr fengið hann og er sexföld ef báðar hafa fengið hann. — Að vera fimmtug eða eldri. - Að hafa byrjað að hafa á klæðum mjög ung. - Að hafa gengið í gegnum tíðahvörf rnjög seint. - Að búa í borg í stað þess að vera úti á landi, þar sem mengunin er minni. Hjá sumum konum getur það verið áhættuþáttur að hafa eignast sitt fyrsta barn eldri en þrítug, samkvæmt þeim rannsóknum sem Vanderbilt læknaskólinn hefur gert, ef hún hefur fjölskyldusögu um brjóstakrabbamein. Að öðru leyti skiptir barnsburður ekki miklu máli í þessu sam- bandi. Hversu mikið getnaðarvarnapillan eyk- ur líkur á brjóstakrabbameini er enn óljós. Þrjár nýlegar rannsóknir gefa þó til kynna að hún auki líkur á brjóstakrabbameini hjá konum yngri en 45 ára. Þar sem innihald estrogens í þeim pillum sem konurnar tóku í rannsókninni var mun meira en er í pillum nú á dögum getur verið að þessar niðurstöður gildi ekki núna. Þrátt fyrir það Leikkonan Mariel Hemingway (barnabam skáldsins) lét stækka á sér brjóstin áður en hún tók að sér hlutverk í kvikmynd um Playboykanínuna Dorothy Stratten. telja heilbrigðisyfirvöld pilluna vera skað- lausa. Ný meðferð Flestar konur geta nú valið um hvort æxlið er aðeins tekið og afgangur brjósts- ins skilinn eftir eða brjóstið numið alger- lega burtu, jafnvel þótt meinvarp hafl náð til eitlanna í kring. „Hugsanlegt er að veita fúllkomna lækningu með hvorri aðferð- inni sem er,“ segir læknir á brjóstadeild læknamiðstöðvar í New York-borg. Alþjóða krabbameinsstofnunin hvetur aliar konur til að fara í lyfjameðferð, hvort sem aðeins æxlið hefúr verið fjarlægt eða brjóstið allt verið tekið, jafnvel þótt ekki sé vitað til þess að meinið hafl breiðst út. Nýlegar rannsóknir sýna að allt að þriðj- ungur kvenna sem hafa fengið krabbamein á byrjunarstigi fær það aftur ef þær fara ekki í lyfjameðferð. Ekki eru öll yfirvöld sammála AKS en telja að þetta hvetji til þess að sjúkiingar séu meðhöndlaðir meira en nauðsynlegt er, í þeirri von að lengja líf þeirra. Þar sé meirihluti sjúklinga iátinn líða fyrir minnihluta. „Þau 65% til 75% kvenna með krabbamein á byrjunarstigi, sem myndu ekki koma aftur, þurfa að ganga í gegnum lyfjakúr án þess að það þjóni nokkrum tilgangi," segja sérfræðingar í miðstöð þeirra sem þurfa á læknishjálp að halda í New York. Fyrirbyggjandi ráðstafanir Það sem helst er talið að komi að gagni til að forðast brjóstakrabbamein er: - Að minnka neyslu á feitum mat. Dýratilraunir hafa leitt í ljós að tengslin milli fltu, brjósta og krabbameins eru ein öruggustu tengslin, þar sem talið er að fæða hafl áhrif á tíðni krabbameins. Sú tegund fitu sem neytt er skiptir máli. Fjölómettuð fita eins og maís-, sólblóma- og sojabaunaolía veldur myndun akveð- inna krabbameinsvaldandi prostaglandína. Ólífúolía virðist ekki hafa nein áhrif en fiskolía eins og lýsi virðist koma í veg fýrir að þessi prostaglandín myndist. - Að auka neyslu á trefjum. Sumar rannsóknir hafa leitt í ljós tengsl milli lang- vinnrar hægðatregðu og brjóstakrabba- meins. Vísindamenn hafa talið að eiturefni, sem myndast við tregðuna, berist úr ristl- inum í blóðrásina og geti haft áhrif á brjóstvefmn sem er sérstaklega viðkvæm- ur fyrir þessum efnum. — Að stunda reglulegar líkams- æfingar. Rannsókn, sem Harvard heil- brigðisskólinn gerði, sýndi að konum, sem ekki stunda íþróttir, er allt að tvöfalt hætt- ara við að fá brjóstakrabbamein en þeim sem hafa verið iðnar við að hreyfa sig eftir 17-18 ára aldur. - Að vera grannar. Ameríska krabba- meinsfélagið (AKF) gerði rannsókn á 75.000 konum sem sýndi að feitar konur voru í 1,*5 sinnum meiri hættu að fá brjóstakrabbamein en þær sem voru í kjörþyngd. — Að fá nóg kalsíum og D-vítamín. Brjóstakrabbamein er tíðara í borgum þar sem loftmengun er vandamál. Ástæðan er sú, segja rannsóknarmenn, að mengun kemur í veg fyrir að húðin geti myndað D-vítamín þegar sólin skín á ltana. Það kemur aftur á móti í veg fyrir að líkaminn geti nýtt sér kalsíum úr fæðunni. Kalsíum myndar m.a. stoðkerfi frumanna og ef nóg er af því kemur það í veg fyrir að frumurn- ar fari að skipta sér á óeðlilegan hátt. Ættir þú að láta taka röntgenmynd aff brjóstunum? Ekki ef þú ert undir 35 ára og barnlaus. Röntgenmyndir eru ekki mjög áreiðanleg- ar þegar um er að ræða þéttan brjóstvef ungra kvenna sem ekki hafa átt barn. AKF hvetur allar konur á aldrinum 35 til 40 ára til að láta taka röntgenmyndir af brjóstum sínum. Það er gert til þess að eiga myndir og vita með því hvað er eðli- legt fyrir hverja konu ef eitthvað kemur upp á seinna. Mjög gott væri að gera það árlega eða annað hvert ár rnilli fertugs og fimmtugs og árlega eftir það. Frh. á bls. 50 14. TBL.1989 VIKAN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.