Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 32
DULFRÆÐI
LHa dýr eftír daudann?
~y rnsum þeirra sem eitthvað hafa
% / kynnt sér af skoðunum þess sem
W þetta hripar er löngu orðið ljóst að
JL sá sem hér talar þykist löngu sann-
færður um að hvað manninn snertir sé það
löngu ljóst orðið að líf sé okkur öllum
búið að þessu loknu. Samkvæmt könnun-
um líf að þessu loknu. Ef við komumst að
er mikill meirihluti íslendinga sannfærður
um ltf að þessu loknu. Ef við komust að
þessari niðurstöðu, hvað framtíð okkar
sjálfra snertir, þá er ekki ólíklegt að að ein-
hverjum geti einnig hvarflað önnur
hugsun. Já, kann að vera. "En hvað þá um
dýrin? Ekki síst gæti slík hugsun hvarflað
að þeim sem unna dýrum einhverrar teg-
undar, það er dýravinunum. Sem betur fer
eru þeir margir í öllum löndum. Mörg dýr,
sem alist hafa upp á heimilum manna, hafa
orðið heimilisfólki mjög kær og hafa þann-
ig átt sinn þátt í uppeldi margra barna með
því að auka kærleiksþáttinn í eðli þeirra.
Og hvað er okkur nauðsynlegra í uppeld-
inu en sterkur kærleiksþáttur? Hann skipt-
ir mestu máli fyrir vellíðan og þroska okk-
ar allra. Ein afleiðing þessarar væntum-
þykju milli manna og dýra er líka oft óhjá-
kvæmilega sú sorg sem dauði slíks dýrs
getur valdið, einkum ef hann verður
óvænt fyrir slys eða aðra svokallaða tilvilj-
un. Margar sannar frásagnir eru til dæmis
til um það hve sterkt samúðar- og kær-
leiksband getur orðið milli hunds og
manns. Og þess vegna hvílík sorg það get-
ur verið fýrir mann að glata slíkum vini
óvænt, eins og hér að framan var minnst á.
Og væri það ekki mikili léttir fyrir mann-
inn að geta jafhvel lifað í von um að geta
séð þennan kæra vin einhvern tíma aftur á
lífi? Vitanlega, mundi hver dýravinur segja.
En hver getur alið með sér slíka von? Ég
tel að slík von sé engan veginn nein fá-
sinna ef betur er að gáð. Og skal ég nú
reyna að útskýra þessa skoðun örlítið
nánar.
Síðustu ár hafa sannar frásagnir af sam-
bandi við látna færst mjög í vöxt. Víða í
slíkum frásögnum um hið nýja líf fyrir
handan hefúr komið í ljós, öllum sem hafa
unnað dýrum til mikillar gleði, að þeir
sem hafa á jörðinni notið vináttu og jafn-
vel kærleiks dýra fmna þau margir sér til
ólýsanlegrar gleði þegar þeir deyja. í hin-
um nýju heimkynnum er, auk ástvina og
kunningja, einnig að flnna gamla og góða
vini úr dýraríkinu.
Til dæmis um þetta ætla ég að rekja hér
ffásögn sem kom fram á miðilsfúndi frægra
amerískra miðla og sagt er frá í bók sem út
kom í Bretlandi árið 1975 og ber naínið
LIFE AFTER DEATH eða Líf að þessu
loknu.
í þessari bók er sagt frá fátækum manni
sem eftir dauðann tókst að skýra nokkuð
ffá því sem við tók hjá honum eftir dauð-
ann. Ekki hafði nú starf hans verið talið
merkilegt meðan hann var hér á jörðinni.
Hann átti gamlan vagnhest og ómerkilega
kerru og í þetta safnaði hann hvers konar
dóti sem fólk vildi gjarnan losna við, svo
sem gömlum fatnaði og fleira þess háttar.
Síðan reyndi hann að selja eitthvað af
þessu fátæku fólki sem alltaf er nóg af í öll-
um stórborgum. Þótt starf þetta væri ef til
vill ekki sérlega gróðavænlegt tókst hon-
um að halda sér á lífi með afrakstrinum
þangað til einn daginn að gamla merin
hans, hún Jenny, gafst upp og hneig niður
örend fyrir framan kerruna hans. Hann tók
þetta mjög nærri sér því honum þótti alltaf
innilega vænt um gömlu Jenny sem hafði
verið honum svo trú og trygg gegnum
árin. Hún var svo sem ekki merkileg að
vallarsýn en hún átti samt hug og hjarta
eiganda síns sem alla tíð var henni góður
og hugulsamur.
Jæja, ég ætlaði að segja ykkur dálítið ffá
því hvernig þetta var effir að ég sjálfúr
dó. Sjáið þið til. Ég vaknaði í einhvers kon-
ar haga. Ég virtist sitja eða liggja undir ein-
hvers konar tré. Þar vaknaði ég. En þá sá
ég hross koma í áttina til mín og það var
þá engin önnur en mín gamla Jenny sem
þar var komin. Hún var að vísu miklu ung-
legri en þegar við unnum saman á jörð-
inni. En henni leið svo vel, var svo upp-
numin og hamingjusöm að maður komst
ekki hjá því að finna það. Þó ég geti ekki
útskýrt hvernig á því stóð. Það var engu
líkara en hún væri að tala við mig. Þetta
var sótundarlegt. Ég heyrði enga rödd
enda býst enginn við því að heyra hest
tala. Þetta hlýtur því að hafa verið ein-
hvern veginn huglægt.
Nú er mér orðið ljóst að það var engu
líkara en þessi gamla vinkona mín væri að
bjóða mig velkominn. Hún kom fast upp
að mér og sleikti á mér andlitið. Þessu get
ég aldrei gleymt. Það var stórkostlegt. Ég
varð yfir mig hrifinn af þessu og klappaði
henni og kjassaði á alla lund. En þá gerðist
það að mér fannst ég heyra mannsrödd
fyrir aftan mig. Ég sneri mér við og þarna
stóð þá þessi stórmyndarlegi ungi maður.
Hann virtist yfir sex fet á hæð, ungur og
ljóshærður. Og hann sagði: „Ég kom til
þess að líta effir þér.“
„Komst til að líta eftir mér?“ sagði ég.
„Hvað í ósköpunum áttu við?“
,Já, þetta er rétt. Mér var falið að sjá um
Þ‘g“
„Hvað meinarðu með að „sjá um mig“?
Ég hef alltaf verið fær um að sjá um mig
sjálfur. Reyndar orðið að gera það.“
„Þú skilur þetta ekki,“ sagði hann.
„Veistu að þú ert dauður?" Mér brá fýrst
dálítið við þetta. En svo fór eitthvað að
renna upp fýrir mér. Vitanlega voru rnörg
ár síðan Jenny mín dó og ég hafði fengið
mér aðra bikkju eftir það. Það var að vísu
ágætt hross en jafnaðist vitanlega ekki á
við Jenny.
Þá segir hann: „Þú ert dauður."
,Jæja,“ hugsaði ég. „Ekki veit ég hvort ég
get tekið mark á þessum náunga."
Þá fannst mér eins og hann gæti sýnt
mér eitthvað. Ég veit ekki hvort hann
gerði það en sennilega. Ég sá nefnilega
sjálfan mig í rúmi, stífan og hreyfingarlaus-
an, og þetta var eins og ég væri að horfa á
minn eigin líkama. Og samt var ég ekki
þarna. Ég sá einhverja menn setja mig á
börur og aka mér burt. Ég fór á eftir þess-
um líkama, sem var ekið út, og svo hvarf
þetta allt saman og ég var aftur hjá þessum
náunga.
„Ég heiti Mikael," sagði hann.
,Jæja?“
„Gerirðu þér nú ljóst að þú ert látinn?"
,Ja, satt að segja veit ég ekki hvað ég á
að halda."
„Þér var sýnt í sýn hvar líkami þinn lá.
Og þú veist að þú lést á þessu sjúkrahúsi."
,Já, ég man það nú að ég var fárveikur á
sjúkrahúsi, en hvernig get ég verið dauður
úr því ég er hérna að tala við þig og búinn
að fá Jenny aftur?“
,Já, er Jenny ekki vottur um það að þú
ert látinn?"
,Já, þetta virðist allt mjög skrítið. En sé
ég á himnum þá gerir maður nú ekki ráð
fyrir því að finna hross þar. Þau hafa enga
sál, er það?“
,Ja, svo er þér sagt á jörðinni,“ sagði
hann, „að slík dýr eigi ekkert annað líf fyrir
höndum en hið efnislega, eins og það er
kallað. En um þessa hryssu er það að segja
að sökum þess hvað hún var þér nákomin
og að þú sýndir henni ást og umhyggju þá
öðlaðist Jenny eitthvað sem gat lengt ævi
hennar."
32 VIKAN 14. TBL. 1989