Vikan


Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 52

Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 52
HEIL5A HEIL5A Það er langt frá því að karlmenn einir gefi brjóstum auga. Þessi mynd firá árinu 1957 sýnir leikkonurnar Sophiu Loren og Jane Mansfield. Sophia mælir greinilega keppi- nautinn vandlega út. Frh. af bls. 43 Brjóstamyndataka ætti að fara fram í fyrstu viku tíðahringsins, þá eru brjóstin mýkst. Notið ekki svitalyktareyði eða púð- ur og berið ekki krem eða annan áburð á brjóstin áður en þið farið í myndatökuna því málmar í þessum efnum geta safnast saman í húðinni og gert myndina grun- samlega. AKF mælir einnig með því að konur yngri en þrítugar fari í læknisskoðun ár- lega og þreifi sjálfar brjóst sín mánaðar- lega. Önnur heilbrigðisyfirvöld í Ameríku draga úr mikilvægi sjálfsskoðunar. Það gera þau vegna þess að krabbamein er svo sjaldgæft í konum yngri en þrítugum að sjálfsskoðun leiðir til óþarfa vefjaástungna og annarra læknisfræðilegra athugana að þeirra mati. í einni rannsókn voru gerðar 542 vefja- ástungur á konum yngri en þrítugum en aðeins fjórar þeirra reyndust vera með krabbamein. AUir eru þó sammála um mikilvægi sjálfsskoðunar kvenna eldri en þrítugra. Fegurð líkamans og brjóstin „Flestum konum finnst brjóst þeirra vera annaðhvort of stór eða of lítil," segir sérfræðingur í hugmyndum fólks um lík- amann. „Vegna þess að karlmenn eru svona mikið gefnir fyrir stór brjóst finnst konum með lítinn barm þær vera síður eftirsóknarverðar til ásta en barmstærri kynsystur þeirra. Bandarískur sálfræðingur, sem rekur stofnun fýrir konur sem eru óánægðar með líkama sinn, segir: „Alltof margar kon- ur gera sér ekki grein fyrir hinu neikvæða viðhorfi sínu sem brýtur þær niður. Þú getur aðeins breytt aðdráttarafli brjóst- anna með því að breyta viðhorfi þínu til þeirra. Viðhorf karlmanns gagnvart brjóst- um elskunnar sinnar endurspeglar langoft- ast hennar eigin viðhorf." Ef konan lítur út fyrir að vera stolt af brjóstum sínum og lítur á þau sem eftir- tektar- og aðdáunarverð mun elskhugi hennar einnig gera það, algerlega án tilfits til stærðarinnar. Ef kona hugsar alltaf með sér: „Ég er allt- of flatbrjósta. Þau eru of lin og lafandi,“ þá er ekki mjög líklegt að elskhuganum fmn- ist hið gagnstæða. Konum, sem hugsa á þessa leið, er ráðlagt að leita með gagnrýn- um huga að orsök þessara hugsana. Þær eru látnar draga upp á yfirborðið óþægi- legar minningar sem gætu verið orsök þeirra. Var einhver sem stríddi þeim vegna brjóstanna þegar þau voru að þroskast? Sagði kannski lítt reyndur elsk- hugi eitthvað ónærgætnislegt um þau? Með því að komast að því hvaðan þessar heimskulegu hugsanir koma geta konurn- ar farið að breyta hugmynd sinni um lík- amann. Þú getur lært að verða aðdáandi brjósta þinna í stað þess að vera óvæginn gagnrýnandi. Horfðu á brjóst þín með jöfnu millibili í spegli og dáðstu að þeim. Þegar gagnrýnar hugsanir skjóta upp kollinum skaltu minna sjálfa þig á að stærðin er ekki það sem skiptir máli heldur að þú sért örugg í fasi, líkamlega meðvituð og virðir líkama þinn. Það er með brjóst eins og lífið sjáift að eðlileg sjálfsvirðing laðar að sér virðingu annarra. □ TEXTI: ÞORSTEINN ERLINGSSON Anda gegnum munn eða nef? Mun heilnæmara er að anda í gegn- um nefið. Nefið gegnir ýmsum mikil- vægum hlutverkum. Meðal þeirra er að hita upp loftið sem maður andar að sér og bæta í það raka, en það er mjög mikilvægt fýrir lungun. Einnig er nef- ið eins konar sía og sigtar ýmis óhreinindi úr loftinu svo og bakterí- ur. Neföndun er því tvímælalaust hollari en munnöndun. Var látin sitja í sjúkrabílnum, mikið slösuð Kona nokkur kom að máli við lækni og sagði að hún hefði orðið vitni að umferðarslysi úti á landi. Sjúkrabíll hefði komið á staðinn og læknir með honum. Tvennt var mikið slasað. Hafði hún séð að maðurinn var lagður á sjúkrabörur og settur inn í bílinn, en konan sem var með mikil höfúðmeiðsl var látin sitja í bílnum, þótt vel hefði mátt láta hana líka liggja í bílnum. Er þetta forsvaranlegt? spurði konan. Þetta er það rétta sem læknirinn gerði, því eftir því sem höfuðið er hærra því minni er blóðþrýstingur- inn og því minna blæðir úr þeim sár- um sem komið hafa og því minna verður tjónið fýrir sjúklinginn. Gallsteinar eru uppþomuð eða kristölluð efni, sem hafa verið uppleyst í gallinu. Gallsteinarnir myndast aðallega í gall- blöðmnni af þeirri ástæðu að veggir hennar draga í sig vökva og gallið „þykknar“. Gallsteinar em mjög algengir en valda aðeins einkennum hjá fimmta hverjum manni sem hefur þá í blöðr- unni. Aðeins ber að nema þá gallsteina burtu sem valda óþægindum. Við að- gerðina er gallblaðran tekin ásamt öllum þeim steinum sem í henni em. Trefjarík fæða mikilvæg Besta aðferðin til að losna við hægðatregðu er að neyta trefjaríkrar fæðu. Ástæðan er sú að trefjarnar leys- ast ekki í sundur og gera hægðirnar mjúkar og hæfilega linar. Árangurinn er mátulega örar hægðir sem auðvelt er að losna við án þess að því fylgi sársauki eða önnur óþægindi. Trefjar fást í ríkum mæli úr grænmeti og ávöxtum. 50 VIKAN 14. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.