Vikan


Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 37

Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 37
5ÓLBRUMI Sólbrúnkcm endist lengur ef hún kemur hægt ÁHRIF SÓLARINNAR Á HÚÐINA Með hækkandi sól kemur tími útiveru og ferðalaga. Fjölmarg- ir fara út fyrir landsteinana, oft- ast suður á bóginn, en aðrir gera sér far um að kynnast okkar eigin fagra landi. Alvarlegur fylgiflskur sólbaða og útiveru getur verið sólbruni ef óvarlega er farið i sólinni. Fólki er auðvitað mishætt við sól- bruna en alla jafna er börnum og öðrum þeim er hafa mjög viðkvæma húð hættast við sólbruna. Styrkur sólargeislanna og áhrif þeirra á óvarða húð fer eftir því hversu þykkt lag af andrúmslofti geislarnir fara í gegnum á leið sinni til jarðarinnar. Því lengri sem leiðin er því veikari verða geislar sólarinn- ar. Geislar sólarinnar eru því sterkastir við miðbaug um hádegi en veikust er sólin þegar hún er „lágt á lofti“. Sólskinið er einnig sterkara eftir því sem ofar dregur, það er á Ijöllum, og einnig hefur endur- speglun mikil áhrif á styrk sólargeislanna. Þynning ósonlagsins Síðustu árin hefúr víða orðið vart þynn- ingar á ósonlaginu og því berast útfjólu- bláir geislar sólarinnar í auknum mæli til jarðarinnar. Þetta þýðir að sólin getur haft meiri áhrif á húðina en áður. Skaðleg áhrif útfjólublárra geisla á húð- ina hafa verið rannsökuð um nokkurt skeið og þá aðallega hlutdeild þeirra í myndun húðkrabbameins og varðandi ótímabæra öldrun húðarinnar, það er hrukkumyndun vegna varanlegra skemmda á húð af völdum sólbruna. Almenningur hefúr í vaxandi mæli gert sér grein fyrir þessum hættulegu áhrifum sólarinnar og sala á sólvarnarkremum með hærri varnarstuðlum hefur aukist veru- lega. Nýjungar á sviði sólvarna Frá 1946 hefúr Greiter fyrirtækið í Sviss rannsakað áhrif sólarljóss á húðina og framleitt sólvarnarkrem undir nafninu Piz Buin. Upphaf Piz Buin má rekja til sól- bruna er ungur maður að nafni Frans Greiter fékk á fjórða tug aldarinnar er hann kleif hæsta fjall í Vorarlberg í vestur- hluta Austurríkis, en það fjall heitir ein- mitt Piz Buin. Greiter brann illa í sólinni og það varð honum síðar hvatning til að ffamleiða gott sólvarnarkrem. Síðan þetta gerðist hefúr mikið vatn runnið til sjávar. Prófessor Greiter öðlaðist heimsfrægð og viðurkenningu sem vísindamaður. Þær rannsóknir, sem Greiter fyrirtækið hefur staðið að, hafa skilað af sér fjölmörg- um nýjungum varðandi sólvarnir, til að mynda var það fyrst með sólkrem með varnarstuðlum og fyrst með vatnsþolin sólvarnarkrem. Ein af nýjungum þaðan þetta árið, og sú mikilvægasta, er „Micro- pigments" sem er nýr sólvarnarfllter. Þessi nýi „fllter" er notaður með öðrum áður þekktum fllterum (chemical fllters) til að tryggja hámarksvörn. Tilraunir með „Micropigments" sýna að hann veitir góða vörn gegn útfjólubláum geislum sólarinn- ar og veitir einnig vörn gegn skemmdum á genum (DNA). Dr. Hönigsmann, prófessor við háskóla- sjúkrahúsið í Vín, telur að „Micropig- ments“ marki tímamót á sviði sólvarna. Góð ráð þegar farið er í sólina Þegar farið er í sólina er gott að hafa eftirfarandi í huga: — Ljós húð þolir aðeins um 10—30 mín- útur í mjög sterkri sól án þess að brenna. Ef ætlunin er að vera lengur í sólinni er þörf á sólvarnarkremi. - Sólvarnarstuðlarnir margfalda þann tíma sem viðkomandi getur verið í sólinni. Geti viðkomandi verið hálftíma í sólinni án varnar getur hann verið í tvær stundir með vörn númer 4 og þrjár stundir með 6 og svo ffamvegis. — Fyrstu vikuna í sólinni þarf viðkom- andi sólkrem með meiri vörn en eftir að hann hefúr vanist sólinni. Á brunna bletti þarf einnig sterkari vörn, til dæmis „Sun Block“. - Bestur árangur næst ef sólvarnar- kremið er borið á hreina húð 30 mín. fyrir sólbað. — Ef verið er í sól og vatni til skiptis eru vatnsþolin sólkrem nauðsynleg. Öll sól- varnarkrem frá Piz Buin eru vatnsþolin í að minnsta kosti 80 mínútur. Sólvarnar- kremin nást þó auðveldlega af með „shower gel“ eða sápu. — Mikilvægt er að gera greinarmun á sólvarnarkremum og kremum sem notuð eru eftir sól. Krem, sem notuð eru eftir sól, hafa enga vörn gegn geislum sólarinn- ar heldur eru þau annars vegar notuð til að kæla húðina og stöðva bruna og hins vegar til að mýkja húðina og til að við- halda eðlilegu rakastigi. — Varast ber að nota ilmvötn eða svita- lyktareyði í sólböðum. Slík efni geta myndað flekki á húðinni. — Varast ber notkun lyfja. Sum lyf geta haft þannig áhrif á húðina að hún er við- kvæmari gagnvart ofnæmi og sólbruna. — Piz Buin sólvarnarkrem veita vörn gegn bruna (UVB geislum) og gegn ótíma- bærri öldrun húðarinnar (UVA geislum). Rétt hegðun í sólinni tryggir fallegan húð- lit og heilbrigða húð. - Athuga ber að sólvarnarkrem koma ekki í veg fyrir að húðin verði brún því þau auka þann tíma sem viðkomandi getur verið í sólinni án þess að brenna. Ef húðin brennur eru miklar líkur á því að viðkom- andi verði að sleppa því að vera í sólinni daginn eftir. Brúnn litur sem kemur hægt og á löngum tíma endist mun lengur og verður jafnari og fallegri. 14. TBL. 1989 VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.