Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 33
DULFRÆÐI
„Ég næ þessu „lengt ævi hennar" ekki al-
mennilega."
,Jú, meðan þér þykir vænt um þessa
skepnu og sýnir henni ást og hlýju mun
hún halda áfram að vera til. Mennirnir hafa
ekki hugmynd um þá ábyrgð sem á þeim
hvílir gagnvart dýrunum. Alla tíð sem ég
hef verið hérna, sem er í mörg hundruð
ár...“
Vitanlega varð mér litið á hann þegar
hann sagði þetta. Mér fanns't þetta nú
nokkuð mikið sagt, að hann skyldi vera
svona unglegur og sprækur eftir hundruð
ára. Mér fór nú að verða um og ó, hvort ég
gæti trúað þessum manni. Þá sagði hann:
,Jú, sjáðu til, tíminn er ekkert. Ég hef
verið hérna í hundruð ára og hluti starfs
míns hér er að bera ábyrgð á og gæta dýra.
Ég fer oft niður í jarðgöngin."
Ég fór að hugsa um hvern fjandann hann
ætti við með þessum jarðgöngum, hélt
kannski að hann ætti við helvíti eða eitt-
hvað þess háttar.
„Nei, nei,“ sagði hann. .Jarðgöngin, sem
ég á við, eru staðirnir í námunum þar sem
menn láta þessi dýr þræla og púla. Ég lít
eftir þeim og reyni stundum að rétta þeim
hjálparhönd en það er oft erfitt að koma
slíku við. Hérna uppi höfúm við víðáttu-
mikil engi þar sem dýrin geta látið fara vel
um sig. Þar er séð um allar þarfir þeirra og
þeim sýnd ást og hlýja. Fólk er haldið
þeim heimskulegu hugmyndum að af því
að það sé mannlegt hljóti það að vera þeir
einu sem hafi nokkurn rétt til þess að lifa
áfram, ef það er hægt. Eins og trúað fólk al-
mennt heldur. Það er að vísu alveg rétt en
þeir hafa samt lítinn skilning á því.“
Það var nú orðið sitt af hverju sem hann
hafði sagt mér frá og þó mér þætti sumt af
því ærið ótrúlegt tók áhugi minn nú að
vakna til að fá meira að heyra. Samt hafði
ég ennþá nokkrar áhyggjur af því hvernig
færi fyrir mér og hvað biði mín næst.
Þá sagði hann allt í einu: „Þú hefur eng-
an áhuga á að hanga hér lengur. Við skul-
um labba svolítið."
„Þá það,“ sagði ég. Svo ég labbaði við
hlið hans eftir þessu engi uns við komum
að smástíg sem lá að litlu hliði. Þetta var
alveg eins og að vera uppi í sveit á jörð-
inni. En brátt tók ég eftir því að Jenny kom
á eftir mér. Mér þótti það í fyrstu dálítið
skrítið en það fór ekki milli mála að mér
þótti vænt um hana. Þetta var bersýnilega
sami hesturinn sem ég hafði notað fyrrum.
Það var ekki um að villast.
etta er engan veginn einasta dæmið
um að maður verði undrandi á því að
hitta fyrir dýr þegar hann skiptir um dval-
arstað við dauða. í hinum mikla hildarleik,
þegar Bretar voru að eltast við hin stóru
og fúllkomnu herskip Þjóðverja á Atlants-
hafi, sem sífelt sátu um skip bandamanna,
misstu Bretar mörg og stór herskip sjálfir á
bardögum við þessa þýsku risa hafsins.
Meðal þeirra var herskip hennar hátignar,
HOOD. Með því herskipi drukknuðu
hundruð Englendingar. Einn þeirra var
maður að nafhi Terry Smith. Þegar hann
kom í fyrsta sinn eftir dauðann í það himn-
eska heimili, sem honum var þar ætlað,
varð hann mjög undrandi yfir því að sjá
þar svartan kött sitja á stóli nokkrum. Og
hann sagði svo frá þessu:
,AUt í einu tók köttur þessi að haga sér
mjög sérkennilega. Hann hoppaði af stóln-
um sem hann sat á og gekk til mín, settist
á afturfæturna, horfði framan í mig og
reisti upp eyrun. Hann mjálmaði ekki, eins
og vanalegur köttur, en það var hins vegar
engu líkara en hann talaði. Mér dauðbrá
við þetta.
En þetta skildi ég frá kettinum: „Láttu
þér ekki bregða,“ sagði hann. „Þú venst
þessu. Þegar dýrin eru komin hingað stór-
aukast hæfileikar þeirra til þess að gera sig
skiljanleg. Að vísu getum við það að
nokkru leyti á jörðinni en mennirnir heyra
okkur ekki tala því við höfúm ekki tungu-
mál í venjulegri merkingu og getum því
ekki myndað tóna sem eru mönnum
skiljanlegir. Það sem þú nemur ffá mér
núna eru bara hugsanir sem komast til þín
svo þú getur heyrt þær. Já, hvernig líður
þér annars?"
En ég hugsaði með mér: „Drottinn
minn. Þetta er algjört brjálæði." Og satt að
segja gat ég ekki komið upp orði til þess
að svara spurningu kisu. Og þá bárust
þessar hugsanir mér enn frá kisu: „Vertu
ekki hræddur við þetta. Það venst. Annars
eru dýr miklu næmari en fólk gerir sér
hugmynd um og búa yfir sinni þekkingu á
vissum hlutum. Við getum tekið við hugs-
unum og sent frá okkur hugsanir og þú
verður að venjast því að dýr geta miklu
ffemur komið öðrum í skilning um hugs-
anir sínar þegar hingað er komið heldur
en á jörðinni."
Ég tók nú að átta mig betur á þessu og
sagði: ,Jæja. Þakka þér fyrir.“ Og mér
fannst kötturinn segja: „Ég vona að þér líði
vel hérna.“ Svo fór hann aftur og settist á
stólinn, hnipraði sig saman og sofnaði að
nýju. Skömmu síðar fór himnaverndari
Terrys með hann í fyrstu gönguna um
næsta þorp svo hann gæti kynnst betur
nágrönnum sínum. En þeir fóru ekki einir.
Þegar þeir lögðu af stað og fóru út elti
kötturinn þá. Terry þótti þetta líkara
venjulegum hundi en ketti en sagði þó:
,Jæja, Nelly, komdu þá,“ en honum þótti
þetta skrítið nafn á ketti. Vörðurinn hans
sagði þá við hann: „Móðir mín kallaði hana
alltaf Nelly.“
„Móðir þín?“ sagði ég. „Hve gamall er
þessi köttur eiginlega?"
,Ja, frá efnislegu sjónarmiði ætti hann að
vera um sextugt."
Hér á undan hef ég hvað eftir annað
rakið samtöl og ýmislegt sem á að
hafa gerst eftir dauðann hjá fólki. Það er
því ekki fúrða þótt einhverjum verði að
orði: „Hvaðan hefur maðurinn allar þessar
nákvæmu upplýsingar?" Þær eru aðallega
raktar úr bókinni LÍFIÐ EFTIR DAUÐANN
eftir Neville Randall, sem út kom árið
1988. Höfundur þessarar bókar hefúr
skráð yfir 500 slík samtöl á fundum hjá
„AHt í einu tók köttur þessi
að haga sér mjög sérkenni-
lega. Hann hoppaði af
stólnum sem hann sat ö og
gekk til mín, settist ö aftur-
fœtur, horfði framan í mig
og reisti upp eyrun. Hann
mjölmaði ekki, eins og
vanalegur köttur, en það
var hins vegar engu líkara
en hann talaði. Mér dauð-
brö við þetta.
miðlunum Betty Green og George Woods
í Lundúnum. Þessar raddir, sem fram
koma hjá þessum miðlum að handan, eru
það sem oft hefur verið nefnt BEINAR
RADDIR þvt þær koma ekki í gegnum
raddbönd miðlanna sjálfra, eins og algeng-
ast er hjá venjulegum miðlum, heldur
gegnum ósýnileg tæki sem hinum fram-
liðnu hefur tekist að útbúa í þessum til-
gangi og berast fúndarmönnum þannig að
raddirnar virðast koma frá einhverju sem
virtist vera fyrir ofan höfúð miðilsins.
Raddir þessar virðast komnar beint frá
þeim sem segist tala því þær hafa einkenni
og orðalag viðkomandi manns. Þessar
raddir eru nú teknar beint upp á segul-
bönd og má þannig endurskoða þær síðar
ef þurfa þykir.
14. TBL. 1989 VIKAN 33