Vikan


Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 8

Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 8
VIÐTAL Við hliðina á Carlottenborg á Þorsteinn húsnæði þar sem nú er verslun. „Héma ætla ég bráðum að opna flottasta barinn í bænum." „Ég kom í fyrsta skipti liing- að til Kaupmannahafnar 1955 en þá var ég skipverji á Gull- fossi. Þá hafði ég ekki komist á samning heima en mig langaði að verða matreiðslumaður. Hér komst ég að fyrir heppni en það kostaði mig líka tólf flöskur ;tf viskíi, en í Kaup- mannahöfn var á þeirn tíma ekki óalgengt að menn þyrftu að bíða í átta ár eftir að komast á samning. Að námi loknu fór ég aftur heim og kom ekki hingað út aftur fyrr en f965. Um tíma rak ég Stork-klúbbinn sem var til húsa í gamla Glaumbæ. Fyrstu misserin hér úti vann ég sem flugþjónn hjá prestin- um Tjæreborg. Árið 1967 opnaði ég gamla staðinn minn, Pussycat. Það var annað fyrsta diskótekið hérna í Danmörku. Þá var ekki krafan um að gera þessa staði mjög fína og skrautlega. Ég kom fyrst inn á diskótek í Belgíu. Þar var aðeins bar þar sem unnt var að dansa eftir hljómlist ffá grammófóni. Fyrsta alvörudiskótekið sá ég á Spáni. Ég tók upp hugmyndina þaðan og opnaði stað hér í Höfn. Þetta var mjög skemmtileg- ur tími. Það var svo mikið að gerast og hvergi meira fjör en einmitt hér. Hugmyndir fólks um líflð og tilveruna breyttust mikið á þessum tíma, svo og voru feiknalegar hræringar í tónlist og tísku. Unga fólkið í dag á erfitt með að gera sér þennan tíðaranda í hugarlund. Mikið hefur borið á því að undanförnu að verið sé að herma eftir fyrri kynslóð — ganga í fötum samkvæmt tísku sjötta áratugarins til dæmis eða þess sjöunda. Einnig er verið að dubba upp gamlar poppstjörnur bæði til þess að ganga í augun á unga fólkinu og að rifja upp liðinn tíma með því „gamla“. Reyndar átti ég nokkurn hlut í þessari seinni tíma þróun heima á íslandi ásamt Ólafl Laufdal. Þess má geta að ég stóð fyrir íslands- ferð hljómsveitarinnar Swing- ing Blue Jeans á sínum tíma. Er ekki ennþá verið að vekja upp gamla drauga heima, leita að týndu kynslóðinni og þar fram eftir götunum? Stars of 55 og Human League komu einnig til íslands fyrir tilstuðlan mína. Ég hef mjög gaman af því að stuðla að því að íslendingar njóti líka góðs af mörgum þeim ágætu skemmtikröftum sem staldra við hérna í Kaup- mannahöfn. í vetur sem leið stóð ég fyrir því að John May- all kæmi til íslands ásamt hljómsveit sinni. Auðvitað nota ég gjarnan tækifærið og skrepp sjálfur heim í leiðinni. Þeir eru alveg ffábærir. Þeir kváðust reyndar hafa kynnst jafnoka sínum í Reykjavík, sextán ára gömlum gítar- leikara sem þeir sögðu að væri algjört undrabarn. John Mayall og félagar heyrðu í stráknum þegar hann lék með hljóm- sveit sem kom fram á undan þeim. Þeir kváðust aldrei fyrr hafa séð eins mikia hæftleika samankomna í svo ungum hljóðfæraleikara. En ansi þótti mér John Mayall sjálfúr vera skrítinn. Upp úr 1970 var ég farinn að reka tvo staði áður en ég vissi af, Pussycat og Bonaparte. Ég opnaði líka þriðja staðinn, Leonardo da Vinci. Ég lét inn- rétta hann fyrir miklar upp- hæðir en svo fékk ég ekki vin- veitingaleyfi ásamt svokölluðu næturleyfi og því tapaði ég miklu á því ævintýri. Ég frétti það ekki fyrr en í fýrra hvernig á þessari tregðu stóð. Þannig var að formaður dönsku veit- ingamannasamtakanna rak þarna stað á undan mér. Af ein- hverjum ástæðum tók lögregl- an leyfið af honum. Síðan munu þeir ekki hafa þorað að láta mig hafa leyfið af hræðslu við að samtökin móðguðust. Ég hitti þennan mann loksins á veitingastað sem ég rek fyrir utan borgina. Þá sagði hann mér hvernig hefði staðið á þessu. Hér eru lögin þannig að leyfilegt er að hafa alla staði opna til hálftólf, nokkra til tvö og síðan örfáa tii fimm á morgnana um helgar. Kaupir og selur veitingastaði Um þessar mundir rek ég engan skemmtistað. Ég er mest í því núna að kaupa veit- ingastaði og selja þá aftur. Ég er til dæmis að opna þrjá staði í næstu viku sem ég reyni að selja um leið. Þetta eru lang- mest spennandi viðskiptin núna, skal ég segja þér. Reynd- ar hef ég líka áhuga á að færa mig upp á skaftið og beina at- hygiinni til Þýskalands. Kunn- ingi minn er orðinn forríkur af því að selja danskan ís á hinum fjölmörgu aiþjóðlegu sýning- um sem haldnar eru í Þýska- landi. Hann kemur honum þar á framfæri og er nú farinn að flytja hann til Þýskalands í stórum stíl. Ég kaupi veitingahús í gegn- um tvo banka sem ég er í við- skiptum við. Þegar þeir eru í vandræðum með veitingastað, sem þeir hafa tekið upp i skuld, hafa þeir samband við mig. Ég geng þá inn í þeirra samninga og reyni síðan að selja staðina áffam. Ef mér tekst ekki að selja þá strax opna ég og byrja rekstur. Stundum þarf ég að byggja upp veltu og láta hjólin snúast á ný svo salan gangi. Þetta kostar auðvitað mikla vinnu en hún er á sig leggjandi. Rekstur af þessu tagi gengur ekki nema maður taki fttllan þátt í hon- um sjálfur. Um helgar vinn ég til sex á morgnana þar eð kokkteilbarinn minn, LA, má vera opinn til fimm. Staðirnir þrír verða auglýstir í blöðunum um helgina. Ég er þess fúilviss að nú sem endra- nær verður reglan sú að af hverjum tíu sem hringja og hafa áhuga á að opna veitinga- stað eru alla vega átta útlend- ingar. Ástæðan er meðal ann- ars sú að Danirnir nenna ekki að vinna. „Ertu alltaf að græða?“ Hér í Kaupmannaliöfn er það sama að gerast og heima í Reykjavík. Það er daglegt brauð að veitinga- eða skemmtistaðir leggi upp laup- ana. Hér liefur allt verið á niðurleið á undanförnum árum. Ég vona að nýju lögin þeirra Schlúters og félaga muni snúa dæminu við, en nú á að reyna að hvetja alla pen- ingamenn til dáða, meðal ann- ars með því að minnka ýmsa skatta sem dregið hafa úr þeim kjarkinn. Á undanförnum árum hafa gífúrlegir fjármunir verið fluttir héðan úr landi vegna mikillar skattlagningar. 8 VIKAN 14. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.