Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 12
RAUPAÐ 0(5 RI55AÐ
Og þarna voru þeir
TEXTI OG MYNDIR:
RAGNARLÁR
Jón bassi, Bjössi rós og Árni Elfar
Tímamir breytast ...
Tímarnir breytast og
mennirnir með, segir máltæk-
ið og má til sanns vegar færa. Á
ungdómsárum rauparans voru
dægurlagasöngvarar í rniklu
uppáhaldi og eru reyndar
rnargir hverjir enn, eins og
Haukur Morthens, Sigrún Jóns-
dóttir, Adda Örnólfs, Ellý Vil-
hjálms og Raggi Bjarna, svo
einhverjir séu nefhdir.
En raupari minnist þess að
góður frændi bauð honum
með sér á sinfóníutónleika,
sem í þann tíð voru haldnir í
Þjóðleikhúsinu. Stjórnandi
þessara tónleika var enginn
annar en Róbert Abraham
Ottósson. Raupari hafði komið
áður í Þjóðleikhúsið, í fyrsta
sinn þegar Nýársnótt Indriða
Einarssonar var flutt þar í til-
efni vígslu hússins.
En nú var ekki um venjulega
leiksýningu að ræða. Salurinn
var fullur af prúðbúnu fólki
sem fékk sér sæti með há-
tíðlegu fasi og beið þess að
hljómsveitarstjórinn gengi í
salinn. Á sviðinu sat hljóm-
sveitin prúðbúin og samstillti
hljóðfærin sín og þóttu raup-
ara það ömurlegir tónar.
Seinna áttu þessir samstilling-
arhljómar eftir að hljóma sem
sjálfsagðir í eyrum rauparans
og ómissandi hluti hverra sin-
fóníutónleika.
Loks hafði hljómsveitin lok-
ið samstillingu og hljóð varð í
salnum. Þá gekk Róbert í
salinn, heilsaði konsertmeist-
ara hljómsveitarinnar, sem þá
var Björn Ólafsson, fyrsti fiðlu-
leikari, hneigði sig fyrir áheyr-
endum sem klöppuðu honum
og hljómsveitinni lof í lófa,
steig upp á pall og lyfti sprota
sínum.
Og það var eins og við
manninn mælt. Um salinn svifu
tónar sem gagntóku raupara,
sem sat dolfallinn undir þeim
hljómum sem ffá hljómsveit-
inni komu. Ekki man raupari
hver þau tónverk voru sem
hljómsveitin flutti að þessu
sinni utan eitt, en það var
fimmta sinfónía Beethovens,
da, da, da, daaaaa. Það er
skemmst frá því að segja að
síðan hefur raupari verið að-
dáandi sinfónískrar tónlistar,
ekki síður en annarrar góðrar
tónlistar.
En það var ekki meiningin
að lýsa sinfóníutónleikum fyrir
lesendum. Tilefni raupsins er í
raun allt annað. Hugmyndin er
sú að benda á þá mörgu góðu
tónlistarmenn sem við höfum
átt fýrr og síðar. Þegar raupari
fór á fyrrnefnda tónleika hafði
hann, eins og annað ungt fólk,
kynnst hinum ýmsu dans- og
dægurlagahljómsveitum
bæjarins. Og voru þeir þá ekki
mættir á sviðið snillingarnir úr
KK sextettinum, hljómsveit
Svavars Gests og Björns R. Ein-
arssonar? Jú, ekki bar á öðru.
Þarna var Jón bassi, eða Jón
Sigurðsson kontrabassaleikari.
Nafhi hans, Jón Sigurðsson, lék
á trompet í sinfóníunni. Gunn-
ar Egilson lék á klarinett. Skafti
Sigþórsson strauk boganum
um strengi lágflðlunnar, en
hann lék að öllu jöfhu á saxó-
fón í danshljómsveitum og
sama má segja um Svein heit-
inn Ólafsson. Reynir Sigurðs-
son var þekktur meðal dans-
húsagesta sem víbrafónleikari
en í dag er hann slagverksleik-
ari í Sinfóníuhljómsveit íslands
og hefúr verið um árabil. Ekki
má gleyma Birni R. Einarssyni
sem var með eigin hljómsveit
lengi vel, en hefur í áratugi
verið básúnuleikari í sinfóní-
unni og sama má segja um fjöl-
listamanninn Árna Elfar, sem
leikur á básúnu í sinfóníunni
en á píanó í danshljómsveit-
um.
Lengi mætti halda áffam að
telja en hér skal látið staðar
numið.
Það er hins vegar gott til
þess að vita að margir þeirra
tónlistarmanna sem hafa lifl-
brauð sitt af dægurlagamúsík
leggja sitt lóð á vogarskál
klassískrar tónlistar og engin
ástæða til að óttast um þá
síðarnefridu, hún lifir.
12 VIKAN 14.TBL. 1989