Vikan


Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 48

Vikan - 13.07.1989, Blaðsíða 48
FATMAÐUR Ekki voru allar konur ánægð- ar með brjóstahaldara sem gerði þær flatar. Árið 1921 varð fyrsti Maidenfomi brjóstahaldarinn til en hug- myndina að honum átti ein- mitt kona sem ekki vildi vera stráksleg. einum saman er á hverjum degi seld yflr hálf milljón ein- taka, á verði frá 165 krónum upp í 5.500 krónur stykkið. Brjóstahaldarinn hefur á vissan hátt verið tákn íyrir frelsun konunnar en um leið tengist hann þeirri mynd sem þjóðfé- lagið gerir af henni sem kyn- veru. Flatbrjósta Á tuttugustu öldinni hafa orðið miklar breytingar á hög- um kvenna og líf þeirra ekki jafnmörgum reglum bundið og það hafði verið. í Evrópu óku konur trukkum í fyrri heimsstyrjöldinni, á meðan kvenréttindakonur í Banda- ríkjunum voru að berjast fyrir kosningarétti. Á sama tíma og konur eru að berjast fyrir jafn- rétti virðist kventískan hafa til- hneigingu til að verða þannig að kvenlegu línurnar hverfl að mestu og konurnar sýnist sléttari. Ein af konunum, sem voru áberandi í skemmtanalífi New Yorkborgar árið 1913, lagði sitt af mörkum í þessa veru árið 1913. Hún var óánægð með það form sem líf- stykkið hennar skorðaði hana í og lét þjónustustúlku sína sauma tvo vasakfúta saman og setja á þá tvo bleika hlýra úr borða. Lífstykkjaframleiðandi í Bandaríkjunum, Warner’s, borgaði henni 1.500 dollara fýrir einkaleyflð en nú er það talið vera margra milljarða virði. Strákslegt verður kvenlegt Brjóstahaldari þriðja ára- tugarins var þéttur strengur eða nærbuxur (niður á hné), magabelti og brjóstahaldari í einni flík, þannig að vöxturinn virkaði strákslegur og meira að segja var framleiddur brjósta- haldari undir nafhinu „stráks- legur“ eða Boyish eins og hann kallaðist. Um undirfatnað þessa tíma hefur verið sagt að í aldir hafl allt verið gert til að ýkja kvenlegan vöxt en á þess- um tíma var allt gert til að draga úr honum. Ekki voru allar konur ánægðar með þessa þróun. Ein þeirra var Enid Bissett. Hún starfaði með Idu Rosenthal að kjólaframleiðslu en Ida og eig- inmaður hennnar, William, ráku kjólaverslun í New York. Enid var mjög vel vaxin og var lítið hrifin af „Boyish“ brjósta- höldurum. Hún tók sig því til, klippti einn slíkan í tvennt og rykkti. William sá gripinn og sagði við hana að ef hún vildi vera í einhverju svonalöguðu skyldi hann gera almennilega flík handa henni - sem hann gerði og þar með var brjósta- haldarinn færður frá því að vera „Boyish form“ (stráksleg- ur) yfir í „Maidenform" (kven- legur), en Maidenform nefnast brjóstahaldarar og annar undirfatnaður sem fýrirtæki Williams og Idu Rosenthal'hef- ur framleitt óslitið síðan. Árið 1949 hófu þau auglýsingaher- ferð sem þótti gera brjósta- haldara ódauðlega. Á öllum auglýsingunum stóð „I dream- ed I was...“ — Mig dreymdi að ég væri... Síðan var mynd af konu í Maidenform brjósta- haldara á einhverjum ákveðn- um stað eða í ákveðnu hlut- verki. Auglýsingarnar vöktu svo mikla athygli að sama form var haft á þeim næstu tuttugu ár. Fyrirsætan Kreppan gerði það að verk- um að brjóst máttu sjást aftur. Áhersla var lögð á kvenleika til að konurnar væru ekki að keppa við karlmennina um störf. Árið 1935 betrumbætti bandaríska undirfatafýrirtækið Warner’s brjóstahaldarann með því að bjóða upp á mis- munandi skálastærð og merkti þær frá A (Iítil) upp í D (mjög stór). í síðari heimsstyrjöld- inni varð eftirspurnin eftir bómull, gúmmíi, silki og stáli mjög mikil þannig að framleið- endurnir urðu að snúa sér að gerviefhum. Geimferðafýrir- tæki Howard Hughes fram- leiddi brjóstahaldara fýrir hlut- verk leikkonunnar Jane Russel í myndinni The Outlaw (Út- laginn), en hún var þekkt fýrir að vera í þröngum peysum þar sem brjóstin fengu að sjást. „Hann var úr málmi og svo óþægilegur að ég var aldrei í honum,“ segir Jane. Heimavinnandi húsmæður Eftir stríðið vildu menn fá störfln sín aftur og hinn hefð- bundni stundaglas-vöxtur var endurvakinn. „Án undirstöðu verður engin tíska,“ tilkynnti Christian Dior en mittið á fatn- aði hans var svo mjótt að með honum varð að nota maga- belti. Konur, sem ekki líktust þokkagyðjum eins og Brigitte Bardot eða Marylin Monroe, keyptu sér stoppaða brjósta- haldara eða stífuðu gorma- brjóstahaldarana. Myndin Merry Widow (Káta ekkjan) var frumsýnd árið 1952 en í henni kom aðalleikkonan, Lana Turner, fram í undirfatn- aði sem var „út í eitt“, það er að segja brjóstahaldari, maga- belti og nærbuxur í einni og sömu flíkinni. Warner’s fýrir- tækið setti þá á markaðinn sams konar flík sem nefnd var „Merrv Widow“. Um þessa flík segir Lana: „Ég get sagt ykkur það að „Merry Widow“ var ffamleidd af karlmanni. Engin kona myndi gera annarri konu þetta.“ Frjálsa konan Mikið var deilt um brjósta- haldarann, eða vöntun á honum, á sjöunda áratugnum. ivunur iviitrgar láta líta svo út að þa séu brjóstahaldar; lausar, án þess a þær séu það, og fyr þær hafa verið fran leiddar ótal útgáft af nærri ósýnilegui brjóstahöldurum og hér er ein slík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.